Of feit fyrir þig? Brynhildur Björnsdóttir skrifar 9. mars 2012 09:00 Ég heiti Brynhildur og ég er ekki óhamingjusöm. Ég lifi góðu lífi, er í skemmtilegu og gefandi starfi, á yndislega fjölskyldu og frábæra vini. Ég er heilsuhraust, stunda afar skemmtilega líkamsrækt þrisvar í viku, nýt þess að lesa góðar bækur og fara í leikhús, hef ekki teljandi fjárhagsáhyggjur og á fullt af flottum fötum. Já, ég er fegurðardrottning. Ég fór í Hjartavernd um daginn og stóðst öll próf þar með einstakri prýði. Blóðþrýstingur aðeins of lágur en blóðsykur í besta lagi, sem og öll möguleg kólesteról. Ég er hress, hamingjusöm og virk. Og þrjátíu kílóum of þung. Það er víst nefnilega ekkert sjálfgefið samasemmerki milli ofþyngdar og sjúkdóma. Ég hef reyndar einu sinni þurft að taka þunglyndislyf. Það var eftir að ég náði af mér tuttugu kílóum með því að taka megrunarduft, brennslupillur og orkute í nokkra mánuði. Ég borðaði ekkert og svaf ekkert heldur misbauð líkamanum þannig að hann hætti að framleiða náttúruleg gleðiefni. En vá, hvað ég var mjó! Ég er ein af þeim sem hafa alla ævi barist við fitupúkann og notað opinberar skoðanir á holdafari sem merkimiða á lífsgæði og gleði. Það var alveg sama hvaða sigra ég vann í lífinu, alltaf var kílóatalan í lok dags mælikvarðinn sem allt miðaðist við. Þangað til að ég ákvað einn góðan veðurdag að hætta að láta áhyggjur af líkamsþyngd stjórna lífi mínu. Og viti menn, því minna af áhyggjum og vansæld sem ég gaf fitupúkanum, þeim mun glaðari varð ég. Og uppgötvaði að það er ekki samasemmerki á milli þess að vera óhamingjusöm og feit. Heldur ekki heilsulaus, heimsk eða leiðinleg og feit. Mér fór smám saman að líka bara ágætlega að vera ég, hamingjusöm í mínu eigin skinni og því sem sumir kalla skvap en aðrir mýkt og kvenlegar línur. Þess vegna er ég orðin svo þreytt á því að lesa í blöðunum og sjá á skjá að ég sé ekki í lagi, ég hljóti að vera óhamingjusöm af því að ég er feit og að það sé ekkert til betra í lífinu en að grennast um þrjátíu kíló. Til hamingju með árangurinn, allir sem hafa náð sínum persónulegu markmiðum í starfi, námi eða líkamsrækt. Sjálf hef ég náð þeim árangri að vera sátt við mig eins og ég er. Og það er mjög góð tilfinning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun
Ég heiti Brynhildur og ég er ekki óhamingjusöm. Ég lifi góðu lífi, er í skemmtilegu og gefandi starfi, á yndislega fjölskyldu og frábæra vini. Ég er heilsuhraust, stunda afar skemmtilega líkamsrækt þrisvar í viku, nýt þess að lesa góðar bækur og fara í leikhús, hef ekki teljandi fjárhagsáhyggjur og á fullt af flottum fötum. Já, ég er fegurðardrottning. Ég fór í Hjartavernd um daginn og stóðst öll próf þar með einstakri prýði. Blóðþrýstingur aðeins of lágur en blóðsykur í besta lagi, sem og öll möguleg kólesteról. Ég er hress, hamingjusöm og virk. Og þrjátíu kílóum of þung. Það er víst nefnilega ekkert sjálfgefið samasemmerki milli ofþyngdar og sjúkdóma. Ég hef reyndar einu sinni þurft að taka þunglyndislyf. Það var eftir að ég náði af mér tuttugu kílóum með því að taka megrunarduft, brennslupillur og orkute í nokkra mánuði. Ég borðaði ekkert og svaf ekkert heldur misbauð líkamanum þannig að hann hætti að framleiða náttúruleg gleðiefni. En vá, hvað ég var mjó! Ég er ein af þeim sem hafa alla ævi barist við fitupúkann og notað opinberar skoðanir á holdafari sem merkimiða á lífsgæði og gleði. Það var alveg sama hvaða sigra ég vann í lífinu, alltaf var kílóatalan í lok dags mælikvarðinn sem allt miðaðist við. Þangað til að ég ákvað einn góðan veðurdag að hætta að láta áhyggjur af líkamsþyngd stjórna lífi mínu. Og viti menn, því minna af áhyggjum og vansæld sem ég gaf fitupúkanum, þeim mun glaðari varð ég. Og uppgötvaði að það er ekki samasemmerki á milli þess að vera óhamingjusöm og feit. Heldur ekki heilsulaus, heimsk eða leiðinleg og feit. Mér fór smám saman að líka bara ágætlega að vera ég, hamingjusöm í mínu eigin skinni og því sem sumir kalla skvap en aðrir mýkt og kvenlegar línur. Þess vegna er ég orðin svo þreytt á því að lesa í blöðunum og sjá á skjá að ég sé ekki í lagi, ég hljóti að vera óhamingjusöm af því að ég er feit og að það sé ekkert til betra í lífinu en að grennast um þrjátíu kíló. Til hamingju með árangurinn, allir sem hafa náð sínum persónulegu markmiðum í starfi, námi eða líkamsrækt. Sjálf hef ég náð þeim árangri að vera sátt við mig eins og ég er. Og það er mjög góð tilfinning.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun