Hitamet kann að falla um helgina 22. mars 2012 07:30 Veðurblíða Hætt er við að kólni aftur um miðja næstu viku eftir nokkurra daga hlýindi. Fréttablaðið/GVA Spáð er ört hlýnandi veðri í dag og næstu daga. Veðurstofan spáir allt að 15 stiga hita um helgina, hlýjast fyrir norðan. „Einstaka hefur meira að segja verið að gæla við þá hugsun að gamla marshitametið frá 1948 gæti verið í hættu, en 27. mars það ár mældust 18,3°C á Sandi í Aðaldal," segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á vef sínum. Mikil hlýindi miðað við árstíma munu um skeið hafa verið við Bretlandseyjar án þess þó að hlýindin hafi náð að teygja anga sína hingað. „Við höfum þess í stað verið mestmegnis undir áhrifum frá miklum kuldapolli í háloftunum sem haldið hefur sig á kunnuglegum slóðum við Grænland." Einar bendir á að hitaskilum sem marka framrás loftmassans í suðaustri sé spáð norður yfir landið seint í dag og í nótt. „Þá hlýnar hér og gerir eindregna leysingu með S- og SA-átt í nokkra daga hið skemmsta." Um leið bendir Einar á að hlýindin verði að öllum líkindum skammgóður vermir því ýmislegt bendi til þess að kuldinn úr vestri nái sér aftur á strik einhvern tímann upp úr miðri næstu viku. Milda loftið um og fram yfir helgi verði því aðeins nokkurra daga breyting í átt til vors. „Og þá ekki raunveruleg vorkoma sem ég veit að margir óska sér," segir Einar.- óká Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Sjá meira
Spáð er ört hlýnandi veðri í dag og næstu daga. Veðurstofan spáir allt að 15 stiga hita um helgina, hlýjast fyrir norðan. „Einstaka hefur meira að segja verið að gæla við þá hugsun að gamla marshitametið frá 1948 gæti verið í hættu, en 27. mars það ár mældust 18,3°C á Sandi í Aðaldal," segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á vef sínum. Mikil hlýindi miðað við árstíma munu um skeið hafa verið við Bretlandseyjar án þess þó að hlýindin hafi náð að teygja anga sína hingað. „Við höfum þess í stað verið mestmegnis undir áhrifum frá miklum kuldapolli í háloftunum sem haldið hefur sig á kunnuglegum slóðum við Grænland." Einar bendir á að hitaskilum sem marka framrás loftmassans í suðaustri sé spáð norður yfir landið seint í dag og í nótt. „Þá hlýnar hér og gerir eindregna leysingu með S- og SA-átt í nokkra daga hið skemmsta." Um leið bendir Einar á að hlýindin verði að öllum líkindum skammgóður vermir því ýmislegt bendi til þess að kuldinn úr vestri nái sér aftur á strik einhvern tímann upp úr miðri næstu viku. Milda loftið um og fram yfir helgi verði því aðeins nokkurra daga breyting í átt til vors. „Og þá ekki raunveruleg vorkoma sem ég veit að margir óska sér," segir Einar.- óká
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Sjá meira