Rokkaður gospelblús Trausti Júlíusson skrifar 18. apríl 2012 21:00 Blússveit Þollýjar. My Dying Bed. Tónlist. Blússveit Þollýjar. My Dying Bed. Blússveit Þóllýjar er skipuð söngkonunni Þollý Rósmunds, gítarleikaranum Magnúsi Axel Hansen, Benjamín Inga Böðvarssyni trommuleikara og bassaleikaranum Jonna Richter. Sveitin var stofnuð eftir að Þollý og Magnús hittust í fjallgönguferð árið 2003 þar sem mikið var sungið. Fram að því hafði Þollý verið að syngja djass, gospel og blús, en Magnús verið í rokkhljómsveitum. Útkoman úr þeirra samstarfi varð kraftmikill og rokkaður blús með trúarlegum textum og það er sú tónlist sem heyra má á þessari fystu plötu hljómsveitarinnar. Það eru þrettán lög á My Dying Bed, þrjú þeirra eru eftir meðlimi sveitarinnar en tíu eru blússlagarar sóttir í smiðju flytjenda á borð við Staple Singers, T-Bone Walker og Fred McDowell. Þetta er vitanlega tónlist sem er rígföst í hefðunum, en samt kemur í gegn að þeir Magnús gítarleikari og Jonni bassaleikari eru gamlir þungarokkshundar. Þeir láta báðir ljós sitt skína. Magnús gefur vel inn í riffum og sólóum og Jonni sýnir góð tilþrif, t.d. í laginu Born Again sem er eftir Þollýju sjálfa. Á heildina litið er þetta ágæt plata sem ætti að höfða bæði til rokkhunda og blúsgeggjara. Niðurstaða: Hrá og góð blanda af rokki og blús. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Blússveit Þollýjar. My Dying Bed. Blússveit Þóllýjar er skipuð söngkonunni Þollý Rósmunds, gítarleikaranum Magnúsi Axel Hansen, Benjamín Inga Böðvarssyni trommuleikara og bassaleikaranum Jonna Richter. Sveitin var stofnuð eftir að Þollý og Magnús hittust í fjallgönguferð árið 2003 þar sem mikið var sungið. Fram að því hafði Þollý verið að syngja djass, gospel og blús, en Magnús verið í rokkhljómsveitum. Útkoman úr þeirra samstarfi varð kraftmikill og rokkaður blús með trúarlegum textum og það er sú tónlist sem heyra má á þessari fystu plötu hljómsveitarinnar. Það eru þrettán lög á My Dying Bed, þrjú þeirra eru eftir meðlimi sveitarinnar en tíu eru blússlagarar sóttir í smiðju flytjenda á borð við Staple Singers, T-Bone Walker og Fred McDowell. Þetta er vitanlega tónlist sem er rígföst í hefðunum, en samt kemur í gegn að þeir Magnús gítarleikari og Jonni bassaleikari eru gamlir þungarokkshundar. Þeir láta báðir ljós sitt skína. Magnús gefur vel inn í riffum og sólóum og Jonni sýnir góð tilþrif, t.d. í laginu Born Again sem er eftir Þollýju sjálfa. Á heildina litið er þetta ágæt plata sem ætti að höfða bæði til rokkhunda og blúsgeggjara. Niðurstaða: Hrá og góð blanda af rokki og blús.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira