Of erfitt er að saksækja fyrir hatur á netinu 27. apríl 2012 07:00 Fordómar Íslenskir lögreglumenn ættu að bregðast við og stöðva brot á lögum sjái þeir skilti með hatursáróðri í mótmælum hér á landi segir Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra.Nordicphotos/AFP Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Fæstir gera sér kannski grein fyrir því en fáein orð á Facebook eða Twitter geta kveikt hugmyndir og sáð fræjum í huga þeirra sem eru veikir fyrir," sagði Margrét í erindi sem hún hélt á opnum fundi innanríkisráðuneytisins um hatursáróður. Hún nefndi dæmi um ungan sænskan mann sem hafði látið hatursfull ummæli falla á Twitter-samfélagsmiðlinum um afrísk-ættaðan knattspyrnumann. Tíu dögum eftir að ummælin féllu hafði hann verið dæmdur í 56 daga fangelsi. Margrét sagði nauðsynlegt að breyta ákvæði hegningarlaga um hatursáróður þannig að hægt sé að saksækja þá sem láti frá sér slíkan áróður á grundvelli almannahagsmuna án þess að kæra þurfi að koma til. Hún benti á að í Svíþjóð sé sérstakur saksóknari sem hafi meðal annars slíka glæpi á sínu forræði. „Ég þekki dæmi um að fólk hafi leitað til lögreglunnar og ætlað að kæra það sem það taldi vera hatursáróður, en verið sagt að það hefði ekki lögvarða hagsmuni og gæti því ekki kært," sagði Margrét. Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglustjóra, sagði ekki þurfa lagabreytingu til. Hver sem er geti komið ábendingum um meint lögbrot til lögreglu án þess að vera tengdur málinu. Lögreglan hafi hins vegar takmarkaða möguleika til að fylgjast með og treysti því á ábendingar frá borgurunum um meintan hatursáróður á netinu. Logi sagði þó rétt að rannsókn vissra brota færi aðeins af stað að kröfu einhvers sem teldi brotið á sér. Það eigi til dæmis við um nafnlaus skrif á netinu sem geti talist ærumeiðandi. Margrét sagði einnig mikilvægt að breyta fjölmiðlalögum, sem sett voru í fyrra, til að hægt sé að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að breiða út hatursáróður. Í dag er aðeins hægt að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að hvetja til refsiverðrar háttsemi með útbreiðslu slíks áróðurs. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Fæstir gera sér kannski grein fyrir því en fáein orð á Facebook eða Twitter geta kveikt hugmyndir og sáð fræjum í huga þeirra sem eru veikir fyrir," sagði Margrét í erindi sem hún hélt á opnum fundi innanríkisráðuneytisins um hatursáróður. Hún nefndi dæmi um ungan sænskan mann sem hafði látið hatursfull ummæli falla á Twitter-samfélagsmiðlinum um afrísk-ættaðan knattspyrnumann. Tíu dögum eftir að ummælin féllu hafði hann verið dæmdur í 56 daga fangelsi. Margrét sagði nauðsynlegt að breyta ákvæði hegningarlaga um hatursáróður þannig að hægt sé að saksækja þá sem láti frá sér slíkan áróður á grundvelli almannahagsmuna án þess að kæra þurfi að koma til. Hún benti á að í Svíþjóð sé sérstakur saksóknari sem hafi meðal annars slíka glæpi á sínu forræði. „Ég þekki dæmi um að fólk hafi leitað til lögreglunnar og ætlað að kæra það sem það taldi vera hatursáróður, en verið sagt að það hefði ekki lögvarða hagsmuni og gæti því ekki kært," sagði Margrét. Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglustjóra, sagði ekki þurfa lagabreytingu til. Hver sem er geti komið ábendingum um meint lögbrot til lögreglu án þess að vera tengdur málinu. Lögreglan hafi hins vegar takmarkaða möguleika til að fylgjast með og treysti því á ábendingar frá borgurunum um meintan hatursáróður á netinu. Logi sagði þó rétt að rannsókn vissra brota færi aðeins af stað að kröfu einhvers sem teldi brotið á sér. Það eigi til dæmis við um nafnlaus skrif á netinu sem geti talist ærumeiðandi. Margrét sagði einnig mikilvægt að breyta fjölmiðlalögum, sem sett voru í fyrra, til að hægt sé að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að breiða út hatursáróður. Í dag er aðeins hægt að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að hvetja til refsiverðrar háttsemi með útbreiðslu slíks áróðurs. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira