Einelti hefur dregist saman um þriðjung á fimm árum 22. mars 2012 06:00 Á árunum 2007 til 2011 hefur einelti dregist saman á landsvísu um þriðjung, nemendum fækkar sem leggja í einelti og nemendur telja kennara og aðra starfsmenn beita sér meira. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar, segir niðurstöður eineltisrannsókna sem gerðar eru á hverju ári sýna að skólarnir standi sig afar vel. „Þetta hefur ekki áunnist á einni nóttu en hægt og bítandi er þessi vinna að bera ávöxt. Ég lít þó aðeins á þetta sem áfangasigur því eitt barn sem lagt er í einelti er einu barni of mikið." Átta þúsund nemendur svöruðu könnuninni að þessu sinni en Olweusar-áætluninni er fylgt í 56 grunnskólum hér á landi, sem fer nærri því að vera einn af hverjum þremur grunnskólum hér á landi. Skólunum hefur fækkað lítillega en það er skólanna að greiða fyrir þjónustuna. Þorlákur segir að vitund samfélagsins um einelti hafi aukist og foreldrar geri jafnframt meiri kröfur. „Ef litið er tíu ár aftur í tímann gæti ég trúað að tíundi hver nemandi hafi þá orðið fyrir einelti. Núna eru þeir innan við fimm prósent hjá þeim skólum sem við höfum upplýsingar um. Ég get ekki sagt til um hvernig þetta er í öðrum skólum." Niðurstaða könnunarinnar sýnir að einelti í 5.-10. bekk mælist 4,8% að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni en eineltið var 7,6% á sama tíma haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík er nú 4,6% en var 6,9% árið 2007. Nemendur staðfesta í könnuninni að umsjónarkennarar geri meira til að koma í veg fyrir einelti og að kennarar og aðrir starfsmenn grípi meira inn í til að stöðva einelti. Þá séu aðrir nemendur líka meira á varðbergi og grípi frekar inn í eineltisatburði. 1,7% nemenda segjast leggja aðra nemendur í einelti og hefur gerendum fækkað um tæplega helming frá árinu 2007. - shá Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Á árunum 2007 til 2011 hefur einelti dregist saman á landsvísu um þriðjung, nemendum fækkar sem leggja í einelti og nemendur telja kennara og aðra starfsmenn beita sér meira. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Þorlákur H. Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar, segir niðurstöður eineltisrannsókna sem gerðar eru á hverju ári sýna að skólarnir standi sig afar vel. „Þetta hefur ekki áunnist á einni nóttu en hægt og bítandi er þessi vinna að bera ávöxt. Ég lít þó aðeins á þetta sem áfangasigur því eitt barn sem lagt er í einelti er einu barni of mikið." Átta þúsund nemendur svöruðu könnuninni að þessu sinni en Olweusar-áætluninni er fylgt í 56 grunnskólum hér á landi, sem fer nærri því að vera einn af hverjum þremur grunnskólum hér á landi. Skólunum hefur fækkað lítillega en það er skólanna að greiða fyrir þjónustuna. Þorlákur segir að vitund samfélagsins um einelti hafi aukist og foreldrar geri jafnframt meiri kröfur. „Ef litið er tíu ár aftur í tímann gæti ég trúað að tíundi hver nemandi hafi þá orðið fyrir einelti. Núna eru þeir innan við fimm prósent hjá þeim skólum sem við höfum upplýsingar um. Ég get ekki sagt til um hvernig þetta er í öðrum skólum." Niðurstaða könnunarinnar sýnir að einelti í 5.-10. bekk mælist 4,8% að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni en eineltið var 7,6% á sama tíma haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík er nú 4,6% en var 6,9% árið 2007. Nemendur staðfesta í könnuninni að umsjónarkennarar geri meira til að koma í veg fyrir einelti og að kennarar og aðrir starfsmenn grípi meira inn í til að stöðva einelti. Þá séu aðrir nemendur líka meira á varðbergi og grípi frekar inn í eineltisatburði. 1,7% nemenda segjast leggja aðra nemendur í einelti og hefur gerendum fækkað um tæplega helming frá árinu 2007. - shá
Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira