Perlan verði Náttúruperlan 24. mars 2012 15:00 "NáttúruPerlan“ Hæstbjóðendur í útboði Orkuveitunnar segjast vilja styrkja stöðu Perlunnar sem viðkomustað ferðamanna. Auka á möguleikana í útivist í Öskjuhlíð. Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem verði að hluta til neðanjarðar og muni hýsa Náttúrugripasafn Íslands og aðra tengda safnastarfsemi sem tengist íslenskri náttúru. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði nýbygging undir heilsulind vestan megin við núverandi byggingu í tengslum við útilaugar sem myndu umlykja núverandi byggingar," segir í erindi Freys Frostasonar arkitekts fyrir hönd Garðars K. Vilhjálmssonar, sem fer fyrir hæstbjóðendunum. Fram kemur að nýbyggingin undir Náttúrugripasafnið eigi að vera 3.500 fermetrar norðan megin við Perluna og viðbyggingin fyrir heilsulindina 1.500 fermetrar við Perluna vestanverða. Byggingarnar eiga að vera lágreistar og falla sem best að landslaginu. Þá verði möguleiki að bæta 1.500 fermetrum við gólfflöt Perlunnar sjálfrar með þremur milliloftum. „Samkvæmt tillögunni mun núverandi hús Perlunnar nýtast sem aðkoma að heilsulind og náttúrugripasafni. Veitingaaðstaða mun einnig vera áfram á efri hæðum núverandi húss ásamt aðstöðu fyrir þjónustu og verslun fyrir ferðamenn 1. hæð," segir í erindinu. Eins og kunnugt er voru Garðar og félagar hæstbjóðendur í söluútboði Orkuveitunnar með 1.688,8 milljóna króna tilboð. Orkuveitan gaf þeim frest til 31. mars til að gera hagkvæmniathugun sem meðal annars felur í sér aukið byggingarmagn og breytta lóðarnýtingu við Perluna. Aðeins vika er þar til fresturinn rennur út. Skipulagsráð borgarinnar fundar í næstu viku og tekur þá væntanlega fyrirspurn Garðars fyrir. Alls óvíst er að hún fái jákvæðar undirtekir strax í fyrstu umferð. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að engin beiðni hafi borist frá hæstbjóðanda um að fresturinn verði framlengdur. „Ég held að það sé ekkert útilokað en stjórn Orkuveitunnar mun væntanlega taka ákvörðun um framhaldið þegar fresturinn er úti. Þangað til er boltinn hjá hæstbjóðanda," svarar Eiríkur aðspurður hvort til greina komi að lengja frestinn. gar@frettabladid.isMynd/THG arkitekta Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orkuveitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem verði að hluta til neðanjarðar og muni hýsa Náttúrugripasafn Íslands og aðra tengda safnastarfsemi sem tengist íslenskri náttúru. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði nýbygging undir heilsulind vestan megin við núverandi byggingu í tengslum við útilaugar sem myndu umlykja núverandi byggingar," segir í erindi Freys Frostasonar arkitekts fyrir hönd Garðars K. Vilhjálmssonar, sem fer fyrir hæstbjóðendunum. Fram kemur að nýbyggingin undir Náttúrugripasafnið eigi að vera 3.500 fermetrar norðan megin við Perluna og viðbyggingin fyrir heilsulindina 1.500 fermetrar við Perluna vestanverða. Byggingarnar eiga að vera lágreistar og falla sem best að landslaginu. Þá verði möguleiki að bæta 1.500 fermetrum við gólfflöt Perlunnar sjálfrar með þremur milliloftum. „Samkvæmt tillögunni mun núverandi hús Perlunnar nýtast sem aðkoma að heilsulind og náttúrugripasafni. Veitingaaðstaða mun einnig vera áfram á efri hæðum núverandi húss ásamt aðstöðu fyrir þjónustu og verslun fyrir ferðamenn 1. hæð," segir í erindinu. Eins og kunnugt er voru Garðar og félagar hæstbjóðendur í söluútboði Orkuveitunnar með 1.688,8 milljóna króna tilboð. Orkuveitan gaf þeim frest til 31. mars til að gera hagkvæmniathugun sem meðal annars felur í sér aukið byggingarmagn og breytta lóðarnýtingu við Perluna. Aðeins vika er þar til fresturinn rennur út. Skipulagsráð borgarinnar fundar í næstu viku og tekur þá væntanlega fyrirspurn Garðars fyrir. Alls óvíst er að hún fái jákvæðar undirtekir strax í fyrstu umferð. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, segir að engin beiðni hafi borist frá hæstbjóðanda um að fresturinn verði framlengdur. „Ég held að það sé ekkert útilokað en stjórn Orkuveitunnar mun væntanlega taka ákvörðun um framhaldið þegar fresturinn er úti. Þangað til er boltinn hjá hæstbjóðanda," svarar Eiríkur aðspurður hvort til greina komi að lengja frestinn. gar@frettabladid.isMynd/THG arkitekta
Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira