Gengjastríð í Breiðholti í nýrri þáttaröð af Pressu 20. apríl 2012 11:00 Óskar Jónason er að hefja tökur á þriðju seríunni um blaðakonuna Láru í Pressu 3 en serían fer í loftið í haust. „Ég held að það sé tengingin við raunveruleikann sem útskýrir vinsældir seríunnar hjá áhorfendum," segir leikstjórinn Óskar Jónasson sem þessa dagana undirbýr tökur á þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Pressu. Pressa 3 er væntanleg í loftið í haust á Stöð 2 og er Óskar þessa dagana á fullu við æfingar en tökur hefjast í byrjun maí. „Þetta verður mikil keyrsla en tökur standa yfir í sex vikur. Sem er í raun lítill tími ef maður hugsar til þess að við erum að taka upp efni sem jafngildir þremur kvikmyndum," segir Óskar, en nýja serían samanstendur af sex þáttum. Leikarahópurinn verður sá hinn sami og í fyrri seríum en meðal leikara eru þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachman. Óskar skrifar handritið í samstarfi við Sigurjón Kjartansson, Margréti Örnólfsdóttur og Jóhann Ævar Grímsson. Serían er framleidd af Saga Film. Blaðið Pósturinn verður áfram sögusviðið en að þessu sinni er söguhetjan Lára komin með mikinn leiða á starfi sínu sem blaðamaður þar og farin að svipast um eftir einhverju öðru að gera. Tökuliðið er að koma sér fyrir í fyrrum höfuðstöðvum DV í Brautarholti þar sem tökurnar fara fram. Söguþráðurinn að þessu sinni er gengjastríð í Breiðholti og árásir á innflytjendur. „Við höfum alltaf reynt að tengja glæpamálin í seríunni við mál sem áhorfandinn kannast við. Það gerir seríuna trúverðugri," segir Óskar en mikið er lagt upp úr því. „Við förum bæði í vettvangskannanir hjá lögreglunni og hjá ritstjórnum til að fá innsýn inn í þessar starfsstéttir. Oft gerast samt hlutir í raunveruleikanum sem við getum ómögulega endurgert í sjónvarpinu því þeir eru einfaldlega of skrýtnir."Sara Dögg Ásgeirsdóttir snýr aftur sem blaðakonan Lára.Með þriðju seríuna í bígerð er Pressa, með blaðakonunni Láru í fararbroddi, orðin ansi langlíf á skjám landsmanna. Óskar hefur ákveðnar skýringar á því. „Serían höfðar til marga sem skilja hvernig það er að blanda saman atvinnu og fjölskyldulífi, en við reynum að tengja þetta tvennt saman. Það að það sé pressa á öllum vígstöðvum er íslenskur veruleiki. Söguþráðurinn að þessu sinni fléttast í kringum eitt einstakt glæpamál í stað marga," segir Óskar og bætir við að Pressa 3 endi að þessu sinni með sprengingu. „Það er engin kjarnorkusprenging kannski en á eftir að koma mörgum áhorfendum á óvart." alfrun@frettabladid.is Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
„Ég held að það sé tengingin við raunveruleikann sem útskýrir vinsældir seríunnar hjá áhorfendum," segir leikstjórinn Óskar Jónasson sem þessa dagana undirbýr tökur á þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Pressu. Pressa 3 er væntanleg í loftið í haust á Stöð 2 og er Óskar þessa dagana á fullu við æfingar en tökur hefjast í byrjun maí. „Þetta verður mikil keyrsla en tökur standa yfir í sex vikur. Sem er í raun lítill tími ef maður hugsar til þess að við erum að taka upp efni sem jafngildir þremur kvikmyndum," segir Óskar, en nýja serían samanstendur af sex þáttum. Leikarahópurinn verður sá hinn sami og í fyrri seríum en meðal leikara eru þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachman. Óskar skrifar handritið í samstarfi við Sigurjón Kjartansson, Margréti Örnólfsdóttur og Jóhann Ævar Grímsson. Serían er framleidd af Saga Film. Blaðið Pósturinn verður áfram sögusviðið en að þessu sinni er söguhetjan Lára komin með mikinn leiða á starfi sínu sem blaðamaður þar og farin að svipast um eftir einhverju öðru að gera. Tökuliðið er að koma sér fyrir í fyrrum höfuðstöðvum DV í Brautarholti þar sem tökurnar fara fram. Söguþráðurinn að þessu sinni er gengjastríð í Breiðholti og árásir á innflytjendur. „Við höfum alltaf reynt að tengja glæpamálin í seríunni við mál sem áhorfandinn kannast við. Það gerir seríuna trúverðugri," segir Óskar en mikið er lagt upp úr því. „Við förum bæði í vettvangskannanir hjá lögreglunni og hjá ritstjórnum til að fá innsýn inn í þessar starfsstéttir. Oft gerast samt hlutir í raunveruleikanum sem við getum ómögulega endurgert í sjónvarpinu því þeir eru einfaldlega of skrýtnir."Sara Dögg Ásgeirsdóttir snýr aftur sem blaðakonan Lára.Með þriðju seríuna í bígerð er Pressa, með blaðakonunni Láru í fararbroddi, orðin ansi langlíf á skjám landsmanna. Óskar hefur ákveðnar skýringar á því. „Serían höfðar til marga sem skilja hvernig það er að blanda saman atvinnu og fjölskyldulífi, en við reynum að tengja þetta tvennt saman. Það að það sé pressa á öllum vígstöðvum er íslenskur veruleiki. Söguþráðurinn að þessu sinni fléttast í kringum eitt einstakt glæpamál í stað marga," segir Óskar og bætir við að Pressa 3 endi að þessu sinni með sprengingu. „Það er engin kjarnorkusprenging kannski en á eftir að koma mörgum áhorfendum á óvart." alfrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira