Samningaviðræður eru nær hálfnaðar 27. apríl 2012 10:00 þungt mál Utanríkismál Íslendinga hverfast um Evrópusambandsumsókn, ef marka má umræður á þingi í gær. Miklar deilur voru um skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og kröfðust margir þingmenn þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga ætti umsóknina til baka.fréttablaðið/vilhelm Viðræður um 15 af 33 köflum í samningum við Evrópusambandið eru hafnar. Þar af er 10 lokið. Samningsafstaða hefur verið samþykkt í 5 köflum í viðbót við það. Stefnt er að því að samningsafstaða í sjávarútvegsmálum verði tilbúin fyrir sumarfrí. Utanríkisráðherra kynnti skýrslu sína í gær. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kynnti skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál í gær. Eins og við var að búast var hún efnismikil og fjöldi þingmanna tjáði sig um efni hennar. Raunar varð nokkur bið á því að umræður gætu hafist, þar sem nokkrar umræður urðu um fundarstjórn forseta. Jón Bjarnason hóf þá umræðu og spurði hverju sætti að ekki hefði enn farið fram utandagskrárumræða um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB) sem hann óskaði eftir 21. febrúar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði að því miður hefði ekki gefist rúm til umræðunnar. Nú gæfist hins vegar færi á að ræða þennan þátt. Þetta þótti Jóni og fleiri þingmönnum óeðlilegt, nóg væri annað í skýrslunni að ræða og Evrópumálin væru það víðfeðm að þau verðskulduðu sérumræðu. Fór enda svo að nánast öll umræðan snerist um aðildarviðræðurnar. Markmið í 20 köflumMálefnum í viðræðunum er skipt upp í 33 kafla. Í skýrslu Össurar kemur fram að viðræður eru hafnar í 15 af þeim og þar af lokið í tíu. Þar að auki hafa samningsmarkmið Íslands verið samþykkt í 5 köflum og kynnt ESB, en þeir bíða umfjöllunar ríkjaráðstefnu. Samningsmarkmið Íslendinga eru því samþykkt í 20 af 33 köflum. Össur sagði þetta sýna að viðræðuferlið gengi vel. Margir stjórnarþingmenn tóku undir það mat ráðherrans. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gaf hins vegar ekki mikið fyrir það að tekist hefði að ljúka viðræðum í jafn mörgum köflum og raun ber vitni. Kjötmestu kaflarnir væru allir eftir. „Það hefur ekkert gerst annað í þrjú ár annað en að við höfum lokað köflum sem ekkert þurfti að semja um," sagði Bjarni. Sumir þeirra hefðu varla verið fundarins virði, þar sem samhljómur íslenskrar stjórnsýslu og þeirrar evrópsku væri þegar svo mikill. Sjávarútvegur í sumarÖssur sagði frá því að ítrekað hefði verið lögð á það áhersla af Íslands hálfu að viðræður um sjávarútveg hæfust sem fyrst. ESB hefði hins vegar ekki lokið umfjöllun um rýniskýrslu um kaflann og upphaf viðræðna væri því óljóst. Í ofanálag stæði yfir endurskoðun ESB á hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu. „Það veldur töfum og gerir viðræðurnar flóknari, þar sem þær reglur sem semja þarf um liggja ekki fyrir að fullu leyti." Össur sagði frumdrög samningsafstöðu Íslands liggja fyrir, en þar væri fjallað um ákveðnar staðreyndir í íslenskum sjávarútvegi. Þar mætti nefna þjóðhagslegt mikilvægi, fiskveiðistjórnunarkerfið og ástand nytjastofna. Þetta hefði verið rætt í samningahópnum og stefnt væri að því að ljúka gerð samningsafstöðunnar fyrir sumarfrí. Sérstaða í landbúnaðiÍ skýrslu ráðherra er ítrekað að álit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis liggi til grundvallar samningsmarkmiðum á sviði Alþingis. „Í samningsafstöðunni verður sérstöðu Íslands og íslensks landbúnaðar haldið á lofti, en hún er umtalsverð og gefur tilefni til að skoða lausnir sem ekki eru til staðar í núverandi löggjöf Evrópusambandsins, eða að þróa nýjar aðferðir á grunni þess sem fyrir er." Stefna utanríkisráðuneytisins er að hægt sé að leggja fram samningsafstöðu Íslands fyrir haustið. Til að það takist þarf að leggja fram tímasetta aðgerðaráætlun um það hvernig hrinda á í framkvæmd landbúnaðarstefnu ESB við aðild. Framkvæmdastjórn ESB birti 12. október tillögur um sameiginlega landbúnaðarstefnu fyrir skipulagstímabilið 2014 til 2020. Taka þarf mið af þeim breytingum í samningaviðræðum, að mati Össurar. Hann telur þó að þær hafi ekki mikil áhrif á grundvallarhagsmuni Íslands í viðræðunum. Allt hittAf umræðum á Alþingi mátti glöggt sjá að Evrópumálin eru fyrirferðarmestu utanríkismál Íslendinga. Raunar svo fyrirferðarmikil að fátt annað komst að. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, vakti, ásamt öðrum athygli á þessu. Hann sagði skýrsluna fyrst og fremst sýna að mikið starf væri unnið í utanríkisráðuneytinu. „Það afsannar þá klisju að utanríkisþjónustan geri ekkert nema að sinna Evrópusambandinu." Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, tókust á um það hvort aðild Íslendinga að hernaðarátökum í Líbíu hefði verið kynnt í ríkisstjórn fyrirfram og þá hve ítarlega. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, kallaði eftir umræðum um aðild Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu, sem hann sagði úrelta stofnun. Þá kallaði Bjarni Benediktsson eftir því að umræður færu fram um fleiri þætti skýrslunnar: þróunarsamvinnu, samstarf við önnur lönd um jarðhita, norðurslóðamál og fleira. Fréttir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Viðræður um 15 af 33 köflum í samningum við Evrópusambandið eru hafnar. Þar af er 10 lokið. Samningsafstaða hefur verið samþykkt í 5 köflum í viðbót við það. Stefnt er að því að samningsafstaða í sjávarútvegsmálum verði tilbúin fyrir sumarfrí. Utanríkisráðherra kynnti skýrslu sína í gær. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kynnti skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál í gær. Eins og við var að búast var hún efnismikil og fjöldi þingmanna tjáði sig um efni hennar. Raunar varð nokkur bið á því að umræður gætu hafist, þar sem nokkrar umræður urðu um fundarstjórn forseta. Jón Bjarnason hóf þá umræðu og spurði hverju sætti að ekki hefði enn farið fram utandagskrárumræða um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB) sem hann óskaði eftir 21. febrúar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði að því miður hefði ekki gefist rúm til umræðunnar. Nú gæfist hins vegar færi á að ræða þennan þátt. Þetta þótti Jóni og fleiri þingmönnum óeðlilegt, nóg væri annað í skýrslunni að ræða og Evrópumálin væru það víðfeðm að þau verðskulduðu sérumræðu. Fór enda svo að nánast öll umræðan snerist um aðildarviðræðurnar. Markmið í 20 köflumMálefnum í viðræðunum er skipt upp í 33 kafla. Í skýrslu Össurar kemur fram að viðræður eru hafnar í 15 af þeim og þar af lokið í tíu. Þar að auki hafa samningsmarkmið Íslands verið samþykkt í 5 köflum og kynnt ESB, en þeir bíða umfjöllunar ríkjaráðstefnu. Samningsmarkmið Íslendinga eru því samþykkt í 20 af 33 köflum. Össur sagði þetta sýna að viðræðuferlið gengi vel. Margir stjórnarþingmenn tóku undir það mat ráðherrans. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gaf hins vegar ekki mikið fyrir það að tekist hefði að ljúka viðræðum í jafn mörgum köflum og raun ber vitni. Kjötmestu kaflarnir væru allir eftir. „Það hefur ekkert gerst annað í þrjú ár annað en að við höfum lokað köflum sem ekkert þurfti að semja um," sagði Bjarni. Sumir þeirra hefðu varla verið fundarins virði, þar sem samhljómur íslenskrar stjórnsýslu og þeirrar evrópsku væri þegar svo mikill. Sjávarútvegur í sumarÖssur sagði frá því að ítrekað hefði verið lögð á það áhersla af Íslands hálfu að viðræður um sjávarútveg hæfust sem fyrst. ESB hefði hins vegar ekki lokið umfjöllun um rýniskýrslu um kaflann og upphaf viðræðna væri því óljóst. Í ofanálag stæði yfir endurskoðun ESB á hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu. „Það veldur töfum og gerir viðræðurnar flóknari, þar sem þær reglur sem semja þarf um liggja ekki fyrir að fullu leyti." Össur sagði frumdrög samningsafstöðu Íslands liggja fyrir, en þar væri fjallað um ákveðnar staðreyndir í íslenskum sjávarútvegi. Þar mætti nefna þjóðhagslegt mikilvægi, fiskveiðistjórnunarkerfið og ástand nytjastofna. Þetta hefði verið rætt í samningahópnum og stefnt væri að því að ljúka gerð samningsafstöðunnar fyrir sumarfrí. Sérstaða í landbúnaðiÍ skýrslu ráðherra er ítrekað að álit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis liggi til grundvallar samningsmarkmiðum á sviði Alþingis. „Í samningsafstöðunni verður sérstöðu Íslands og íslensks landbúnaðar haldið á lofti, en hún er umtalsverð og gefur tilefni til að skoða lausnir sem ekki eru til staðar í núverandi löggjöf Evrópusambandsins, eða að þróa nýjar aðferðir á grunni þess sem fyrir er." Stefna utanríkisráðuneytisins er að hægt sé að leggja fram samningsafstöðu Íslands fyrir haustið. Til að það takist þarf að leggja fram tímasetta aðgerðaráætlun um það hvernig hrinda á í framkvæmd landbúnaðarstefnu ESB við aðild. Framkvæmdastjórn ESB birti 12. október tillögur um sameiginlega landbúnaðarstefnu fyrir skipulagstímabilið 2014 til 2020. Taka þarf mið af þeim breytingum í samningaviðræðum, að mati Össurar. Hann telur þó að þær hafi ekki mikil áhrif á grundvallarhagsmuni Íslands í viðræðunum. Allt hittAf umræðum á Alþingi mátti glöggt sjá að Evrópumálin eru fyrirferðarmestu utanríkismál Íslendinga. Raunar svo fyrirferðarmikil að fátt annað komst að. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, vakti, ásamt öðrum athygli á þessu. Hann sagði skýrsluna fyrst og fremst sýna að mikið starf væri unnið í utanríkisráðuneytinu. „Það afsannar þá klisju að utanríkisþjónustan geri ekkert nema að sinna Evrópusambandinu." Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, tókust á um það hvort aðild Íslendinga að hernaðarátökum í Líbíu hefði verið kynnt í ríkisstjórn fyrirfram og þá hve ítarlega. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, kallaði eftir umræðum um aðild Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu, sem hann sagði úrelta stofnun. Þá kallaði Bjarni Benediktsson eftir því að umræður færu fram um fleiri þætti skýrslunnar: þróunarsamvinnu, samstarf við önnur lönd um jarðhita, norðurslóðamál og fleira.
Fréttir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira