Þessir guttar eru enn hungraðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2012 07:00 FH-ingar þurfa að hafa góðar gætur á Bjarka Má Elíssyni. fréttablaðið/daníel Í dag er á dagskrá fyrsti leikurinn í úrslitarimmu FH og HK um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. FH er ríkjandi meistari og hafði betur gegn Akureyri í undanúrslitum en HK-ingar „sópuðu" deildarmeisturum Hauka úr leik í sinni undanúrslitarimmu. Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, neitar því ekki að sú rimma hafi komið þeim sjálfum á óvart. „Það fer enginn í rimmu gegn Haukum og bókar 3-0 sigur. En við fundum ákveðin vopn sem við náðum að beita fullkomnlega gegn þeim," segir Vilhelm. Hann bætir við að menn séu ekki orðnir sáttir og vilji meira. „Ég hef ekki áhyggjur af því. Þessir guttar eru mjög hungraðir og þá langar virkilega mikið til að fara alla leið. Þrátt fyrir allt var heilmikið í leikjunum gegn Haukum sem við getum bætt og höfum við farið vel yfir þau atriði." Baldvin Þorsteinsson, fyrirliði FH, segist finna fyrir minni stemningu í kringum liðið nú en fyrir ári síðan, þegar liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í nítján ár. „Maður óttast kannski að menn séu svolítið saddir eftir þann titil en ég vona að ég hafi rangt fyrir mér," segir Baldvin. „Rimman gegn Akureyri var þó ágæt og sérstaklega var gott að við vorum með alla leikmenn heila. Var það í eitt af fáum skiptum í vetur sem við gátum notað alla okkar bestu menn." Báðir eru þeir sammála um að úrslitarimman verði jöfn og spennandi. „Leikir okkar í vetur sýna að það er lítið á milli þessara liða. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði jafnir leikir," segir Baldvin. Vilhelm á í það minnsta von á erfiðari rimmu en gegn Haukum. „Mun erfiðari. Við höfum til að mynda ekki unnið FH enn í vetur og er það þröskuldur sem við þurfum að komast yfir." Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Í dag er á dagskrá fyrsti leikurinn í úrslitarimmu FH og HK um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. FH er ríkjandi meistari og hafði betur gegn Akureyri í undanúrslitum en HK-ingar „sópuðu" deildarmeisturum Hauka úr leik í sinni undanúrslitarimmu. Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, neitar því ekki að sú rimma hafi komið þeim sjálfum á óvart. „Það fer enginn í rimmu gegn Haukum og bókar 3-0 sigur. En við fundum ákveðin vopn sem við náðum að beita fullkomnlega gegn þeim," segir Vilhelm. Hann bætir við að menn séu ekki orðnir sáttir og vilji meira. „Ég hef ekki áhyggjur af því. Þessir guttar eru mjög hungraðir og þá langar virkilega mikið til að fara alla leið. Þrátt fyrir allt var heilmikið í leikjunum gegn Haukum sem við getum bætt og höfum við farið vel yfir þau atriði." Baldvin Þorsteinsson, fyrirliði FH, segist finna fyrir minni stemningu í kringum liðið nú en fyrir ári síðan, þegar liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í nítján ár. „Maður óttast kannski að menn séu svolítið saddir eftir þann titil en ég vona að ég hafi rangt fyrir mér," segir Baldvin. „Rimman gegn Akureyri var þó ágæt og sérstaklega var gott að við vorum með alla leikmenn heila. Var það í eitt af fáum skiptum í vetur sem við gátum notað alla okkar bestu menn." Báðir eru þeir sammála um að úrslitarimman verði jöfn og spennandi. „Leikir okkar í vetur sýna að það er lítið á milli þessara liða. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði jafnir leikir," segir Baldvin. Vilhelm á í það minnsta von á erfiðari rimmu en gegn Haukum. „Mun erfiðari. Við höfum til að mynda ekki unnið FH enn í vetur og er það þröskuldur sem við þurfum að komast yfir."
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira