Vilja endurheimta æskulýðsfulltrúann 22. mars 2012 09:30 Blönduós Vinsæll æskulýðsfulltrúi er hættur vegna lágra launa en segir sig langa að snúa aftur og margir skora á bæjaryfirvðld að greiða fyrir því. Áskorun með undirskriftum 48 íbúa Blönduósbæjar vegna starfsloka æskulýðsfulltrúa var tekin fyrir í bæjarráði á þriðjudag. „Mér finnst þetta náttúrlega alveg frábært," segir Rannveig Rós Bjarnadóttir á Hólabaki, sem verið hefur æskulýðsfulltrúi frá árinu 2006 en sagði starfinu upp í fyrrahaust vegna bágra launakjara og lét af störfum um síðustu mánaðamót. Starfsvettvangur hennar var félagsmiðstöðin Skjólið. „Það er eindregin ósk þeirra sem skrifa undir að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í því að gera allt hvað þau geta til að halda í Rannveigu. Viljum við með þessum undirskriftalista skora á stjórn Blönduósbæjar að taka þetta mál fyrir á stjórnar- og/eða nefndarfundum bæjarins og reyna að ná sáttum við Rannveigu í málinu," segir í áskoruninni. Bæjarráðið sagði að því hefði verið ókunnugt um að æskulýðsfulltrúinn væri ósáttur við starfskjörin. „Æskulýðsfulltrúi hefur unnið farsælt starf og leitt er ef starfslok hennar beri að með ósætti," bókaði bæjarráðið. „Ég hef þá líklega unnið mína vinnu, ég vona það að minnsta kosti," segir Rannveig um undirskriftasöfnunina sem hún kveðst ekki hafa vitað af. Spurð hvort hún geti hugsað sér að snúa aftur ef kjörin verði betri svarar Rannveig einfaldlega: „Já, mig langar það."- gar Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Áskorun með undirskriftum 48 íbúa Blönduósbæjar vegna starfsloka æskulýðsfulltrúa var tekin fyrir í bæjarráði á þriðjudag. „Mér finnst þetta náttúrlega alveg frábært," segir Rannveig Rós Bjarnadóttir á Hólabaki, sem verið hefur æskulýðsfulltrúi frá árinu 2006 en sagði starfinu upp í fyrrahaust vegna bágra launakjara og lét af störfum um síðustu mánaðamót. Starfsvettvangur hennar var félagsmiðstöðin Skjólið. „Það er eindregin ósk þeirra sem skrifa undir að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í því að gera allt hvað þau geta til að halda í Rannveigu. Viljum við með þessum undirskriftalista skora á stjórn Blönduósbæjar að taka þetta mál fyrir á stjórnar- og/eða nefndarfundum bæjarins og reyna að ná sáttum við Rannveigu í málinu," segir í áskoruninni. Bæjarráðið sagði að því hefði verið ókunnugt um að æskulýðsfulltrúinn væri ósáttur við starfskjörin. „Æskulýðsfulltrúi hefur unnið farsælt starf og leitt er ef starfslok hennar beri að með ósætti," bókaði bæjarráðið. „Ég hef þá líklega unnið mína vinnu, ég vona það að minnsta kosti," segir Rannveig um undirskriftasöfnunina sem hún kveðst ekki hafa vitað af. Spurð hvort hún geti hugsað sér að snúa aftur ef kjörin verði betri svarar Rannveig einfaldlega: „Já, mig langar það."- gar
Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira