Misskilningur um forsetaframboð Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 10. apríl 2012 06:00 Samfélagsumræðan á það til að komast á flug á algjörlega röngum forsendum. Einhver heldur einhverju fram og án þess að fólk hafi fyrir því að kanna hvort fullyrðingin sé rétt eða röng tekur það hana upp á sína arma. Þrjú dæmi um þetta hafa komið upp í umræðum um komandi forsetakosningar. Eitt þeirra er að næsti forseti Íslands muni að lokinni setu á Bessastöðum fá eftirlaun það sem eftir er. Svona er þetta vissulega um núverandi forseta, sem fær áttatíu prósent sinna launa eftir að hann lýkur störfum, en lögunum hefur verið breytt og næsti forseti fær bara biðlaun og svo eftirlaun á sama tíma og aðrir. Þetta skiptir máli að sé á hreinu þegar helmingur núverandi frambjóðenda er undir fimmtugu og vilji stendur til að takmarka lengd setu forseta. Annað dæmi er að skoðanir forseta á Evrópusambandsaðild skipti einhverju máli. Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um málið fyrir tæpum þremur árum. Í henni segir: „að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning." Enginn flokkur vill keyra málið í gegn án þjóðaratkvæðagreiðslu þótt sumir þeirra vilji reyndar kjósa enn fyrr. Forsetinn þarf því engu hlutverki að gegna þegar aðildarsamningur er kominn á borðið. Í þriðja lagi hefur því verið haldið fram að kosningabarátta geti þurft að kosta nálægt hundrað milljónum. Vissulega kostaði framboð Ólafs Ragnars á sínum tíma rúmar níutíu milljónir á núvirði en talsverðar breytingar hafa, sem betur fer, átt sér stað síðan það var. Framboð þurfa því alls ekki að vera svona dýr, og það sem meira er, þau mega ekki verða svo dýr. Nú eru í gildi lög þar sem kveðið er á um hámarksframlög og hámarkskostnað sem koma í veg fyrir að baráttan kosti svo mikið. Það er algjört lágmark í kosningabaráttu sem á að vara í nokkra mánuði að svona staðreyndum sé haldið til haga frá upphafi og ekki reynt að afvegaleiða fólk. Almenningur mun mjög fljótt fá nóg af kosningabaráttu sem einkennist af rangfærslum og tilraunum frambjóðenda til að leiðrétta þær. Nógu langdregin getur baráttan orðið samt. Önnur ástæða þess að framboð til forseta þarf ekki að vera svo dýrt er almenn notkun netsins og samfélagsmiðla. Ástæða þess að framboð Þóru Arnórsdóttur hefur öðrum framboðum fremur hlotið athygli síðustu daga er ekki einhvers konar samtrygging fjölmiðlamanna eins og reynt hefur verið að halda fram, heldur sú staðreynd að hún og hennar fólk kann greinilega að gera fréttnæma hluti. Stuðningssíður og upplýsingagjöf skipta máli. Vefmiðlar, og aðrir fjölmiðlar í minna mæli, nota slíkar síður í fréttaöflun hvort sem okkur líkar betur eða verr. Framboð Þóru var það eina sem var með stöðuga upplýsingagjöf yfir páskahátíðina, þegar fátt annað fréttnæmt átti sér stað. Þetta var sniðugt kosningabragð. Aðrir frambjóðendur þyrftu að taka sér þetta til fyrirmyndar, ekki síst þeir sem þurfa að kynna sig enn frekar en Þóra. Frambjóðandi í nútímasamfélagi þarf að tengjast fólki á samfélagsmiðlum – þar sem flesta kjósendur er að finna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Samfélagsumræðan á það til að komast á flug á algjörlega röngum forsendum. Einhver heldur einhverju fram og án þess að fólk hafi fyrir því að kanna hvort fullyrðingin sé rétt eða röng tekur það hana upp á sína arma. Þrjú dæmi um þetta hafa komið upp í umræðum um komandi forsetakosningar. Eitt þeirra er að næsti forseti Íslands muni að lokinni setu á Bessastöðum fá eftirlaun það sem eftir er. Svona er þetta vissulega um núverandi forseta, sem fær áttatíu prósent sinna launa eftir að hann lýkur störfum, en lögunum hefur verið breytt og næsti forseti fær bara biðlaun og svo eftirlaun á sama tíma og aðrir. Þetta skiptir máli að sé á hreinu þegar helmingur núverandi frambjóðenda er undir fimmtugu og vilji stendur til að takmarka lengd setu forseta. Annað dæmi er að skoðanir forseta á Evrópusambandsaðild skipti einhverju máli. Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um málið fyrir tæpum þremur árum. Í henni segir: „að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning." Enginn flokkur vill keyra málið í gegn án þjóðaratkvæðagreiðslu þótt sumir þeirra vilji reyndar kjósa enn fyrr. Forsetinn þarf því engu hlutverki að gegna þegar aðildarsamningur er kominn á borðið. Í þriðja lagi hefur því verið haldið fram að kosningabarátta geti þurft að kosta nálægt hundrað milljónum. Vissulega kostaði framboð Ólafs Ragnars á sínum tíma rúmar níutíu milljónir á núvirði en talsverðar breytingar hafa, sem betur fer, átt sér stað síðan það var. Framboð þurfa því alls ekki að vera svona dýr, og það sem meira er, þau mega ekki verða svo dýr. Nú eru í gildi lög þar sem kveðið er á um hámarksframlög og hámarkskostnað sem koma í veg fyrir að baráttan kosti svo mikið. Það er algjört lágmark í kosningabaráttu sem á að vara í nokkra mánuði að svona staðreyndum sé haldið til haga frá upphafi og ekki reynt að afvegaleiða fólk. Almenningur mun mjög fljótt fá nóg af kosningabaráttu sem einkennist af rangfærslum og tilraunum frambjóðenda til að leiðrétta þær. Nógu langdregin getur baráttan orðið samt. Önnur ástæða þess að framboð til forseta þarf ekki að vera svo dýrt er almenn notkun netsins og samfélagsmiðla. Ástæða þess að framboð Þóru Arnórsdóttur hefur öðrum framboðum fremur hlotið athygli síðustu daga er ekki einhvers konar samtrygging fjölmiðlamanna eins og reynt hefur verið að halda fram, heldur sú staðreynd að hún og hennar fólk kann greinilega að gera fréttnæma hluti. Stuðningssíður og upplýsingagjöf skipta máli. Vefmiðlar, og aðrir fjölmiðlar í minna mæli, nota slíkar síður í fréttaöflun hvort sem okkur líkar betur eða verr. Framboð Þóru var það eina sem var með stöðuga upplýsingagjöf yfir páskahátíðina, þegar fátt annað fréttnæmt átti sér stað. Þetta var sniðugt kosningabragð. Aðrir frambjóðendur þyrftu að taka sér þetta til fyrirmyndar, ekki síst þeir sem þurfa að kynna sig enn frekar en Þóra. Frambjóðandi í nútímasamfélagi þarf að tengjast fólki á samfélagsmiðlum – þar sem flesta kjósendur er að finna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun