Óverðtryggðu lánin hækka 11. apríl 2012 07:00 Horfur á vaxandi verðbólgu og stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðasta mánuði hafa valdið því að allir viðskiptabankarnir fjórir hafa nú hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum. Vextir óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hafa alls staðar hækkað og vextir lána með föstum vöxtum í þrjú eða fimm ár hafa hækkað hjá tveimur bönkum auk þess sem sá þriðji er líklegur til að fylgja í kjölfarið. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en viðskiptabankarnir hófu að bjóða slík lán á seinni hluta síðasta árs. Hafa lánin notið talsverðra vinsælda og hefur meirihluti lántakenda hjá bönkunum valið að taka óverðtryggð lán frá því að þau komu á markað. Íbúðalánasjóður hefur hins vegar enn ekki hafið að bjóða upp á óverðtryggð lán en sjóðurinn áformar að gera það frá og með næsta hausti. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi hjá Arion banka, aðspurður um ástæður hækkunarinnar. „En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán. Þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti," segir Haraldur Guðni. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðum lánum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á milli tímabila. Hækkanir bankanna á vöxtum óverðtryggðu lánanna nú eru því væntanlega einungis fyrsta dæmið um slíka sveiflu en vaxtahækkanir bankanna munu hafa bein áhrif á það sem skuldarar með óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum greiða um næstu mánaðamót. Vegna aukinna vinsælda óverðtryggðu lánanna má gera ráð fyrir að áhrifamáttur peningastefnu Seðlabankans aukist. Seðlabankinn hefur bent á að verðtryggðu jafngreiðslulánin, sem enn eru langútbreiddasta fasteignalánaformið, veiti skuldurum að nokkru leyti meira skjól fyrir áhrifum stýrivaxtahækkana en ella, að minnsta kosti til skemmri tíma. - mþl Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Horfur á vaxandi verðbólgu og stýrivaxtahækkun Seðlabankans í síðasta mánuði hafa valdið því að allir viðskiptabankarnir fjórir hafa nú hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum. Vextir óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hafa alls staðar hækkað og vextir lána með föstum vöxtum í þrjú eða fimm ár hafa hækkað hjá tveimur bönkum auk þess sem sá þriðji er líklegur til að fylgja í kjölfarið. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en viðskiptabankarnir hófu að bjóða slík lán á seinni hluta síðasta árs. Hafa lánin notið talsverðra vinsælda og hefur meirihluti lántakenda hjá bönkunum valið að taka óverðtryggð lán frá því að þau komu á markað. Íbúðalánasjóður hefur hins vegar enn ekki hafið að bjóða upp á óverðtryggð lán en sjóðurinn áformar að gera það frá og með næsta hausti. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi hjá Arion banka, aðspurður um ástæður hækkunarinnar. „En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán. Þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti," segir Haraldur Guðni. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðum lánum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á milli tímabila. Hækkanir bankanna á vöxtum óverðtryggðu lánanna nú eru því væntanlega einungis fyrsta dæmið um slíka sveiflu en vaxtahækkanir bankanna munu hafa bein áhrif á það sem skuldarar með óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum greiða um næstu mánaðamót. Vegna aukinna vinsælda óverðtryggðu lánanna má gera ráð fyrir að áhrifamáttur peningastefnu Seðlabankans aukist. Seðlabankinn hefur bent á að verðtryggðu jafngreiðslulánin, sem enn eru langútbreiddasta fasteignalánaformið, veiti skuldurum að nokkru leyti meira skjól fyrir áhrifum stýrivaxtahækkana en ella, að minnsta kosti til skemmri tíma. - mþl
Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira