Gera heimildarmynd um Örlyg Sturluson 15. mars 2012 14:30 Þeir Erlingur Jack Guðmundsson, Anton Sigurðsson, Guðjón Hrafn Guðmundsson og Garðar Örn Arnarsson ætla sér stóra hluti með framleiðslufyrirtækið Ogfilms. Fréttabladid/gva „Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu," segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. Örlygur þótti mjög efnilegur körfuboltakappi en hann lést af slysförum fyrir 12 árum síðan, þá 18 ára gamall. Örlygur spilaði með körfuboltaliði Njarðvíkur þar sem hann þótti í sérflokki sem leikstjórnandi. Samstarfsfélagi Erlings hjá Ogfilms, Garðar Örn Arnarsson, ætlar leikstýrir myndinni. „Garðar er frá Reykjanesbæ og langaði einfaldlega að gera mynd til að heiðra minningu Örlygs, en hann var einn af bestu körfuboltamönnum á Íslandi þegar hann lést," segir Erlingur en áætlað er að myndin verði sýnd fyrir lok þessa árs. Framleiðslufyrirtækið Ogfilms er nýtt fyrirtæki stofnað af þeim Erlingi og Garðari ásamt Antoni Sigurðssyni og Guðjóni Hrafni Guðmundssyni en þeir voru skólafélagar í Kvikmyndaskóla Íslands. Þess dagana eru þeir að leggja lokahönd á stuttmyndina Grafir og bein sem skartar leikurunum Hilmi Snæ Guðnasyni og Margréti Vilhjálmsdóttur í aðalhlutverkum. Einnig eru þeir bæði með sjónvarpsþætti, kvikmyndir og auglýsingar á teikniborðinu. „Auðvitað er þetta mikil bjartsýni en það þýðir ekkert annað en að kýla á þetta. Þetta er erfiður markaður og þétt setið um öll verkefni en það þýðir ekkert að láta það stoppa sig heldur bara ryðjast áfram," segir Erlingur en næsta skref fyrirtækisins er að koma stuttmyndinni á hinar ýmsu hátíðir út í heimi." -áp Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum rétt byrjaðir í framleiðsluferlinu," segir framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson hjá Ogfilms um væntanlega heimildamynd um körfuboltakappann Örlyg Aron Sturluson. Stöð 2 hefur þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni. Örlygur þótti mjög efnilegur körfuboltakappi en hann lést af slysförum fyrir 12 árum síðan, þá 18 ára gamall. Örlygur spilaði með körfuboltaliði Njarðvíkur þar sem hann þótti í sérflokki sem leikstjórnandi. Samstarfsfélagi Erlings hjá Ogfilms, Garðar Örn Arnarsson, ætlar leikstýrir myndinni. „Garðar er frá Reykjanesbæ og langaði einfaldlega að gera mynd til að heiðra minningu Örlygs, en hann var einn af bestu körfuboltamönnum á Íslandi þegar hann lést," segir Erlingur en áætlað er að myndin verði sýnd fyrir lok þessa árs. Framleiðslufyrirtækið Ogfilms er nýtt fyrirtæki stofnað af þeim Erlingi og Garðari ásamt Antoni Sigurðssyni og Guðjóni Hrafni Guðmundssyni en þeir voru skólafélagar í Kvikmyndaskóla Íslands. Þess dagana eru þeir að leggja lokahönd á stuttmyndina Grafir og bein sem skartar leikurunum Hilmi Snæ Guðnasyni og Margréti Vilhjálmsdóttur í aðalhlutverkum. Einnig eru þeir bæði með sjónvarpsþætti, kvikmyndir og auglýsingar á teikniborðinu. „Auðvitað er þetta mikil bjartsýni en það þýðir ekkert annað en að kýla á þetta. Þetta er erfiður markaður og þétt setið um öll verkefni en það þýðir ekkert að láta það stoppa sig heldur bara ryðjast áfram," segir Erlingur en næsta skref fyrirtækisins er að koma stuttmyndinni á hinar ýmsu hátíðir út í heimi." -áp
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira