Grænn apríl, maí, júní, júlí... 23. apríl 2012 11:00 Menn sem byggt hafa þau ríki jarðar sem kölluð eru þróuð síðustu áratugi hafa tekið margfalt meiri toll af gæðum jarðar en bæði forfeður þeirra og -mæður og íbúar annarra hluta jarðarinnar. Staðan er þegar orðin þannig að hver kynslóð gengur verulega á umhverfið og skilar því til muna verr á sig komnu til næstu kynslóðar. Það er því ekki bara tímabært heldur hrein nauðsyn að snúa þessari þróun við. Gríðarleg neysla hefur sett mark sitt á líf á vesturlöndum undanfarna áratugi, neysla sem veldur mengun á lofti, jörð og vatni. Íbúar þessara landa verða því að staldra við og endurskoða fjölmarga þætti í daglegum venjum sínum. Íslendingar hafa lengi haldið í þá trú að þeir lifi í mikilli sátt við náttúruna og rétt er það að hér mengum við ekki eins mikið og annars staðar með húshitun og vatnsskortur er hér afar fátíður. Rannsóknir sýna hins vegar fram á að Íslendingar eru með neyslufrekustu þjóðum heims. Þrátt fyrir að mörgu leyti góð skilyrði þá skilur hver Íslendingur eftir sig dýpri vistspor en flestir aðrir íbúar heims. Margt kemur til en hugtakið neysla nær yfir stóran hluta. Þekkt er að einkabílafloti landsmanna er meiri en víðast hvar. Vissulega er erfiðara að byggja upp almenningssamgöngur hjá fámennri þjóð í stóru landi en þar sem fólk er fleira og býr þéttar. Engu að síður verður að auka möguleika í almenningssamgöngum jafnhliða því að halda á spöðunum varðandi þróun á eldsneyti sem skaðar umhverfið minna en það sem nú er notað af nærri öllum bílaflotanum. Það má draga ýmsar ályktanir af heimilissorpi. Er þar mögulega að finna eitthvað sem betur hefði verið ókeypt? Er til dæmis keyptur of mikill matur til heimilisins? Tölur um hlutfall matvæla sem fleygt er á vesturlöndum eru geigvænlegar. Ljóst er að því meiri nýtni sem ástunduð er, ekki bara í mat heldur einnig fatnaði, húsbúnaði öllum, því minni vistspor. Þar gefur yfirleitt líka að líta mikið magn af umbúðum. Meðan neytendur láta bjóða sér að bera allar þessar umbúðir heim úr verslunum munu framleiðendur og seljendur varnings auðvitað halda áfram að bjóða þær. Hins vegar má draga úr sóuninni sem því að flokka sorp en umbúðir eru sem betur fer mjög oft úr endurvinnanlegum efnum, pappír og plasti. Með átakinu Grænum apríl er sjónum almennings beint að umhverfismálum á breiðum grundvelli. Það er afar mikilvægt og þakkarvert að benda á alla mögulega þætti, stóra sem smáa, sem hver og einn hefur í sínu valdi að breyta og skilja með því eftir sig minni vistspor. Vissulega vega margvíslegar ákvarðanir stjórnvalda um umhverfismál þungt. Umhverfisspillingarþróuninni verður hins vegar ekki snúið nema með viðhorfsbyltingu. Margt bendir til að sú bylting sé hafin og hún verður að leiða til þess að ekki aðeins apríl verði grænn heldur allir hinir mánuðirnir líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Menn sem byggt hafa þau ríki jarðar sem kölluð eru þróuð síðustu áratugi hafa tekið margfalt meiri toll af gæðum jarðar en bæði forfeður þeirra og -mæður og íbúar annarra hluta jarðarinnar. Staðan er þegar orðin þannig að hver kynslóð gengur verulega á umhverfið og skilar því til muna verr á sig komnu til næstu kynslóðar. Það er því ekki bara tímabært heldur hrein nauðsyn að snúa þessari þróun við. Gríðarleg neysla hefur sett mark sitt á líf á vesturlöndum undanfarna áratugi, neysla sem veldur mengun á lofti, jörð og vatni. Íbúar þessara landa verða því að staldra við og endurskoða fjölmarga þætti í daglegum venjum sínum. Íslendingar hafa lengi haldið í þá trú að þeir lifi í mikilli sátt við náttúruna og rétt er það að hér mengum við ekki eins mikið og annars staðar með húshitun og vatnsskortur er hér afar fátíður. Rannsóknir sýna hins vegar fram á að Íslendingar eru með neyslufrekustu þjóðum heims. Þrátt fyrir að mörgu leyti góð skilyrði þá skilur hver Íslendingur eftir sig dýpri vistspor en flestir aðrir íbúar heims. Margt kemur til en hugtakið neysla nær yfir stóran hluta. Þekkt er að einkabílafloti landsmanna er meiri en víðast hvar. Vissulega er erfiðara að byggja upp almenningssamgöngur hjá fámennri þjóð í stóru landi en þar sem fólk er fleira og býr þéttar. Engu að síður verður að auka möguleika í almenningssamgöngum jafnhliða því að halda á spöðunum varðandi þróun á eldsneyti sem skaðar umhverfið minna en það sem nú er notað af nærri öllum bílaflotanum. Það má draga ýmsar ályktanir af heimilissorpi. Er þar mögulega að finna eitthvað sem betur hefði verið ókeypt? Er til dæmis keyptur of mikill matur til heimilisins? Tölur um hlutfall matvæla sem fleygt er á vesturlöndum eru geigvænlegar. Ljóst er að því meiri nýtni sem ástunduð er, ekki bara í mat heldur einnig fatnaði, húsbúnaði öllum, því minni vistspor. Þar gefur yfirleitt líka að líta mikið magn af umbúðum. Meðan neytendur láta bjóða sér að bera allar þessar umbúðir heim úr verslunum munu framleiðendur og seljendur varnings auðvitað halda áfram að bjóða þær. Hins vegar má draga úr sóuninni sem því að flokka sorp en umbúðir eru sem betur fer mjög oft úr endurvinnanlegum efnum, pappír og plasti. Með átakinu Grænum apríl er sjónum almennings beint að umhverfismálum á breiðum grundvelli. Það er afar mikilvægt og þakkarvert að benda á alla mögulega þætti, stóra sem smáa, sem hver og einn hefur í sínu valdi að breyta og skilja með því eftir sig minni vistspor. Vissulega vega margvíslegar ákvarðanir stjórnvalda um umhverfismál þungt. Umhverfisspillingarþróuninni verður hins vegar ekki snúið nema með viðhorfsbyltingu. Margt bendir til að sú bylting sé hafin og hún verður að leiða til þess að ekki aðeins apríl verði grænn heldur allir hinir mánuðirnir líka.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun