Ný kynslóð láti í sér heyra Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 13. mars 2012 06:00 Sú hefð hefur myndast á Íslandi að ekki hefur þótt til siðs að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Tvívegis hefur þessi hefð verið rofin, árin 1988 og 2004, en með fullri virðingu fyrir frambjóðendunum sem buðu sig fram gegn forseta í hvort skipti áttu þeir svo til enga möguleika á kjöri. Að teknu tilliti til þess má því segja sem svo að hingað til hafi einu sinni kjörnir forsetar getað setið í embættinu að vild. Hefðinni fylgja vissir kostir. Til að mynda má segja að meiri festa hafi verið í stjórnskipuninni en ella, þá losna skattgreiðendur við nokkurn kostnað teljist einn frambjóðandi sjálfkjörinn. Að því sögðu fylgja henni einnig gallar, ekki síst sá stóri galli að lýðræðislegt umboð veikist eftir því sem lengra líður frá kosningum. Árið 1996 kusu 68.370 Ólaf Ragnar Grímsson. Um síðustu áramót voru 74.594 á kosningaaldri sem höfðu ekki atkvæðisrétt árið 1996. Það eru sem sagt fleiri nú á kjörskrá sem höfðu ekki kosningarétt árið 1996 en kusu Ólaf á sínum tíma. Vitanlega ber þó að taka fram að 90.662 kusu Ólaf árið 2004, en um helmingar þessara „nýju" kjósenda hafði raunar ekki heldur kosningarétt það árið. Í ljósi fyrri fyrirvara um kosningarnar 2004 leyfi ég mér þó að segja að þriðjungur kjósenda hafi aldrei raunverulega fengið að velja sér forseta. Af þessum sökum hefur það vakið forvitni undirritaðs hve lítið ungt fólk hefur haft sig í frammi í umræðunni um komandi forsetakjör. Segja má að tvær fylkingar hafi undanfarið orðið til í tengslum við kjörið. Annars vegar helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars og hins vegar þeir sem eru orðnir hvað þreyttastir á veru hans á Bessastöðum. Annar hópurinn safnaði um 32 þúsund undirskriftum þar sem skorað var á Ólaf að gefa kost á sér á ný en hinn hefur safnast saman á Facebook þar sem leitað er að öðrum frambærilegum frambjóðanda. Þegar litið er til hópanna virðist sem svo að lítið af ungu fólki láti sig málið varða. Af þeim um það bil 30 einstaklingum sem afhentu Ólafi Ragnari undirskriftirnar á Bessastöðum virtist undirrituðum sem enginn í hópnum væri undir fertugu. Að sama skapi hafa fáir undir fertugu gert sig gildandi í Facebook-hópnum. Það er fagnaðarefni að útlit sé fyrir að kjósendur fái á ný að velja sér forseta. Ekki síst að sá þriðjungur kjósenda sem aldrei hefur tekið þátt í raunverulegu forsetavali fái nú loks tækifæri til þess. Það er hins vegar vonandi að sá hópur hafi meiri áhrif á ferlið hér eftir en hingað til. Það skiptir talsverðu máli hver situr á Bessastöðum. Ungt fólk ætti að velta því fyrir sér hvers konar forseta það vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Sú hefð hefur myndast á Íslandi að ekki hefur þótt til siðs að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Tvívegis hefur þessi hefð verið rofin, árin 1988 og 2004, en með fullri virðingu fyrir frambjóðendunum sem buðu sig fram gegn forseta í hvort skipti áttu þeir svo til enga möguleika á kjöri. Að teknu tilliti til þess má því segja sem svo að hingað til hafi einu sinni kjörnir forsetar getað setið í embættinu að vild. Hefðinni fylgja vissir kostir. Til að mynda má segja að meiri festa hafi verið í stjórnskipuninni en ella, þá losna skattgreiðendur við nokkurn kostnað teljist einn frambjóðandi sjálfkjörinn. Að því sögðu fylgja henni einnig gallar, ekki síst sá stóri galli að lýðræðislegt umboð veikist eftir því sem lengra líður frá kosningum. Árið 1996 kusu 68.370 Ólaf Ragnar Grímsson. Um síðustu áramót voru 74.594 á kosningaaldri sem höfðu ekki atkvæðisrétt árið 1996. Það eru sem sagt fleiri nú á kjörskrá sem höfðu ekki kosningarétt árið 1996 en kusu Ólaf á sínum tíma. Vitanlega ber þó að taka fram að 90.662 kusu Ólaf árið 2004, en um helmingar þessara „nýju" kjósenda hafði raunar ekki heldur kosningarétt það árið. Í ljósi fyrri fyrirvara um kosningarnar 2004 leyfi ég mér þó að segja að þriðjungur kjósenda hafi aldrei raunverulega fengið að velja sér forseta. Af þessum sökum hefur það vakið forvitni undirritaðs hve lítið ungt fólk hefur haft sig í frammi í umræðunni um komandi forsetakjör. Segja má að tvær fylkingar hafi undanfarið orðið til í tengslum við kjörið. Annars vegar helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars og hins vegar þeir sem eru orðnir hvað þreyttastir á veru hans á Bessastöðum. Annar hópurinn safnaði um 32 þúsund undirskriftum þar sem skorað var á Ólaf að gefa kost á sér á ný en hinn hefur safnast saman á Facebook þar sem leitað er að öðrum frambærilegum frambjóðanda. Þegar litið er til hópanna virðist sem svo að lítið af ungu fólki láti sig málið varða. Af þeim um það bil 30 einstaklingum sem afhentu Ólafi Ragnari undirskriftirnar á Bessastöðum virtist undirrituðum sem enginn í hópnum væri undir fertugu. Að sama skapi hafa fáir undir fertugu gert sig gildandi í Facebook-hópnum. Það er fagnaðarefni að útlit sé fyrir að kjósendur fái á ný að velja sér forseta. Ekki síst að sá þriðjungur kjósenda sem aldrei hefur tekið þátt í raunverulegu forsetavali fái nú loks tækifæri til þess. Það er hins vegar vonandi að sá hópur hafi meiri áhrif á ferlið hér eftir en hingað til. Það skiptir talsverðu máli hver situr á Bessastöðum. Ungt fólk ætti að velta því fyrir sér hvers konar forseta það vill.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun