Ráðuneytið segir Deloitte falsa tölur 16. maí 2012 09:00 Löndun Í greinargerð sjávarútvegsráðuneytisins segir að niðurstöður endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte um afleiðingar veiðigjalds séu ekki marktækar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið segir endurskoðunarfyrirtækið Deloitte falsa tölur í greinargerð sinni um afleiðingar veiðigjalds. Niðurstöður fyrirtækisins séu ekki marktækar og ekki hægt að byggja á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð ráðuneytisins sem send var nefndarmönnum í atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Hvað mat fyrirtækisins á áhrifum á einstök félög í sjávarútvegi varðar segir að fyrirtækið gangi út frá öfugum tengslum hagkvæmni og afkomuhorfa. Ráðuneytið segir það niðurstöður Deloitte að því hærri sem tekjur á hvert kíló séu og því lægri kostnaður, því verri séu afkomuhorfur. Fyrirtækið reikni afskriftir sem hlutfall af EBITDA (hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta) og ofreikni vexti. „Þessi dæmi Deloitte sýna öðru betur að greining þeirra byggist ekki á mati afkomu og arðsemi veiða og vinnslu en snýst um að haga bókhaldslegum stærðum með þeim hætti sem henta þykir." Þá segja ráðuneytismenn Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leiðir til villandi niðurstöðu," segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingaþörf árins 2010 áætluð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þá er afskriftaþörfin sögð ofmetin um 60 prósent með því að miða við heimildir um hraðari afskriftir, en ekki efnahagslega rýrnun eigna miðað við endingartíma. Þá sé það gert við veiðiheimildir sem eðli sínu samkvæmt séu „ekki afskrifanlegar þar sem þær rýrna ekki við notkun líkt og frystihús og skip gera." Þá sé fjármagnskostnaður ofreiknaður með tvennum hætti. Í fyrsta lagi sé skuldastofn ofmetinn með því að tilgreina allar skuldir útgerðarfyrirtækja, einnig þær sem tengjast fjárfestingu í óskyldri starfsemi, en ekki tekjur vegna þess rekstrar. Þá reikni Deloitte nú með 6% vöxtum en í ársreikningi Granda sjáist að nafnvextir lána í evrum séu á milli 4 og 5 prósent. Ofmat Deloitte á afskriftum og vaxtagjöldum nemi frá 12 og hátt í 20 milljarða. Að lokum er athygli vakin á því að margar umsagnir um frumvarpið byggist á niðurstöðum Deloitte „og ætla mætti að þær væru öðruvísi ef að vandaðra mat lægi þeim til hliðsjónar."- kóp Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið segir endurskoðunarfyrirtækið Deloitte falsa tölur í greinargerð sinni um afleiðingar veiðigjalds. Niðurstöður fyrirtækisins séu ekki marktækar og ekki hægt að byggja á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð ráðuneytisins sem send var nefndarmönnum í atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Hvað mat fyrirtækisins á áhrifum á einstök félög í sjávarútvegi varðar segir að fyrirtækið gangi út frá öfugum tengslum hagkvæmni og afkomuhorfa. Ráðuneytið segir það niðurstöður Deloitte að því hærri sem tekjur á hvert kíló séu og því lægri kostnaður, því verri séu afkomuhorfur. Fyrirtækið reikni afskriftir sem hlutfall af EBITDA (hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta) og ofreikni vexti. „Þessi dæmi Deloitte sýna öðru betur að greining þeirra byggist ekki á mati afkomu og arðsemi veiða og vinnslu en snýst um að haga bókhaldslegum stærðum með þeim hætti sem henta þykir." Þá segja ráðuneytismenn Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leiðir til villandi niðurstöðu," segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingaþörf árins 2010 áætluð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þá er afskriftaþörfin sögð ofmetin um 60 prósent með því að miða við heimildir um hraðari afskriftir, en ekki efnahagslega rýrnun eigna miðað við endingartíma. Þá sé það gert við veiðiheimildir sem eðli sínu samkvæmt séu „ekki afskrifanlegar þar sem þær rýrna ekki við notkun líkt og frystihús og skip gera." Þá sé fjármagnskostnaður ofreiknaður með tvennum hætti. Í fyrsta lagi sé skuldastofn ofmetinn með því að tilgreina allar skuldir útgerðarfyrirtækja, einnig þær sem tengjast fjárfestingu í óskyldri starfsemi, en ekki tekjur vegna þess rekstrar. Þá reikni Deloitte nú með 6% vöxtum en í ársreikningi Granda sjáist að nafnvextir lána í evrum séu á milli 4 og 5 prósent. Ofmat Deloitte á afskriftum og vaxtagjöldum nemi frá 12 og hátt í 20 milljarða. Að lokum er athygli vakin á því að margar umsagnir um frumvarpið byggist á niðurstöðum Deloitte „og ætla mætti að þær væru öðruvísi ef að vandaðra mat lægi þeim til hliðsjónar."- kóp
Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira