Eiga meira fé en þeir koma í lóg 20. mars 2012 05:00 Arður Ákvörðun um að greiða hluthöfum arð mun ekki hafa áhrif á getu Apple til að þróa vörur segir Tim Cook, forstjóri Apple.Fréttablaðið/AP Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. Apple á nú um 97,6 milljarða Bandaríkjadala, um 12.400 milljarða íslenskra króna. Það er næstum 25 sinnum meira en heildartekjur íslenska ríkisins á þessu ári. Fyrirtækið mun nú greiða út arð til hluthafa í fyrsta skipti frá árinu 1995. Það þykir merki um áherslubreytingar hjá fyrirtækinu eftir fráfall Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, sem lést á síðasta ári. Jobs taldi fé fyrirtækisins betur varið í önnur verkefni, til dæmis til að kaupa önnur fyrirtæki og þróa vörur. „Þessi ákvörðun mun ekki loka neinum dyrum fyrir okkur," segir Tim Cook, forstjóri Apple. Hann segir Apple eiga svo mikið lausafé að arðgreiðslurnar muni ekki hafa nein áhrif á vöruþróun eða getu fyrirtækisins að öðru leyti. - bj Fréttir Tækni Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Apple-hátæknifyrirtækið hefur nú loksins viðurkennt að það eigi meira lausafé en það getur komið í lóg. Það ætlar þó ekki að bregðast við þessum tíðindum með því að lækka verð á vinsælum vörum á borð við iPod og iPad, heldur munu hluthafar fá að njóta þessarar góðu stöðu. Apple á nú um 97,6 milljarða Bandaríkjadala, um 12.400 milljarða íslenskra króna. Það er næstum 25 sinnum meira en heildartekjur íslenska ríkisins á þessu ári. Fyrirtækið mun nú greiða út arð til hluthafa í fyrsta skipti frá árinu 1995. Það þykir merki um áherslubreytingar hjá fyrirtækinu eftir fráfall Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, sem lést á síðasta ári. Jobs taldi fé fyrirtækisins betur varið í önnur verkefni, til dæmis til að kaupa önnur fyrirtæki og þróa vörur. „Þessi ákvörðun mun ekki loka neinum dyrum fyrir okkur," segir Tim Cook, forstjóri Apple. Hann segir Apple eiga svo mikið lausafé að arðgreiðslurnar muni ekki hafa nein áhrif á vöruþróun eða getu fyrirtækisins að öðru leyti. - bj
Fréttir Tækni Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira