Nú veit ég hvar ég kaupi næstu gjöf 19. apríl 2012 11:00 Klukka sem er líka myndaalbúm. Verslunin Minja á Skólavörðustíg hefur verið starfandi síðastliðin þrjú ár við miklar vinsældir, en hún selur vandaða hönnunar- og gjafavöru. Örn Svavarsson eigandi hennar segir hugmyndina að versluninni hafa fæðst fyrir nokkrum árum þegar hann bjó erlendis og sá að falleg hönnunarvara þurfti ekki endilega að kosta svo mikið. „Það er mjög algengt að fólk komi til að kaupa gjafir en endi á að ákveða að kaupa líka fyrir sig. Þetta er á svo góðu verði," segir Örn og hlær.Hönnun á viðráðanlegu verði „Engin vandi er að fylla búð af flottum munum, en mikið af hönnunarvöru er rosalega dýr. Kúnstin er að finna vöru sem er falleg og öðruvísi á viðráðanlegu verði en samt með hagnýtt gildi. Best er ef varan er þannig gerð að hún komi manni í gott skap í leiðinni." Minja er með vörur frá nokkrum íslenskum hönnuðum en eftir hrun hefur íslensk hönnun sótt í sig veðrið og mikið af fólki farið að búa til mjög vandaða hluti sem vakið hafa athygli og eru vinsælir. „Einnig erum við með vörur frá nútímalistasafninu í New york en þeir framleiða sína eigin vörulínu. Um er að ræða flotta nytjagripi. Svo erum við með þekktu dýralampana frá Heico; kanínulampa, fugla og fleira." Gjafakort og veggskreytingarInnan í Minju á skólavörðustíg 12„Kort í dag eru alla jafna frekar dýr og oftar en ekki með forprentuðum texta sem ég er ekki hrifinn af. Við erum með mikið úrval vandaðra og litríkra korta á mjög skaplegu verði og þeim fylgja umslög í ótal litum. Þetta eru einstaklega falleg kort sem segja litlar sögur og koma manni í gott skap." Nýjasta varan hjá Minju eru veggskreytingalímmiðar. „Þetta eru bæði stórar og litlar myndir af blómum, dýrum, náttúrustemningu, borgarmyndum, þekktum teiknimyndapersónum og fleiru sem hentar vel í stofuna, barnaherbergið eða á hvaða vegg sem er innan heimilisins." Vaxandi áhugiNýtt nef í hverjum sopa! PartýglösÖrn segir að viðbrögðin við versluninni hafi verið rosalega góð frá upphafi. Fólk komi mikið á föstudögum og laugardögum og versli tækifærisgjafir. „Svo njótum við góðs af sífellt auknum ferðamannastraumi hér á Skólavörðutígnum. Þegar fólk kemur inn í verslunina okkar er algengt að það segi: Nú veit ég hvar ég kaupi næstu gjöf,“ segir Örn sýnilega hress með að þetta hugarfóstur hans nái svona vel til fólks. Hann bendir áhugasömum á Facebook-síðu Minju og vef Minju, minja.is þar sem hægt er að skoða vörur og versla í netversluninni. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Verslunin Minja á Skólavörðustíg hefur verið starfandi síðastliðin þrjú ár við miklar vinsældir, en hún selur vandaða hönnunar- og gjafavöru. Örn Svavarsson eigandi hennar segir hugmyndina að versluninni hafa fæðst fyrir nokkrum árum þegar hann bjó erlendis og sá að falleg hönnunarvara þurfti ekki endilega að kosta svo mikið. „Það er mjög algengt að fólk komi til að kaupa gjafir en endi á að ákveða að kaupa líka fyrir sig. Þetta er á svo góðu verði," segir Örn og hlær.Hönnun á viðráðanlegu verði „Engin vandi er að fylla búð af flottum munum, en mikið af hönnunarvöru er rosalega dýr. Kúnstin er að finna vöru sem er falleg og öðruvísi á viðráðanlegu verði en samt með hagnýtt gildi. Best er ef varan er þannig gerð að hún komi manni í gott skap í leiðinni." Minja er með vörur frá nokkrum íslenskum hönnuðum en eftir hrun hefur íslensk hönnun sótt í sig veðrið og mikið af fólki farið að búa til mjög vandaða hluti sem vakið hafa athygli og eru vinsælir. „Einnig erum við með vörur frá nútímalistasafninu í New york en þeir framleiða sína eigin vörulínu. Um er að ræða flotta nytjagripi. Svo erum við með þekktu dýralampana frá Heico; kanínulampa, fugla og fleira." Gjafakort og veggskreytingarInnan í Minju á skólavörðustíg 12„Kort í dag eru alla jafna frekar dýr og oftar en ekki með forprentuðum texta sem ég er ekki hrifinn af. Við erum með mikið úrval vandaðra og litríkra korta á mjög skaplegu verði og þeim fylgja umslög í ótal litum. Þetta eru einstaklega falleg kort sem segja litlar sögur og koma manni í gott skap." Nýjasta varan hjá Minju eru veggskreytingalímmiðar. „Þetta eru bæði stórar og litlar myndir af blómum, dýrum, náttúrustemningu, borgarmyndum, þekktum teiknimyndapersónum og fleiru sem hentar vel í stofuna, barnaherbergið eða á hvaða vegg sem er innan heimilisins." Vaxandi áhugiNýtt nef í hverjum sopa! PartýglösÖrn segir að viðbrögðin við versluninni hafi verið rosalega góð frá upphafi. Fólk komi mikið á föstudögum og laugardögum og versli tækifærisgjafir. „Svo njótum við góðs af sífellt auknum ferðamannastraumi hér á Skólavörðutígnum. Þegar fólk kemur inn í verslunina okkar er algengt að það segi: Nú veit ég hvar ég kaupi næstu gjöf,“ segir Örn sýnilega hress með að þetta hugarfóstur hans nái svona vel til fólks. Hann bendir áhugasömum á Facebook-síðu Minju og vef Minju, minja.is þar sem hægt er að skoða vörur og versla í netversluninni.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira