Áfengir koffíndrykkir sendir til EFTA-dóms 25. febrúar 2012 07:00 Vínbúð Heimilt var að selja áfenga koffíndrykki til ársins 2009, þegar bann var lagt við sölu þeirra í vínbúðunum með nýrri reglugerð. Því banni vill áfengisheildsali fá hnekkt.Fréttablaðið/GVA Bann íslenskra stjórnvalda við sölu á áfengum drykkjum með koffíni í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-dómstólinn til að fá úr því skorið hvort það standist ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). Þar með eru tvö mál á leið fyrir dómstólinn, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur annar áfengisheildsali farið fram á að fá ráðgefandi úrskurð dómstólsins um heimildir ÁTVR til að neita að taka áfengistegundir í sölu. Drykkurinn Cult Shaker var fáanlegur í vínbúðum frá árinu 2006. Þegar nýjar reglur um vöruúrval ÁTVR um leyfilegt innihald á koffíni í áfengi tóku gildi árið 2009 tóku verslanirnar drykkinn úr sölu þar sem koffíninnihald hans var yfir leyfilegum mörkum. Ákvörðun ÁTVR var kærð til fjármálaráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðunina. Áfengisheildsalinn Vín Tríó, sem flutti drykkinn til landsins, höfðaði mál fyrir héraðsdómi til að fá niðurstöðunni hnekkt. „Ákvörðunin byggði ekki á neinum rannsóknum, það hafði ekkert komið fram að svona drykkir væru skaðlegri en áfengi almennt," segir Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Vín Tríó. Hann segir þá ákvörðun stjórnvalda að banna áfengistegundir sem innihaldi koffín skýrt brot á reglum EES-samningsins um frjálst flæði vöru. Engin rök séu fyrir því að banna þessa drykki þegar óáfengir koffíndrykkir séu seldir í verslunum, og séu gjarnan notaðir með áfengi. Íslenska ríkið tók til varnar í málinu, og taldi viðurkennt að ríki hefði heimild til að takmarka aðgang að áfengi á grundvelli heilsufarslegra sjónarmiða. Héraðsdómur tók ekki afstöðu í málinu, heldur ákvað að óska eftir ráðgefandi úrskurði EFTA-dómstólsins. Því mótmælti lögmaður íslenska ríkisins og kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Birgir segist vonast til þess að EFTA-dómstóllinn komist að niðurstöðu í málinu fyrir sumarið. brjann@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25. febrúar 2012 11:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Bann íslenskra stjórnvalda við sölu á áfengum drykkjum með koffíni í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-dómstólinn til að fá úr því skorið hvort það standist ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). Þar með eru tvö mál á leið fyrir dómstólinn, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur annar áfengisheildsali farið fram á að fá ráðgefandi úrskurð dómstólsins um heimildir ÁTVR til að neita að taka áfengistegundir í sölu. Drykkurinn Cult Shaker var fáanlegur í vínbúðum frá árinu 2006. Þegar nýjar reglur um vöruúrval ÁTVR um leyfilegt innihald á koffíni í áfengi tóku gildi árið 2009 tóku verslanirnar drykkinn úr sölu þar sem koffíninnihald hans var yfir leyfilegum mörkum. Ákvörðun ÁTVR var kærð til fjármálaráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðunina. Áfengisheildsalinn Vín Tríó, sem flutti drykkinn til landsins, höfðaði mál fyrir héraðsdómi til að fá niðurstöðunni hnekkt. „Ákvörðunin byggði ekki á neinum rannsóknum, það hafði ekkert komið fram að svona drykkir væru skaðlegri en áfengi almennt," segir Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Vín Tríó. Hann segir þá ákvörðun stjórnvalda að banna áfengistegundir sem innihaldi koffín skýrt brot á reglum EES-samningsins um frjálst flæði vöru. Engin rök séu fyrir því að banna þessa drykki þegar óáfengir koffíndrykkir séu seldir í verslunum, og séu gjarnan notaðir með áfengi. Íslenska ríkið tók til varnar í málinu, og taldi viðurkennt að ríki hefði heimild til að takmarka aðgang að áfengi á grundvelli heilsufarslegra sjónarmiða. Héraðsdómur tók ekki afstöðu í málinu, heldur ákvað að óska eftir ráðgefandi úrskurði EFTA-dómstólsins. Því mótmælti lögmaður íslenska ríkisins og kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Birgir segist vonast til þess að EFTA-dómstóllinn komist að niðurstöðu í málinu fyrir sumarið. brjann@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25. febrúar 2012 11:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25. febrúar 2012 11:00