Gengur gegn EES-samningi að banna gengistryggð lán 26. apríl 2012 07:00 bílahaf ESA viðurkennir að neytendasjónarmið geti verið fyrir banni gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Það bann megi þó ekki vera algilt. Fjöldi slíkra lána var veittur vegna bílakaupa.fréttablaðið/valli ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum. Meginathugasemd ESA er að þetta fæli fjármálastofnanir frá því að fjármagna lán sín í öðrum myntum en íslenskri krónu. Allsherjarbann við slíkri tengingu sé ekki réttlætanlegt og hægt sé að ná fram neytendavernd á annan máta. Stofnunin tekur fram að álitið hafi ekki áhrif á endurútreikninga gengistryggðra lána eða gjaldeyrishöft. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra efnahagsmála, segir að ESA viðurkenni hugmyndafræðina á bak við lögin. Stofnunin telji hins vegar að altækt bann gangi of langt. „Nú höfum við tvo mánuði til að bregðast við, rökstyðja lögin og eftir atvikum taka til varna eða boða viðbrögð sem þyrfti að grípa til." Hann vill ekki fara mikið út í það hvaða breytingar þetta hefði í för með sér, yrði Ísland að fara eftir álitinu. „Það kann að vera að við þyrftum að gera einhverjar breytingar og aðgreina betur einstaklinga og lögaðila, en ég vil ekki fara mikið út í það." Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segist mjög ósammála túlkun ESA. Hann segir bannið á engan hátt snúa að fjármagnsflutningum á milli landa. „Þetta fjallar einfaldlega um hvort tengja megi verðgildi íslensku krónunnar við aðra gjaldmiðla." Hann býst því ekki við að þetta hafi mikil áhrif hér á landi. Bréfið frá ESA er svokölluð formleg athugasemd (e. Letter of Formal Notice). Sé stofnunin ósátt við svarbréf Íslendinga getur hún sent rökstutt álit (e. Reasoned Opinion) sem Íslendingar fá rúm til að svara. Sé það svar ekki tekið til greina gæti málið endað fyrir EFTA-dómstólnum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum. Meginathugasemd ESA er að þetta fæli fjármálastofnanir frá því að fjármagna lán sín í öðrum myntum en íslenskri krónu. Allsherjarbann við slíkri tengingu sé ekki réttlætanlegt og hægt sé að ná fram neytendavernd á annan máta. Stofnunin tekur fram að álitið hafi ekki áhrif á endurútreikninga gengistryggðra lána eða gjaldeyrishöft. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra efnahagsmála, segir að ESA viðurkenni hugmyndafræðina á bak við lögin. Stofnunin telji hins vegar að altækt bann gangi of langt. „Nú höfum við tvo mánuði til að bregðast við, rökstyðja lögin og eftir atvikum taka til varna eða boða viðbrögð sem þyrfti að grípa til." Hann vill ekki fara mikið út í það hvaða breytingar þetta hefði í för með sér, yrði Ísland að fara eftir álitinu. „Það kann að vera að við þyrftum að gera einhverjar breytingar og aðgreina betur einstaklinga og lögaðila, en ég vil ekki fara mikið út í það." Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segist mjög ósammála túlkun ESA. Hann segir bannið á engan hátt snúa að fjármagnsflutningum á milli landa. „Þetta fjallar einfaldlega um hvort tengja megi verðgildi íslensku krónunnar við aðra gjaldmiðla." Hann býst því ekki við að þetta hafi mikil áhrif hér á landi. Bréfið frá ESA er svokölluð formleg athugasemd (e. Letter of Formal Notice). Sé stofnunin ósátt við svarbréf Íslendinga getur hún sent rökstutt álit (e. Reasoned Opinion) sem Íslendingar fá rúm til að svara. Sé það svar ekki tekið til greina gæti málið endað fyrir EFTA-dómstólnum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira