Þeir sem ekið hafa á nagladekkjum í vetur þurfa að skipta yfir í sumar- eða heilsársdekk fyrir 15. apríl svo nú er rétti tíminn til að skipta. „Við erum með gott verð á gæðadekkjum og umfelgun," segir Arngrímur.
„Það eru fimm ár í júní síðan við tókum við þessu fyrirtæki og fyrir utan áðurnefnd gæðadekk bjóðum við flestar gerðir hjólbarða. Ekki þarf að panta tíma, menn geta komið hingað, fengið ný sumar- eða heilsársdekk og við setjum þau undir bílinn," segir hann enn fremur.
„Það vantar ekkert upp á þjónustulundina hjá okkur. Hér er þaulreynt afgreiðslufólk sem veitir upplýsingar, ráðgjöf og aðstoð undir stjórn Jóhannesar Jónssonar, sem hefur unnið í þessum geira í meira en aldarfjórðung og þekkir hann því eins og lófann á sér. Við flytjum inn hjólbarða fyrir allar gerðir bifreiða, allt frá dekkjum undir fólksbíla og upp í stór og sterk lyftaradekk sem vega hálft tonn," segir Arngrímur.

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 533-3999 eða á heimasíðu fyrirtækisins, slóðin er betragrip.is.