Kona fái bætur fyrir fall á eigin heimili 23. mars 2012 10:00 Garðyrkja Með því að haka í viðkomandi reit í skattframtali getur fólk fengið slysatryggingu við almenn heimilisstörf, þar með talið garðyrkjustörf. Nordicphotos/Getty Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggsbrotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. Slysatrygginguna fékk konan með því að haka við í þar til gerðan reit á skattframtali sínu. Hún var að elda hádegismat á heimili sínu, en gerði hlé á eldamennskunni til að svara símanum. Þegar hún hafði lokið símtalinu hraðaði hún sér aftur í eldhúsið, en féll á leiðinni. Konan handleggsbrotnaði á hægri handlegg þegar hún bar handlegginn fyrir sig við fallið. Hvorki Sjúkratryggingar Íslands né úrskurðarnefnd almannatrygginga töldu konuna eiga rétt á bótum. Hún hafði merkt við að hún vildi njóta tryggingar við heimilisstörf á skattframtali, og taldi sjálf að hún hefði verið við heimilisstörf. Úrskurðarnefndin taldi konuna ekki hafa verið við eldamennsku einmitt þegar hún datt. Í reglugerð um heimilistryggingarnar segir að þær eigi til dæmis ekki við slasist fólk í baði, við að klæða sig, borða, svara í síma og sækja póst. Tryggingin á að gilda við almenn heimilisstörf, til dæmis matseld, þrif, almenna viðhaldsvinnu og garðyrkju. Bæði Sjúkratryggingar og úrskurðarnefndin töldu að konan hafi gert hlé á eldamennsku með því að svara í símann, og sinnt því sem kallað er „daglegum athöfnum". Ekki var tekið tillit til þess að símtalið snerist um innkaup á mat, og því tengt eldamennsku óbeint. Í úrskurði nefndarinnar er vitnað í reglugerðina, þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggingin gildi ekki slasist fólk við að tala í símann. Umboðsmaður Alþingis telur niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ekki í samræmi við lög, enda hafi slysið átt sér stað í beinum tengslum við eldamennsku konunnar. Í áliti umboðsmanns er lagt að nefndinni að endurskoða niðurstöðu sína, sækist konan eftir því, og breyta vinnubrögðum í sambærilegum málum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggsbrotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. Slysatrygginguna fékk konan með því að haka við í þar til gerðan reit á skattframtali sínu. Hún var að elda hádegismat á heimili sínu, en gerði hlé á eldamennskunni til að svara símanum. Þegar hún hafði lokið símtalinu hraðaði hún sér aftur í eldhúsið, en féll á leiðinni. Konan handleggsbrotnaði á hægri handlegg þegar hún bar handlegginn fyrir sig við fallið. Hvorki Sjúkratryggingar Íslands né úrskurðarnefnd almannatrygginga töldu konuna eiga rétt á bótum. Hún hafði merkt við að hún vildi njóta tryggingar við heimilisstörf á skattframtali, og taldi sjálf að hún hefði verið við heimilisstörf. Úrskurðarnefndin taldi konuna ekki hafa verið við eldamennsku einmitt þegar hún datt. Í reglugerð um heimilistryggingarnar segir að þær eigi til dæmis ekki við slasist fólk í baði, við að klæða sig, borða, svara í síma og sækja póst. Tryggingin á að gilda við almenn heimilisstörf, til dæmis matseld, þrif, almenna viðhaldsvinnu og garðyrkju. Bæði Sjúkratryggingar og úrskurðarnefndin töldu að konan hafi gert hlé á eldamennsku með því að svara í símann, og sinnt því sem kallað er „daglegum athöfnum". Ekki var tekið tillit til þess að símtalið snerist um innkaup á mat, og því tengt eldamennsku óbeint. Í úrskurði nefndarinnar er vitnað í reglugerðina, þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggingin gildi ekki slasist fólk við að tala í símann. Umboðsmaður Alþingis telur niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar ekki í samræmi við lög, enda hafi slysið átt sér stað í beinum tengslum við eldamennsku konunnar. Í áliti umboðsmanns er lagt að nefndinni að endurskoða niðurstöðu sína, sækist konan eftir því, og breyta vinnubrögðum í sambærilegum málum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira