Bara Ástþór og Þóra búin að safna nógu 11. apríl 2012 08:00 Bessastaðir Forsetabústaðurinn er umsetinn þessi dægrin. Sex manns vilja búa þar og starfa næstu fjögur árin. Þóra Arnórsdóttir og Ástþór Magnússon eru einu forsetaframbjóðendurnir sem þegar hafa safnað þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem þarf til að framboðið teljist gilt. Hinir eru mislangt komnir með söfnunina og sumir ekki einu sinni byrjaðir. Þóra lýsti því yfir á laugardaginn að hún hefði náð tilskildu marki í öllum landsfjórðungum. Þá voru þrír dagar síðan hún tilkynnti um framboð sitt. Áður en listunum er skilað til innanríkisráðuneytisins, sem þarf að gerast í síðasta lagi 25. maí, þarf að láta yfirkjörstjórnir á hverjum stað votta að þeir sem ritað hafa nafn sitt á listann séu kosningabærir. Fréttablaðið hafði samband við aðra sem lýst hafa yfir framboði til að grennslast fyrir um hvar undirskriftasöfnunin stæði. „Ég held að ég sé örugglega kominn með lágmarksfjöldann," segir Ástþór, sem er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetakosningum. Hann ætli þó að safna nokkrum til viðbótar til öryggis og listunum verði skilað fljótlega. „Sjálfboðaliðar allt í kringum landið eru að safna og eftir því sem ég best veit gengur það bara mjög vel," segir Guðný Lilja Oddsdóttir, sem starfar fyrir framboð Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors. Söfnuninni sé þó ekki lokið en markmiðið sé að ljúka henni í apríl. Jón Lárusson, lögreglumaður á Selfossi, segir söfnun sína ganga ágætlega. „Þetta er ekki komið en það styttist í það, geri ég mér vonir um." Hann segir að sér hafi eðlilega gengið best á Suðurlandi en hitt sé í vinnslu. „Fólk virðist vera með missterkar maskínur á bak við sig," segir hann. Ólafía B. Rafnsdóttir, sem starfar fyrir framboð Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, segir söfnunina þetta árið verða með svipuðu sniði og í hin skiptin þegar Ólafur hefur verið í framboði. Söfnunin gangi þó vel og standi yfir um land allt. „Ég gef mér svona þrjár til fjórar vikur í að klára þetta," segir hún. Sjötti frambjóðandinn, Hannes Bjarnason úr Skagafirði, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hann komi til landsins frá Noregi í lok mánaðar og hefji meðmælasöfnun sína þá. stigur@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir og Ástþór Magnússon eru einu forsetaframbjóðendurnir sem þegar hafa safnað þeim lágmarksfjölda meðmælenda sem þarf til að framboðið teljist gilt. Hinir eru mislangt komnir með söfnunina og sumir ekki einu sinni byrjaðir. Þóra lýsti því yfir á laugardaginn að hún hefði náð tilskildu marki í öllum landsfjórðungum. Þá voru þrír dagar síðan hún tilkynnti um framboð sitt. Áður en listunum er skilað til innanríkisráðuneytisins, sem þarf að gerast í síðasta lagi 25. maí, þarf að láta yfirkjörstjórnir á hverjum stað votta að þeir sem ritað hafa nafn sitt á listann séu kosningabærir. Fréttablaðið hafði samband við aðra sem lýst hafa yfir framboði til að grennslast fyrir um hvar undirskriftasöfnunin stæði. „Ég held að ég sé örugglega kominn með lágmarksfjöldann," segir Ástþór, sem er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetakosningum. Hann ætli þó að safna nokkrum til viðbótar til öryggis og listunum verði skilað fljótlega. „Sjálfboðaliðar allt í kringum landið eru að safna og eftir því sem ég best veit gengur það bara mjög vel," segir Guðný Lilja Oddsdóttir, sem starfar fyrir framboð Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors. Söfnuninni sé þó ekki lokið en markmiðið sé að ljúka henni í apríl. Jón Lárusson, lögreglumaður á Selfossi, segir söfnun sína ganga ágætlega. „Þetta er ekki komið en það styttist í það, geri ég mér vonir um." Hann segir að sér hafi eðlilega gengið best á Suðurlandi en hitt sé í vinnslu. „Fólk virðist vera með missterkar maskínur á bak við sig," segir hann. Ólafía B. Rafnsdóttir, sem starfar fyrir framboð Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, segir söfnunina þetta árið verða með svipuðu sniði og í hin skiptin þegar Ólafur hefur verið í framboði. Söfnunin gangi þó vel og standi yfir um land allt. „Ég gef mér svona þrjár til fjórar vikur í að klára þetta," segir hún. Sjötti frambjóðandinn, Hannes Bjarnason úr Skagafirði, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hann komi til landsins frá Noregi í lok mánaðar og hefji meðmælasöfnun sína þá. stigur@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira