Aldraðir 37 prósent greiðenda auðlegðarskatts 30. mars 2012 07:00 Helgi Hjörvar Alls 37% þeirra sem greiða auðlegðarskatt eru yfir 65 ára aldri. Þá er rúmur fimmtungur greiðenda yfir 75 ára aldri. Einungis 11% eru undir 45 ára aldri. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um auðlegðarskattinn í Hörpu í gær. Auðlegðarskattur var lagður á árið 2009, tímabundið til þriggja ára. Fyrst um sinn var hann 1,25% af nettóeignum einstaklinga umfram 90 milljónir og hjóna umfram 120 milljónir. Síðan hefur skatturinn verið framlengdur um tvö ár og hækkaður í 1,5% af nettóeignum einstaklinga á bilinu 75 til 150 milljónir og 2% á eignir umfram það. Þá borga hjón 1,5% af eignum umfram 100 milljónir og 2% af eignum umfram 200 milljónir. Alls greiddu 3.817 einstaklingar auðlegðarskatt á árinu 2009 og 5.570 einstaklingar árið 2010. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, flutti erindi á fundinum og benti á að sá rökstuðningur hefði verið fyrir skattinum að þeir sem högnuðust hvað mest á eignabólunni fyrir hrun greiddu hluta ágóðans til baka. Tölur um greiðendur skattsins bentu hins vegar til þess að skatturinn legðist aðallega á eldri borgara, þar á meðal marga sem ættu fáar og jafnvel engar vaxtaberandi eignir. Í pallborðsumræðum á fundinum tóku þátt meðal annarra Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands aldraðra, og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Jóna sagði þessa skattheimtu komna út fyrir allt velsæmi á meðan Helgi Hjörvar kallaði hana sanngjarnt framlag þeirra efnuðustu á erfiðum tímum. Helgi lagði þó áherslu á að skatturinn væri neyðarbrauð sem ætti ekki að vera viðvarandi. Þá sagði hann ekki hægt að útiloka að skatturinn yrði aftur framlengdur, það færi eftir þróun stöðu ríkisfjármála.- mþl Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Alls 37% þeirra sem greiða auðlegðarskatt eru yfir 65 ára aldri. Þá er rúmur fimmtungur greiðenda yfir 75 ára aldri. Einungis 11% eru undir 45 ára aldri. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um auðlegðarskattinn í Hörpu í gær. Auðlegðarskattur var lagður á árið 2009, tímabundið til þriggja ára. Fyrst um sinn var hann 1,25% af nettóeignum einstaklinga umfram 90 milljónir og hjóna umfram 120 milljónir. Síðan hefur skatturinn verið framlengdur um tvö ár og hækkaður í 1,5% af nettóeignum einstaklinga á bilinu 75 til 150 milljónir og 2% á eignir umfram það. Þá borga hjón 1,5% af eignum umfram 100 milljónir og 2% af eignum umfram 200 milljónir. Alls greiddu 3.817 einstaklingar auðlegðarskatt á árinu 2009 og 5.570 einstaklingar árið 2010. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, flutti erindi á fundinum og benti á að sá rökstuðningur hefði verið fyrir skattinum að þeir sem högnuðust hvað mest á eignabólunni fyrir hrun greiddu hluta ágóðans til baka. Tölur um greiðendur skattsins bentu hins vegar til þess að skatturinn legðist aðallega á eldri borgara, þar á meðal marga sem ættu fáar og jafnvel engar vaxtaberandi eignir. Í pallborðsumræðum á fundinum tóku þátt meðal annarra Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands aldraðra, og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Jóna sagði þessa skattheimtu komna út fyrir allt velsæmi á meðan Helgi Hjörvar kallaði hana sanngjarnt framlag þeirra efnuðustu á erfiðum tímum. Helgi lagði þó áherslu á að skatturinn væri neyðarbrauð sem ætti ekki að vera viðvarandi. Þá sagði hann ekki hægt að útiloka að skatturinn yrði aftur framlengdur, það færi eftir þróun stöðu ríkisfjármála.- mþl
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira