Mikilvægar fyrirmyndir Steinunn Stefánsdóttir skrifar 15. mars 2012 06:00 Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í gær. Þetta er í sjöunda sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaun að undangengnum ábendingum lesenda um samborgara og félagasamtök sem vinna margvísleg góðverk. Markmiðið með verðlaununum er að staldra við og veita athygli góðum og þörfum verkum sem unnin eru svo víða í samfélaginu. Þessi verk eru misáberandi. Af sumum vita margir en af öðrum kannski aðeins þeir sem njóta þeirra með beinum hætti. Þegar að er gáð eru þeir býsna margir sem leggja talsvert á sig til að láta gott af sér leiða og bæta samfélagið. Auk þess sem kærleiksverkin skipta jafnvel sköpum fyrir þá sem njóta þeirra þá eru þeir einstaklingar sem inna þau af hendi mikilvægar fyrirmyndir öðrum. Sem fyrr sendu lesendur blaðsins inn margar og góðar tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna. Dómnefnd stóð því frammi fyrir vandaverki þegar kom að því að velja úr en að sama skapi afar ánægjulegu verkefni. Þeir sem útnefndir eru og verðlaunaðir eru fulltrúar fjöldamargra annarra sem í öllum kimum samfélagsins láta gott af sér leiða á hverjum degi, ýmist með sjálfboðastarfi eða með því að inna starf sitt betur af hendi en hægt er að ætlast til. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins komu að þessu sinni í hlut áfangaheimilisins Dyngjunnar. Í Dyngjunni býðst konum á leið úr áfengis- og vímuefnameðferð samastaður meðan þær koma undir sig fótum í nýju lífi. Þar fá þær svigrúm til að byggja upp allsgáðan ábyrgan lífsstíl að lokinni meðferð. Pauline McCarthy er hvunndagshetja ársins. Auk þess að vinna sjálfboðastörf bæði fyrir Rauða krossinn og Mæðrastyrksnefnd á Akranesi hefur hún opnað heimili sitt þeim sem eru einir á jólum. Verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar komu í ár í hlut Bandalags íslenskra skáta sem í ár fagnar 100 ára afmæli og gegnir mikilvægu hlutverki sem valkostur í uppbyggilegu frístundastarfi barna og ungmenna. Sjónvarpsþátturinn Með okkar augum hlaut verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Þættirnir eru lóð á vogarskálar þess að breyta þeirri ímynd sem þorri fólks hefur af einstaklingum með þroskahömlun. Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins komu í ár í hlut Þorvaldar Kristinssonar sem undanfarna þrjá áratugi hefur verið einn af máttarstólpunum í baráttu samkynhneigðra fyrir réttindum og viðurkenningu. Framlög þessara verðlaunahafa til samfélagsins eru hver með sínum hætti en þau eiga sameiginlegt að vera mikils verð. Það sama á við um alla hina sem útnefndir voru. Fjöldamargir njóta beinlínis góðs af verkum þeirra en sú fyrirmynd sem þau skapa skiptir einnig miklu máli. Verðlaunahöfum og öllum tilnefndum er óskað til hamingju og færðar þakkir fyrir framlag sitt til betra samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í gær. Þetta er í sjöunda sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaun að undangengnum ábendingum lesenda um samborgara og félagasamtök sem vinna margvísleg góðverk. Markmiðið með verðlaununum er að staldra við og veita athygli góðum og þörfum verkum sem unnin eru svo víða í samfélaginu. Þessi verk eru misáberandi. Af sumum vita margir en af öðrum kannski aðeins þeir sem njóta þeirra með beinum hætti. Þegar að er gáð eru þeir býsna margir sem leggja talsvert á sig til að láta gott af sér leiða og bæta samfélagið. Auk þess sem kærleiksverkin skipta jafnvel sköpum fyrir þá sem njóta þeirra þá eru þeir einstaklingar sem inna þau af hendi mikilvægar fyrirmyndir öðrum. Sem fyrr sendu lesendur blaðsins inn margar og góðar tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna. Dómnefnd stóð því frammi fyrir vandaverki þegar kom að því að velja úr en að sama skapi afar ánægjulegu verkefni. Þeir sem útnefndir eru og verðlaunaðir eru fulltrúar fjöldamargra annarra sem í öllum kimum samfélagsins láta gott af sér leiða á hverjum degi, ýmist með sjálfboðastarfi eða með því að inna starf sitt betur af hendi en hægt er að ætlast til. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins komu að þessu sinni í hlut áfangaheimilisins Dyngjunnar. Í Dyngjunni býðst konum á leið úr áfengis- og vímuefnameðferð samastaður meðan þær koma undir sig fótum í nýju lífi. Þar fá þær svigrúm til að byggja upp allsgáðan ábyrgan lífsstíl að lokinni meðferð. Pauline McCarthy er hvunndagshetja ársins. Auk þess að vinna sjálfboðastörf bæði fyrir Rauða krossinn og Mæðrastyrksnefnd á Akranesi hefur hún opnað heimili sitt þeim sem eru einir á jólum. Verðlaun í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar komu í ár í hlut Bandalags íslenskra skáta sem í ár fagnar 100 ára afmæli og gegnir mikilvægu hlutverki sem valkostur í uppbyggilegu frístundastarfi barna og ungmenna. Sjónvarpsþátturinn Með okkar augum hlaut verðlaun í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Þættirnir eru lóð á vogarskálar þess að breyta þeirri ímynd sem þorri fólks hefur af einstaklingum með þroskahömlun. Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins komu í ár í hlut Þorvaldar Kristinssonar sem undanfarna þrjá áratugi hefur verið einn af máttarstólpunum í baráttu samkynhneigðra fyrir réttindum og viðurkenningu. Framlög þessara verðlaunahafa til samfélagsins eru hver með sínum hætti en þau eiga sameiginlegt að vera mikils verð. Það sama á við um alla hina sem útnefndir voru. Fjöldamargir njóta beinlínis góðs af verkum þeirra en sú fyrirmynd sem þau skapa skiptir einnig miklu máli. Verðlaunahöfum og öllum tilnefndum er óskað til hamingju og færðar þakkir fyrir framlag sitt til betra samfélags.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun