Masters 2012: Kveikir umdeild bók neistann hjá Tiger Woods? 4. apríl 2012 14:45 Hank Haney og Tiger Woods náðu góðum árangri á meðan þeir unnu saman. Woods sigraði á sex risamótum og yfir 30 PGA-mótum á árunum 2004-2010. Hank Haney, fyrrum þjálfari Tigers Woods, gaf út bók á dögunum þar sem hann fjallar um þann tíma sem hann var aðalþjálfari besta kylfings heims. Haney og Tiger Woods voru nánir samstarfsfélagar á árunum 2004-2010 en Haney sagði upp störfum skömmu eftir að upp komst um framhjáhald Tigers Woods í lok ársins 2009. Árangur þeirra var góður því Tiger Woods sigraði á alls sex stórmótum og 30 PGA-mótum á meðan hinn 57 ára gamli Haney var aðalþjálfari hans. Golfkennarar og þjálfarar sem starfa með atvinnukylfingum í PGA-mótaröðinni eru margir hverjir afar óánægðir með bókina hjá Haney. Þeir telja að hann hafi rofið trúnað við „skjólstæðing" sinn og það sé ekki í verkahring golfkennara að tjá sig eða skrifa um það sem gerist í einkalífi kylfinga. Haney er á öðru máli og telur sig hafa rétt á því að greina frá minningum sem hann deilir með Tiger Woods. Og það þarf ekki að segja frá því að Tiger Woods er ekkert sérstaklega ánægður með útgáfu bókarinnar. Bókin kom út föstudaginn 23. mars, þegar Woods var að keppa á öðrum keppnisdegi Arnold Palmer-meistaramótsins á Bay Hill. Það er ekki loku fyrir það skotið að Woods hafi notað útgáfu bókarinnar til þess að efla sig enn frekar fyrir mótið – því hann stóð uppi sem sigurvegari og landaði sínum fyrsta alvörutitli eftir 30 mánaða bið. Í bókinni lýsir Haney m.a. því sem gerðist hjá þeim sem voru í innsta kjarna hjá Tiger Woods. Haney segir að það hafi oft verið erfitt að fara út að borða með Tiger. „Þegar hann var búinn að borða þá var máltíðinni lokið að hans mati. Tiger var fljótur að borða, það skipti engu þótt aðrir við borðið ættu eftir að klára sitt. Í hvert sinn sem við náðum í skyndibita fyrir utan golfvöllinn þá fór ég að ná í matinn og borgaði hann líka. Tiger tók aldrei þátt í því að borga," skrifar Haney m.a. í bókinni. Englendingurinn Ian Poulter er ekki á vinalista Tigers Woods ef marka má sögu sem Haney segir frá í bókinni. Woods og Poulter voru staddir á Oakmont-vellinum á æfingahring fyrir opna bandaríska meistaramótið 2007. Woods var með einkaflugvélina til reiðu sem beið eftir honum á meðan hann kláraði æfingahringinn. Poulter vissi af þessu og gekk hann til Tigers og spurði. „Hvernig komumst við heim?" og var að óska eftir því að Tiger myndi bjóða honum far en þeir voru nágrannar í Orlando á þessum tíma. Tiger tók fálega í ósk Poulters sem gafst ekki upp og birtist á flugvellinum og beið eftir því að fá far með vélinni. Ætlunarverkið tókst og á meðan þeir voru í fluginu sendi Tiger Woods sms-skilaboð á Haney. Þar stóð: „Ég trúi því varla að þessi h...viti hafi grenjað út far."Spilar upp á armbeygjur í stað peninga Árstekjur Tigers Woods undanfarinn áratug eða svo hafa verið um 100 milljónir dollara eða sem nemur 12-13 milljörðum kr. Það er því ekki mikil hvatning fyrir Tiger Woods að spila upp á peninga á golfvellinum og samkvæmt bók Haney þá veðjaði hann um armbeygjur í stað peninga. Það var mjög algengt að Woods veðjaði um 150 armbeygjur fyrir hvert högg sem munaði í keppninni. „Eitt sinn þurfti Woods að taka 600 armbeygjur til þess að gera upp veðmál á Isleworth-vellinum," segir í bók Haney.Engin fagnaðarlæti eða veislur Elin Nordgren, fyrrverandi eiginkona Tigers Woods, var „au pair" hjá sænska kylfingnum Jesper Parnevik þegar þau kynntust. Elin var vön því að upplifa mikil veisluhöld á heimili Parneviks í þau skipti sem hann sigraði á PGA-golfmóti. Parnevik hefur fram til þessa sigrað á 5 PGA-mótum og er ekki líklegur til þess að bæta við fleiri slíkum titlum í safnið. Samkvæmt bók Haney vildi Elin halda upp á sigra Tigers Woods með svipuðum hætti en það kom ekki til greina. Elin mátti ekki sýna nein viðbrögð úti á golfvellinum í þau skipti sem hún var viðstödd þegar Tiger Woods fagnaði sigri. Að hans mati átti það ekki að koma henni á óvart að hann myndi sigra – slíkt væri venja frekar en undantekning. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hank Haney, fyrrum þjálfari Tigers Woods, gaf út bók á dögunum þar sem hann fjallar um þann tíma sem hann var aðalþjálfari besta kylfings heims. Haney og Tiger Woods voru nánir samstarfsfélagar á árunum 2004-2010 en Haney sagði upp störfum skömmu eftir að upp komst um framhjáhald Tigers Woods í lok ársins 2009. Árangur þeirra var góður því Tiger Woods sigraði á alls sex stórmótum og 30 PGA-mótum á meðan hinn 57 ára gamli Haney var aðalþjálfari hans. Golfkennarar og þjálfarar sem starfa með atvinnukylfingum í PGA-mótaröðinni eru margir hverjir afar óánægðir með bókina hjá Haney. Þeir telja að hann hafi rofið trúnað við „skjólstæðing" sinn og það sé ekki í verkahring golfkennara að tjá sig eða skrifa um það sem gerist í einkalífi kylfinga. Haney er á öðru máli og telur sig hafa rétt á því að greina frá minningum sem hann deilir með Tiger Woods. Og það þarf ekki að segja frá því að Tiger Woods er ekkert sérstaklega ánægður með útgáfu bókarinnar. Bókin kom út föstudaginn 23. mars, þegar Woods var að keppa á öðrum keppnisdegi Arnold Palmer-meistaramótsins á Bay Hill. Það er ekki loku fyrir það skotið að Woods hafi notað útgáfu bókarinnar til þess að efla sig enn frekar fyrir mótið – því hann stóð uppi sem sigurvegari og landaði sínum fyrsta alvörutitli eftir 30 mánaða bið. Í bókinni lýsir Haney m.a. því sem gerðist hjá þeim sem voru í innsta kjarna hjá Tiger Woods. Haney segir að það hafi oft verið erfitt að fara út að borða með Tiger. „Þegar hann var búinn að borða þá var máltíðinni lokið að hans mati. Tiger var fljótur að borða, það skipti engu þótt aðrir við borðið ættu eftir að klára sitt. Í hvert sinn sem við náðum í skyndibita fyrir utan golfvöllinn þá fór ég að ná í matinn og borgaði hann líka. Tiger tók aldrei þátt í því að borga," skrifar Haney m.a. í bókinni. Englendingurinn Ian Poulter er ekki á vinalista Tigers Woods ef marka má sögu sem Haney segir frá í bókinni. Woods og Poulter voru staddir á Oakmont-vellinum á æfingahring fyrir opna bandaríska meistaramótið 2007. Woods var með einkaflugvélina til reiðu sem beið eftir honum á meðan hann kláraði æfingahringinn. Poulter vissi af þessu og gekk hann til Tigers og spurði. „Hvernig komumst við heim?" og var að óska eftir því að Tiger myndi bjóða honum far en þeir voru nágrannar í Orlando á þessum tíma. Tiger tók fálega í ósk Poulters sem gafst ekki upp og birtist á flugvellinum og beið eftir því að fá far með vélinni. Ætlunarverkið tókst og á meðan þeir voru í fluginu sendi Tiger Woods sms-skilaboð á Haney. Þar stóð: „Ég trúi því varla að þessi h...viti hafi grenjað út far."Spilar upp á armbeygjur í stað peninga Árstekjur Tigers Woods undanfarinn áratug eða svo hafa verið um 100 milljónir dollara eða sem nemur 12-13 milljörðum kr. Það er því ekki mikil hvatning fyrir Tiger Woods að spila upp á peninga á golfvellinum og samkvæmt bók Haney þá veðjaði hann um armbeygjur í stað peninga. Það var mjög algengt að Woods veðjaði um 150 armbeygjur fyrir hvert högg sem munaði í keppninni. „Eitt sinn þurfti Woods að taka 600 armbeygjur til þess að gera upp veðmál á Isleworth-vellinum," segir í bók Haney.Engin fagnaðarlæti eða veislur Elin Nordgren, fyrrverandi eiginkona Tigers Woods, var „au pair" hjá sænska kylfingnum Jesper Parnevik þegar þau kynntust. Elin var vön því að upplifa mikil veisluhöld á heimili Parneviks í þau skipti sem hann sigraði á PGA-golfmóti. Parnevik hefur fram til þessa sigrað á 5 PGA-mótum og er ekki líklegur til þess að bæta við fleiri slíkum titlum í safnið. Samkvæmt bók Haney vildi Elin halda upp á sigra Tigers Woods með svipuðum hætti en það kom ekki til greina. Elin mátti ekki sýna nein viðbrögð úti á golfvellinum í þau skipti sem hún var viðstödd þegar Tiger Woods fagnaði sigri. Að hans mati átti það ekki að koma henni á óvart að hann myndi sigra – slíkt væri venja frekar en undantekning.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira