Kirkjan er ekki fórnarlamb Steinunn Stefánsdóttir skrifar 14. apríl 2012 06:00 Þjóðkirkjan á Íslandi hefur sætt meiri gagnrýni undanfarin ár en áður hefur tíðkast. Á því eru ýmsar skýringar. Meðal annars vegna þess að hér er nú ástunduð gagnrýnin umræða í meira mæli en fyrir nokkrum áratugum. Þar er ekkert undanskilið, ekki heldur kirkjan eða forsetinn svo dæmi séu tekin af stofnunum samfélagsins sem lengi þóttu hafnar yfir gagnrýni. Í íslensku samfélagi ríkir nú mun meiri fjölbreytileiki en áður af ýmsum ástæðum. Menntunarstig þjóðarinnar hefur aukist, fleiri hafa dvalið langdvölum erlendis og kynnst nýjum hugmyndum. Fólk hefur flutt til Íslands hvaðanæva að með margbreytilega menningu í farteskinu. Þessi þróun hefur svo sannarlega verið íslensku samfélagi til góðs. Um það hljóta flestir að vera sammála sem muna einsleitnina sem hér ríkti allar götur fram um 1980. Þjóðkirkjan hefur ekki sömu sjálfgefnu stöðu í lífi fólks og hún hafði áður. Þá stöðu mun hún heldur ekki endurheimta. Til þess er samfélagið of breytt. Þetta á þó á engan hátt að þýða endalok kirkjunnar. Þvert á móti felast tækifæri í þessum breytingum. Hvernig sem skipast um stjórnsýslulega stöðu íslensku þjóðkirkjunnar er ólíklegt annað en að hún muni skipa höfuðsess í trúarlífi og hefðum þjóðarinnar áfram um góða hríð. Kirkjan og kirkjulegar athafnir eru verulegur þáttur í lífi fólks og partur af menningu þjóðarinnar. Engu að síður er það svo að til viðbótar við breytta stöðu kirkjunnar hafa kynferðisbrot og viðbrögð, eða öllu heldur viðbragðaleysi við þeim, gert að verkum að margir telja sig ekki eiga sömu samleið með kirkjunni og áður og vegna þess að við búum í frjálsu samfélagi þá á fólk þess kost að yfirgefa kirkjuna og finna trúarlífi sínu annan farveg, nú eða engan farveg. Kirkjan verður að hlusta á þessa gagnrýni, mæta með kærleika og nýta hana til uppbyggingar fremur en að skella við henni skollaeyrum, jafnvel þótt hún geti að mati kirkjunnar manna verið óvægin. Fórnarlambsvæðing er ekki heldur vænleg til árangurs. Það er til dæmis fjarstæða að halda því fram að ástundaður sé skefjalaus áróður gegn kirkjunni, kristnum sið og trúarhefðum í íslensku samfélagi eins og biskup kaus að fagna upprisunni með því að gera. Eða að halda því fram að íslenskir unglingar megi þola andróður og svívirðingar frá umhverfinu fyrir það að fermast. Vissulega hefur lengi verið rætt um að heppilegra væri að unglingar væru eldri þegar þeir fermdust, auk þess sem veraldlegt tilstand kringum fermingar hefur verið gagnrýnt. Hitt blasir þó við að langflestir Íslendingar fagna á hverju vori af heilum hug fermingu með nákomnum unglingi. Eins og biskup benti á í páskadagspredikun sinni þá heldur stór hluti þjóðarinnar tryggð við hinn kristna sið, mikill meirihluti hennar raunar, svo því sé til haga haldið. Það er því alger óþarfi að gera íslensku þjóðkirkjuna að fórnarlambi í umræðunni. Þess gerist ekki þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Þjóðkirkjan á Íslandi hefur sætt meiri gagnrýni undanfarin ár en áður hefur tíðkast. Á því eru ýmsar skýringar. Meðal annars vegna þess að hér er nú ástunduð gagnrýnin umræða í meira mæli en fyrir nokkrum áratugum. Þar er ekkert undanskilið, ekki heldur kirkjan eða forsetinn svo dæmi séu tekin af stofnunum samfélagsins sem lengi þóttu hafnar yfir gagnrýni. Í íslensku samfélagi ríkir nú mun meiri fjölbreytileiki en áður af ýmsum ástæðum. Menntunarstig þjóðarinnar hefur aukist, fleiri hafa dvalið langdvölum erlendis og kynnst nýjum hugmyndum. Fólk hefur flutt til Íslands hvaðanæva að með margbreytilega menningu í farteskinu. Þessi þróun hefur svo sannarlega verið íslensku samfélagi til góðs. Um það hljóta flestir að vera sammála sem muna einsleitnina sem hér ríkti allar götur fram um 1980. Þjóðkirkjan hefur ekki sömu sjálfgefnu stöðu í lífi fólks og hún hafði áður. Þá stöðu mun hún heldur ekki endurheimta. Til þess er samfélagið of breytt. Þetta á þó á engan hátt að þýða endalok kirkjunnar. Þvert á móti felast tækifæri í þessum breytingum. Hvernig sem skipast um stjórnsýslulega stöðu íslensku þjóðkirkjunnar er ólíklegt annað en að hún muni skipa höfuðsess í trúarlífi og hefðum þjóðarinnar áfram um góða hríð. Kirkjan og kirkjulegar athafnir eru verulegur þáttur í lífi fólks og partur af menningu þjóðarinnar. Engu að síður er það svo að til viðbótar við breytta stöðu kirkjunnar hafa kynferðisbrot og viðbrögð, eða öllu heldur viðbragðaleysi við þeim, gert að verkum að margir telja sig ekki eiga sömu samleið með kirkjunni og áður og vegna þess að við búum í frjálsu samfélagi þá á fólk þess kost að yfirgefa kirkjuna og finna trúarlífi sínu annan farveg, nú eða engan farveg. Kirkjan verður að hlusta á þessa gagnrýni, mæta með kærleika og nýta hana til uppbyggingar fremur en að skella við henni skollaeyrum, jafnvel þótt hún geti að mati kirkjunnar manna verið óvægin. Fórnarlambsvæðing er ekki heldur vænleg til árangurs. Það er til dæmis fjarstæða að halda því fram að ástundaður sé skefjalaus áróður gegn kirkjunni, kristnum sið og trúarhefðum í íslensku samfélagi eins og biskup kaus að fagna upprisunni með því að gera. Eða að halda því fram að íslenskir unglingar megi þola andróður og svívirðingar frá umhverfinu fyrir það að fermast. Vissulega hefur lengi verið rætt um að heppilegra væri að unglingar væru eldri þegar þeir fermdust, auk þess sem veraldlegt tilstand kringum fermingar hefur verið gagnrýnt. Hitt blasir þó við að langflestir Íslendingar fagna á hverju vori af heilum hug fermingu með nákomnum unglingi. Eins og biskup benti á í páskadagspredikun sinni þá heldur stór hluti þjóðarinnar tryggð við hinn kristna sið, mikill meirihluti hennar raunar, svo því sé til haga haldið. Það er því alger óþarfi að gera íslensku þjóðkirkjuna að fórnarlambi í umræðunni. Þess gerist ekki þörf.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun