Fjörugt og fyndið en líka tragískt Jónas Sen skrifar 20. mars 2012 10:00 La bohème eftir Puccini er ein vinsælasta óperan. Sagan er að vísu dálítið götótt, enda sleppti Puccini einum kaflanum úr upphaflega óperutextanum. En það skiptir litlu máli; aðalatriðið er tónlistin, sem er hrífandi fögur. Bakgrunnurinn er bóhemlíf fátækra listamanna í Latínuhverfinu í París. Gárungar hafa sagt að óperan sé í rauninni grínópera. Ein aðalsögupersónan þjáist af tæringu – en syngur samt fullum hálsi fram í andlátið! Margt skondið kemur vissulega fyrir í verkinu og léttleikinn svífur yfir vötnunum fyrstu þrjá kaflana, sem eru alls fjórir. Á endanum nær tragedían þó yfirhöndinni. La bohème var frumsýnd í Hörpu á föstudagskvöldið. Eftir örstuttan forleik beindist fókusinn að aðalsögupersónunum, fjórum vinum. Þeir voru leiknir af þeim Jóhanni Smára Sævarssyni, Ágústi Ólafssyni, Gissuri Páli Gissurarsyni og Hrólfi Sæmundssyni. Byrjum á Hrólfi. Hann var í hlutverki tónlistarmannsins Schaunards. Hrólfur hefur vaxið stöðugt síðan hann steig sín fyrstu skref á sviði Sumaróperunnar og er orðinn virkilega glæsilegur söngvari sem unaður er að hlusta á. Jóhann Smári Sævarsson var líka skemmtilegur sem heimspekingurinn Colline. Hann hafði fína, kómíska nærveru, og röddin var flott. Ágúst Ólafsson var sömuleiðis frábær sem listamaðurinn Marcello, á köflum kostulegur og söngurinn ávallt fallegur. Brothætt röddGissur Páll Gissurarson var Rodolfo, elskhuginn. Rodolfo er erfiður karakter, hrifnæmur og rómantískur, en líka kvalinn af afbrýðisemi. Það var eitthvað brothætt við rödd Gissurar sem hentaði þessu hlutverki sérlega vel. Gissur hefur á undanförnum árum vakið verðskuldaða athygli fyrir óvanalega fallega rödd. Það er auðvitað ekki nóg. Aðalatriðið hér var þessi illútskýranlega viðkvæmni raddarinnar, þessi sérstaki sjarmi sem hafði þau áhrif að maður fann strax til með honum. Óhætt er að óska honum til hamingju með glæsilega frammistöðu á frumsýningunni. Unnusta Gissurar var Mimi, konan með tæringuna, sem nefnd var hér í upphafi. Á frumsýningunni var hún leikin af Huldu Björk Garðarsdóttur. Leikur hennar og söngur var aðdáunarverður. Söngurinn var svo ómþýður og tilfinningaþrunginn að maður féll í stafi hvað eftir annað. Þau Gissur og Hulda skipta hlutverkunum sínum með Garðari Thór Cortes og Þóru Einarsdóttur. Ég hlustaði á þau á laugardagskvöldið. Garðar skilaði hlutverki sínu með miklum sóma. Hann er léttari en Gissur, og maður fann ekki alveg eins mikið til með honum. Auk þess heyrðist ekki eins vel í honum fyrst framan af. En hann sótti stöðugt í sig veðrið og í heildina var frammistaða hans prýðileg. Þóra var líka framúrskarandi í hlutverki Mimiar, söngurinn bæði þéttur og fókuseraður. Skemmtilegir aukaleikararVarla er hægt að kalla hina fjöllyndu Músettu aukapersónu, þótt hún sé ekki eins áberandi og þær sem þegar hafa verið nefndar. Herdís Anna Jónasdóttir smellpassaði í hlutverk Músettu, var bæði fyndin og sýndi líka eftirminnilega dýpt í lokakaflanum. Loks ber að nefna þá Bergþór Pálsson, sem var óþekkjanlegur í tveimur litlum hlutverkum, og Ólaf E. Rúnarsson. Þeir voru báðir pottþéttir. Og fullorðins- og barnakórinn var flottur. Leikstjóri sýningarinnar er Jamie Hayes, en hann leikstýrði líka La bohème árið 2001 ef minnið svíkur mig ekki. Hann undirstrikaði hið ærslafengna í sýningunni með allskonar sniðugheitum, stórskemmtilegum skuggamyndum, fyndnum tilburðum ýmissa aukapersóna, jafnvel sirkusatriðum. Stígandin í fyrstu tveimur köflunum var stöðug og markviss, og hápunkturinn hið ótrúlega atriði þegar lúðrasveit birtist og marseraði á sviðinu og á göngunum við hlið áheyrendapallanna. Það var innblásin snilld hjá Puccini! Og Hayes útfærði þetta svo vel að maður varð gersamlega frávita. Hljómsveitarstjórinn, Daníel Bjarnason, hefur unnið verk sitt vel. Óperan fór fremur hægt af stað á frumsýningunni; ég er ekki frá því að hraðinn hafi verið aðeins meiri á sýningunni á laugardagskvöldið. En það voru allir samtaka, hljómsveit, kór og söngvarar. Og rólegheitin í byrjun gerðu að verkum að hápunkturinn í miðri óperunni var enn áhrifameiri. Í það heila var hljóðfæraleikurinn mjög fínn, og lúðrablásturinn dásamlegur! Leikmyndin eftir Will Bowen er hugmyndarík. Harpan er auðvitað ekki óperuhús, en hér eru allir möguleikar Eldborgarinnar nýttir til hins ítrasta. Búningar Filippíu I. Elísdóttur eru líka augnayndi, lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar til fyrirmyndar og heildarútlit sýningarinnar almennt sérlega flott. Og svo má ekki gleyma hljómburðinum, sem er hárrétt stilltur. Á vissan hátt er þessi uppfærsla tímamótaviðburður í tónlistarlífinu. Þetta er í fyrsta sinn sem maður sér alvöru óperusýningu á Íslandi. Í húsi með réttum hljómburði fyrir slíka sýningu og á sæmilega stóru sviði. Í samanburðinum var Töfraflautan í haust bara upphitun. Ég held að við getum öll verið stolt af árangrinum. Niðurstaða: Sérlega skemmtileg uppfærsla þar sem saman fer fagur söngur og skemmtileg leikstjórn. Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
La bohème eftir Puccini er ein vinsælasta óperan. Sagan er að vísu dálítið götótt, enda sleppti Puccini einum kaflanum úr upphaflega óperutextanum. En það skiptir litlu máli; aðalatriðið er tónlistin, sem er hrífandi fögur. Bakgrunnurinn er bóhemlíf fátækra listamanna í Latínuhverfinu í París. Gárungar hafa sagt að óperan sé í rauninni grínópera. Ein aðalsögupersónan þjáist af tæringu – en syngur samt fullum hálsi fram í andlátið! Margt skondið kemur vissulega fyrir í verkinu og léttleikinn svífur yfir vötnunum fyrstu þrjá kaflana, sem eru alls fjórir. Á endanum nær tragedían þó yfirhöndinni. La bohème var frumsýnd í Hörpu á föstudagskvöldið. Eftir örstuttan forleik beindist fókusinn að aðalsögupersónunum, fjórum vinum. Þeir voru leiknir af þeim Jóhanni Smára Sævarssyni, Ágústi Ólafssyni, Gissuri Páli Gissurarsyni og Hrólfi Sæmundssyni. Byrjum á Hrólfi. Hann var í hlutverki tónlistarmannsins Schaunards. Hrólfur hefur vaxið stöðugt síðan hann steig sín fyrstu skref á sviði Sumaróperunnar og er orðinn virkilega glæsilegur söngvari sem unaður er að hlusta á. Jóhann Smári Sævarsson var líka skemmtilegur sem heimspekingurinn Colline. Hann hafði fína, kómíska nærveru, og röddin var flott. Ágúst Ólafsson var sömuleiðis frábær sem listamaðurinn Marcello, á köflum kostulegur og söngurinn ávallt fallegur. Brothætt röddGissur Páll Gissurarson var Rodolfo, elskhuginn. Rodolfo er erfiður karakter, hrifnæmur og rómantískur, en líka kvalinn af afbrýðisemi. Það var eitthvað brothætt við rödd Gissurar sem hentaði þessu hlutverki sérlega vel. Gissur hefur á undanförnum árum vakið verðskuldaða athygli fyrir óvanalega fallega rödd. Það er auðvitað ekki nóg. Aðalatriðið hér var þessi illútskýranlega viðkvæmni raddarinnar, þessi sérstaki sjarmi sem hafði þau áhrif að maður fann strax til með honum. Óhætt er að óska honum til hamingju með glæsilega frammistöðu á frumsýningunni. Unnusta Gissurar var Mimi, konan með tæringuna, sem nefnd var hér í upphafi. Á frumsýningunni var hún leikin af Huldu Björk Garðarsdóttur. Leikur hennar og söngur var aðdáunarverður. Söngurinn var svo ómþýður og tilfinningaþrunginn að maður féll í stafi hvað eftir annað. Þau Gissur og Hulda skipta hlutverkunum sínum með Garðari Thór Cortes og Þóru Einarsdóttur. Ég hlustaði á þau á laugardagskvöldið. Garðar skilaði hlutverki sínu með miklum sóma. Hann er léttari en Gissur, og maður fann ekki alveg eins mikið til með honum. Auk þess heyrðist ekki eins vel í honum fyrst framan af. En hann sótti stöðugt í sig veðrið og í heildina var frammistaða hans prýðileg. Þóra var líka framúrskarandi í hlutverki Mimiar, söngurinn bæði þéttur og fókuseraður. Skemmtilegir aukaleikararVarla er hægt að kalla hina fjöllyndu Músettu aukapersónu, þótt hún sé ekki eins áberandi og þær sem þegar hafa verið nefndar. Herdís Anna Jónasdóttir smellpassaði í hlutverk Músettu, var bæði fyndin og sýndi líka eftirminnilega dýpt í lokakaflanum. Loks ber að nefna þá Bergþór Pálsson, sem var óþekkjanlegur í tveimur litlum hlutverkum, og Ólaf E. Rúnarsson. Þeir voru báðir pottþéttir. Og fullorðins- og barnakórinn var flottur. Leikstjóri sýningarinnar er Jamie Hayes, en hann leikstýrði líka La bohème árið 2001 ef minnið svíkur mig ekki. Hann undirstrikaði hið ærslafengna í sýningunni með allskonar sniðugheitum, stórskemmtilegum skuggamyndum, fyndnum tilburðum ýmissa aukapersóna, jafnvel sirkusatriðum. Stígandin í fyrstu tveimur köflunum var stöðug og markviss, og hápunkturinn hið ótrúlega atriði þegar lúðrasveit birtist og marseraði á sviðinu og á göngunum við hlið áheyrendapallanna. Það var innblásin snilld hjá Puccini! Og Hayes útfærði þetta svo vel að maður varð gersamlega frávita. Hljómsveitarstjórinn, Daníel Bjarnason, hefur unnið verk sitt vel. Óperan fór fremur hægt af stað á frumsýningunni; ég er ekki frá því að hraðinn hafi verið aðeins meiri á sýningunni á laugardagskvöldið. En það voru allir samtaka, hljómsveit, kór og söngvarar. Og rólegheitin í byrjun gerðu að verkum að hápunkturinn í miðri óperunni var enn áhrifameiri. Í það heila var hljóðfæraleikurinn mjög fínn, og lúðrablásturinn dásamlegur! Leikmyndin eftir Will Bowen er hugmyndarík. Harpan er auðvitað ekki óperuhús, en hér eru allir möguleikar Eldborgarinnar nýttir til hins ítrasta. Búningar Filippíu I. Elísdóttur eru líka augnayndi, lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar til fyrirmyndar og heildarútlit sýningarinnar almennt sérlega flott. Og svo má ekki gleyma hljómburðinum, sem er hárrétt stilltur. Á vissan hátt er þessi uppfærsla tímamótaviðburður í tónlistarlífinu. Þetta er í fyrsta sinn sem maður sér alvöru óperusýningu á Íslandi. Í húsi með réttum hljómburði fyrir slíka sýningu og á sæmilega stóru sviði. Í samanburðinum var Töfraflautan í haust bara upphitun. Ég held að við getum öll verið stolt af árangrinum. Niðurstaða: Sérlega skemmtileg uppfærsla þar sem saman fer fagur söngur og skemmtileg leikstjórn.
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira