Segir allar ásakanir á hendur Geir rangar 17. mars 2012 08:00 Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, átti sviðið í Landsdómi á síðasta degi aðalmeðferðar í málinu á hendur Geir í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fréttablaðið/GVA Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar koma í veg fyrir að Geir H. Haarde verði gerð refsing vegna Landsdómsmálsins vegna óljósra heimilda í lögum, sagði verjandi Geirs í gær. Hann gagnrýndi saksóknara fyrir að sýna ekki fram á hvað Geir hefði átt að gera og hverju það hefði breytt. Heimildir til að refsa Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir þau ákæruatriði sem fjallað hefur verið um fyrir Landsdómi eru svo óljósar og matskenndar að þær brjóta gegn mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta fullyrti Andri Árnason, verjandi Geirs, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í gær. Í gær lauk tveggja vikna aðalmeðferð málsins í Þjóðmenningarhúsinu með munnlegum málflutningi Andra. Málið var að því loknu dómtekið. Ekki er sagt fyrir um hversu langan tíma dómstóllinn hefur til að kveða upp dóm í lögum, en búist er við því að dómur falli um eða eftir miðjan apríl. Andri sagði allt rangt sem Geir sé sakaður um í ákæru saksóknara Alþingis og að saksóknara hafi ekki tekist að sanna að Geir hafi á nokkurn hátt brotið gegn lögum í starfi sínu sem forsætisráðherra. Þrjú skilyrði verður að uppfylla til að sannað þyki að Geir hafi gerst brotlegur við lög og saksóknaranum tókst ekki að uppfylla neitt þeirra, sagði Andri. Þannig hafi ekki verið sýnt fram á að sú hætta hafi verið til staðar sem ógnað hafi heill íslenska ríkisins. Ekki hafi verið sýnt fram á að slík hætta hafi verið fyrirsjáanleg. Þaðan af síður hafi verið sýnt fram á að Geir hafi ekki gert allt sem í hans valdi stóð til að afstýra hættunni eða takmarka tjón af hennar völdum. Andri benti á að hvorki Rannsóknarnefnd Alþingis né settum ríkissaksóknara hafi þótt yfirmenn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafa sýnt af sér gáleysi í aðdraganda hrunsins. Því skjóti skökku við að Alþingi hafi sakað ráðherrann um vanrækslu þegar sama hafi ekki átt við um embættismennina. Hann sagði fráleitt að Geir eða aðrir hefðu getað séð kreppuna og áhrif hennar fyrir. Jafnvel æðstu yfirmenn Seðlabanka Evrópu og bandaríska seðlabankans hafi viðurkennt að hafa ekki séð hamfarirnar fyrir. Þá hafi verið viðurkennt á alþjóðavettvangi að viðbrögð íslenskra stjórnvalda í hruninu hafi takmarkað verulega áhrif hrunsins. Andri gagnrýndi saksóknara Alþingis harðlega fyrir að rannsaka ekki málið til fullnustu áður en það var flutt fyrir Landsdómi. Ekkert liggi fyrir hvað Geir hafi átt að gera til að afstýra tjóni, eða hverjar afleiðingarnar hefðu verið hefði hann gert eitthvað það sem saksóknarinn hafi nefnt sem mögulegar aðgerðir stjórnvalda. Þá sagði hann saksóknarann ekki hafa lagt mat á beint tjón sem Geir eigi að hafa valdið. Andri vísaði í vitnisburð Steingríms J. Sigfússonar, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir hrunið. Steingrímur sagði fyrir Landsdómi að beint tjón ríkisins hafi einskorðast við endurfjármögnun Seðlabankans. Andri sagði þá endurfjármögnun hafa verið nauðsynlega vegna svokallaðra ástarbréfaviðskipta bankans. Bankastjórar Seðlabankans hafi tekið allar ákvarðanir um þau viðskipti og Geir hvergi komið nærri. Þá verði að líta til þess að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun og ekki undir beinu boðvaldi ráðherra. Því beri Geir ekki ráðherraábyrgð á aðgerðum bankans. Vanræksla samráðshópsinsÍ fyrsta ákæruliðnum, lið 1.3, er Geir ákærður fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika væru markviss og skiluðu árangri. Andri sagði saksóknara hafa mistekist algerlega að skýra hvað átt sé við með þessum ákærulið. Þar með talið hvað hafi vantað upp á til að starf samráðshópsins teldist markvisst, og hvað hafi verið tilætlaður árangur af starfi hópsins. Tilgangur hópsins var einfaldur, og kemur fram í samkomulagi sem gert var þegar hann var stofnaður, sagði Andri. Hópnum hafi verið ætlað að vera samráðsvettvangur milli Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og þeirra ráðuneyta sem hafi haft með fjármálastöðugleika að gera. Þessu samráði sagði Andri að hafi verið sinnt af hópnum og hann því skilað tilætluðum árangri. Það er síðari tíma spuni hjá Rannsóknarnefnd Alþingis að hópurinn hafi átt að semja einhvers konar viðbragðsáætlun, sagði Andri. Hann sagði fráleitt að álykta að hópurinn hefði átt að gera eitthvað sem ekki hafi verið á hans verksviði, og tala svo um vanrækslu þegar hópurinn hafi ekki sinnt því verkefni. Slíkt geti ekki bakað Geir refsiábyrgð. Smækka banka og senda úr landiÍ öðrum ákæruliðnum, lið 1.4, er Geir ákærður fyrir að hafa ekki haft frumkvæði að virkum aðgerðum ríkisvaldsins til að draga úr stærð bankakerfisins, til dæmis með því að einn bankanna flytti höfuðstöðvar sínar úr landi. Geir hafði enga lagaheimild til að gípa til beinna aðgerða gegn bönkunum til að selja eignir eða flytja höfuðstöðvar sínar úr landi, og fráleitt hefði verið að reyna slíkar aðgerðir í aðdraganda hrunsins, sagði Andri. Hann átaldi saksóknara Alþingis fyrir að hafa ekki á nokkurn hátt sýnt fram á hvernig Geir hefði átt að fara að því að þvinga bankana til slíkra aðgerða. „Það blasir við að aðgerðir af hálfu ákærða voru bæði óheimilar og ólöglegar,“ sagði Andri. Hann sagði að afar vanhugsað hefði verið að setja lög sem hefðu heimilað slíka valdbeitingu, og raunar óvíst að slík lög hefðu komist í gegnum Alþingi á þessum tíma. Andri benti á að allar eftirlitsstofnanir hafi talið bankana trausta, en með því að þvinga bankana til að selja eignir langt undir raunvirði hefðu stjórnvöld mögulega getað ýtt bönkunum í þrot sumarið 2008, og vafasamt væri að slíkt hafi verið hlutverk stjórnvalda. Engar sönnur hafa verið færðar um að flutningur Kaupþings úr landi á árinu 2008 hafi verið möguleiki, sagði Andri. Engu að síður sé það talið refsivert að mati saksóknara. Hann sagði bæði Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið hafa vitað að slíkur „hreppaflutningur“ á banka væri ómögulegur á þessum tíma, og því hafi þessar stofnanir ekki eytt tíma eða fyrirhöfn í þau áform. Flytja Icesave í breskt dótturfélagÍ þriðja ákæruliðnum, lið 1.5, er Geir ákærður fyrir að hafa ekki fullvissað sig um að unnið væri að flutningi Icesave-reikninganna frá útibúi Landsbankans í Bretlandi í dótturfélag með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Ekki er á nokkurn hátt raunhæft eða eðlilegt að ætla að Geir hafi sem forsætisráðherra átt að vera í forystusveit þeirra sem unnu að því að færa Icesave-reikninga Landsbankans í dótturfélag, sagði Andri. Hann sagði að Geir hefði sem forsætisráðherra vitað að málið hafi verið í vinnslu hjá Landsbankanum fyrir atbeina Fjármálaeftirlitsins. Ekkert hafi gefið til kynna að málið fengi ekki viðeigandi meðferð hjá eftirlitinu. Flutningur reikninganna í dótturfélag hafi verið flóknir eins og langdregnar samningaviðræður stjórnenda Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins hefðu borið með sér, sagði Andri. Þau mál hafi einfaldlega verið í ferli þar til fjármálakerfið hafi hrunið. „Það var ekki þannig að það væri hægt að ýta á takka og klára þetta,“ sagði Andri. Hann benti á að samráðshópur stjórnvalda hefði fundað ítrekað um málið, en alltaf ályktað að rétt væri að Fjármálaeftirlitið héldi áfram að vinna í málinu, og óþarfi hefði verið að kalla ráðherra að málinu. Ræða ógn á ríkisstjórnarfundumÍ fjórða ákæruliðnum, lið 2, er Geir ákærður fyrir að hafa látið fyrir farast á ríkisstjórnarfundum að ræða um þá ógn sem steðjað hafi að íslenska fjármálakerfinu. Ekki er hægt að segja að Geir hafi brotið lög með því að hafa ekki rætt yfirvofandi fjármálakreppu á nægilega mörgum ríkisstjórnarfundum, enda ekki tiltekið í stjórnarskrá að ræða þurfi mál oft, sagði Andri. Hann benti á að í stjórnarskrá segi að fjalla eigi um mikilvæg málefni á fundum ríkisstjórnarinnar, en ekki gerð krafa um að málið sé sett á formlega dagskrá. Andri sagði vitni sem komu fyrir Landsdóm, sem sátu með Geir í ríkisstjórninni, hafa tekið af öll tvímæli um að ástandið á fjármálamörkuðum hafi sannarlega verið rætt í ríkisstjórn, og því útilokað að sakfella Geir í þessum ákærulið. Landsdómur Tengdar fréttir „Ég er saklaus af þessu öllu saman“ "Ég er mjög feginn að þessum þætti málsins er lokið,“ sagði Geir H. Haarde, sem ákærður er fyrir Landsdómi, þegar aðalmeðferð málsins var lokið fyrir dóminum í Þjóðmenningarhúsinu seinnipart dags í gær. 17. mars 2012 06:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar koma í veg fyrir að Geir H. Haarde verði gerð refsing vegna Landsdómsmálsins vegna óljósra heimilda í lögum, sagði verjandi Geirs í gær. Hann gagnrýndi saksóknara fyrir að sýna ekki fram á hvað Geir hefði átt að gera og hverju það hefði breytt. Heimildir til að refsa Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir þau ákæruatriði sem fjallað hefur verið um fyrir Landsdómi eru svo óljósar og matskenndar að þær brjóta gegn mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta fullyrti Andri Árnason, verjandi Geirs, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í gær. Í gær lauk tveggja vikna aðalmeðferð málsins í Þjóðmenningarhúsinu með munnlegum málflutningi Andra. Málið var að því loknu dómtekið. Ekki er sagt fyrir um hversu langan tíma dómstóllinn hefur til að kveða upp dóm í lögum, en búist er við því að dómur falli um eða eftir miðjan apríl. Andri sagði allt rangt sem Geir sé sakaður um í ákæru saksóknara Alþingis og að saksóknara hafi ekki tekist að sanna að Geir hafi á nokkurn hátt brotið gegn lögum í starfi sínu sem forsætisráðherra. Þrjú skilyrði verður að uppfylla til að sannað þyki að Geir hafi gerst brotlegur við lög og saksóknaranum tókst ekki að uppfylla neitt þeirra, sagði Andri. Þannig hafi ekki verið sýnt fram á að sú hætta hafi verið til staðar sem ógnað hafi heill íslenska ríkisins. Ekki hafi verið sýnt fram á að slík hætta hafi verið fyrirsjáanleg. Þaðan af síður hafi verið sýnt fram á að Geir hafi ekki gert allt sem í hans valdi stóð til að afstýra hættunni eða takmarka tjón af hennar völdum. Andri benti á að hvorki Rannsóknarnefnd Alþingis né settum ríkissaksóknara hafi þótt yfirmenn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafa sýnt af sér gáleysi í aðdraganda hrunsins. Því skjóti skökku við að Alþingi hafi sakað ráðherrann um vanrækslu þegar sama hafi ekki átt við um embættismennina. Hann sagði fráleitt að Geir eða aðrir hefðu getað séð kreppuna og áhrif hennar fyrir. Jafnvel æðstu yfirmenn Seðlabanka Evrópu og bandaríska seðlabankans hafi viðurkennt að hafa ekki séð hamfarirnar fyrir. Þá hafi verið viðurkennt á alþjóðavettvangi að viðbrögð íslenskra stjórnvalda í hruninu hafi takmarkað verulega áhrif hrunsins. Andri gagnrýndi saksóknara Alþingis harðlega fyrir að rannsaka ekki málið til fullnustu áður en það var flutt fyrir Landsdómi. Ekkert liggi fyrir hvað Geir hafi átt að gera til að afstýra tjóni, eða hverjar afleiðingarnar hefðu verið hefði hann gert eitthvað það sem saksóknarinn hafi nefnt sem mögulegar aðgerðir stjórnvalda. Þá sagði hann saksóknarann ekki hafa lagt mat á beint tjón sem Geir eigi að hafa valdið. Andri vísaði í vitnisburð Steingríms J. Sigfússonar, sem tók við sem fjármálaráðherra eftir hrunið. Steingrímur sagði fyrir Landsdómi að beint tjón ríkisins hafi einskorðast við endurfjármögnun Seðlabankans. Andri sagði þá endurfjármögnun hafa verið nauðsynlega vegna svokallaðra ástarbréfaviðskipta bankans. Bankastjórar Seðlabankans hafi tekið allar ákvarðanir um þau viðskipti og Geir hvergi komið nærri. Þá verði að líta til þess að Seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun og ekki undir beinu boðvaldi ráðherra. Því beri Geir ekki ráðherraábyrgð á aðgerðum bankans. Vanræksla samráðshópsinsÍ fyrsta ákæruliðnum, lið 1.3, er Geir ákærður fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika væru markviss og skiluðu árangri. Andri sagði saksóknara hafa mistekist algerlega að skýra hvað átt sé við með þessum ákærulið. Þar með talið hvað hafi vantað upp á til að starf samráðshópsins teldist markvisst, og hvað hafi verið tilætlaður árangur af starfi hópsins. Tilgangur hópsins var einfaldur, og kemur fram í samkomulagi sem gert var þegar hann var stofnaður, sagði Andri. Hópnum hafi verið ætlað að vera samráðsvettvangur milli Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og þeirra ráðuneyta sem hafi haft með fjármálastöðugleika að gera. Þessu samráði sagði Andri að hafi verið sinnt af hópnum og hann því skilað tilætluðum árangri. Það er síðari tíma spuni hjá Rannsóknarnefnd Alþingis að hópurinn hafi átt að semja einhvers konar viðbragðsáætlun, sagði Andri. Hann sagði fráleitt að álykta að hópurinn hefði átt að gera eitthvað sem ekki hafi verið á hans verksviði, og tala svo um vanrækslu þegar hópurinn hafi ekki sinnt því verkefni. Slíkt geti ekki bakað Geir refsiábyrgð. Smækka banka og senda úr landiÍ öðrum ákæruliðnum, lið 1.4, er Geir ákærður fyrir að hafa ekki haft frumkvæði að virkum aðgerðum ríkisvaldsins til að draga úr stærð bankakerfisins, til dæmis með því að einn bankanna flytti höfuðstöðvar sínar úr landi. Geir hafði enga lagaheimild til að gípa til beinna aðgerða gegn bönkunum til að selja eignir eða flytja höfuðstöðvar sínar úr landi, og fráleitt hefði verið að reyna slíkar aðgerðir í aðdraganda hrunsins, sagði Andri. Hann átaldi saksóknara Alþingis fyrir að hafa ekki á nokkurn hátt sýnt fram á hvernig Geir hefði átt að fara að því að þvinga bankana til slíkra aðgerða. „Það blasir við að aðgerðir af hálfu ákærða voru bæði óheimilar og ólöglegar,“ sagði Andri. Hann sagði að afar vanhugsað hefði verið að setja lög sem hefðu heimilað slíka valdbeitingu, og raunar óvíst að slík lög hefðu komist í gegnum Alþingi á þessum tíma. Andri benti á að allar eftirlitsstofnanir hafi talið bankana trausta, en með því að þvinga bankana til að selja eignir langt undir raunvirði hefðu stjórnvöld mögulega getað ýtt bönkunum í þrot sumarið 2008, og vafasamt væri að slíkt hafi verið hlutverk stjórnvalda. Engar sönnur hafa verið færðar um að flutningur Kaupþings úr landi á árinu 2008 hafi verið möguleiki, sagði Andri. Engu að síður sé það talið refsivert að mati saksóknara. Hann sagði bæði Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið hafa vitað að slíkur „hreppaflutningur“ á banka væri ómögulegur á þessum tíma, og því hafi þessar stofnanir ekki eytt tíma eða fyrirhöfn í þau áform. Flytja Icesave í breskt dótturfélagÍ þriðja ákæruliðnum, lið 1.5, er Geir ákærður fyrir að hafa ekki fullvissað sig um að unnið væri að flutningi Icesave-reikninganna frá útibúi Landsbankans í Bretlandi í dótturfélag með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Ekki er á nokkurn hátt raunhæft eða eðlilegt að ætla að Geir hafi sem forsætisráðherra átt að vera í forystusveit þeirra sem unnu að því að færa Icesave-reikninga Landsbankans í dótturfélag, sagði Andri. Hann sagði að Geir hefði sem forsætisráðherra vitað að málið hafi verið í vinnslu hjá Landsbankanum fyrir atbeina Fjármálaeftirlitsins. Ekkert hafi gefið til kynna að málið fengi ekki viðeigandi meðferð hjá eftirlitinu. Flutningur reikninganna í dótturfélag hafi verið flóknir eins og langdregnar samningaviðræður stjórnenda Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins hefðu borið með sér, sagði Andri. Þau mál hafi einfaldlega verið í ferli þar til fjármálakerfið hafi hrunið. „Það var ekki þannig að það væri hægt að ýta á takka og klára þetta,“ sagði Andri. Hann benti á að samráðshópur stjórnvalda hefði fundað ítrekað um málið, en alltaf ályktað að rétt væri að Fjármálaeftirlitið héldi áfram að vinna í málinu, og óþarfi hefði verið að kalla ráðherra að málinu. Ræða ógn á ríkisstjórnarfundumÍ fjórða ákæruliðnum, lið 2, er Geir ákærður fyrir að hafa látið fyrir farast á ríkisstjórnarfundum að ræða um þá ógn sem steðjað hafi að íslenska fjármálakerfinu. Ekki er hægt að segja að Geir hafi brotið lög með því að hafa ekki rætt yfirvofandi fjármálakreppu á nægilega mörgum ríkisstjórnarfundum, enda ekki tiltekið í stjórnarskrá að ræða þurfi mál oft, sagði Andri. Hann benti á að í stjórnarskrá segi að fjalla eigi um mikilvæg málefni á fundum ríkisstjórnarinnar, en ekki gerð krafa um að málið sé sett á formlega dagskrá. Andri sagði vitni sem komu fyrir Landsdóm, sem sátu með Geir í ríkisstjórninni, hafa tekið af öll tvímæli um að ástandið á fjármálamörkuðum hafi sannarlega verið rætt í ríkisstjórn, og því útilokað að sakfella Geir í þessum ákærulið.
Landsdómur Tengdar fréttir „Ég er saklaus af þessu öllu saman“ "Ég er mjög feginn að þessum þætti málsins er lokið,“ sagði Geir H. Haarde, sem ákærður er fyrir Landsdómi, þegar aðalmeðferð málsins var lokið fyrir dóminum í Þjóðmenningarhúsinu seinnipart dags í gær. 17. mars 2012 06:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Ég er saklaus af þessu öllu saman“ "Ég er mjög feginn að þessum þætti málsins er lokið,“ sagði Geir H. Haarde, sem ákærður er fyrir Landsdómi, þegar aðalmeðferð málsins var lokið fyrir dóminum í Þjóðmenningarhúsinu seinnipart dags í gær. 17. mars 2012 06:00