Bullhagfræði lýðskrumaranna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, skrifaði rökfasta grein hér í blaðið í gær þar sem hann útskýrði í einföldu og auðskildu máli hvernig allar hugmyndir um almenna niðurfærslu skulda leiða til sömu eða svipaðrar niðurstöðu; að reikningurinn verði sendur skattgreiðendum og/eða lífeyrisþegum. Þessi niðurstaða hefur lengi legið fyrir. Í upphafi höfðu sumir hugmyndir um að hægt yrði að láta erlenda kröfuhafa borga niðurfærslu lána með því að nýta afsláttinn sem gefinn var af lánasöfnum við færslu þeirra úr gömlu bönkunum í þá nýju. Þegar í ljós kom að það svigrúm var þegar fullnýtt börðu einhverjir enn höfðinu við steininn, þrátt fyrir að sýnt hefði verið fram á að ekki var öðrum til að dreifa en almenningi í landinu til að borga niðurfærsluna; hún væri með öðrum orðum aðeins endurdreifing á tjóninu. Til að komast fram hjá þessu vandamáli hafa verið settar fram furðulegar hugmyndir um að hægt sé að setja af stað „hringrás peninga" þar sem Seðlabankinn prenti peninga til að láta skuldara hafa, þeir borgi niður lánin sín og bankarnir borgi svo peningana aftur inn í Seðlabankann, sem leggi þá inn í sérstakt eignarhaldsfélag. Allir sáttir og enginn borgar, ekki satt? Fyrir þessu hefur Lilja Mósesdóttir, foringi Samstöðu, flokks með fimmtungs fylgi samkvæmt skoðanakönnunum, meðal annars talað. Þórarinn G. Pétursson afhjúpar þetta tal sem bullhagfræði. Að sjálfsögðu borgar alltaf einhver þegar á að láta skuldara hafa 200 milljarða króna, í þessu tilviki skattgreiðendur. Ef þessi peningavél væri til í raun og veru mætti nota hana til ýmissa góðra verka, til dæmis til að bjarga evrusvæðinu og eyða hungrinu í heiminum, eins og Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor benti á nýlega. En peningamaskínan er bara til í draumaveröld loddara sem sækjast eftir vinsældum skuldsetts almennings – og jafnvel atkvæðum. Lýðskrumararnir eru í öllum flokkum. Hugsanlega varpar það ryki í augu einhverra kjósenda að sumir þeirra hafa lokið prófi í hagfræði og aðrir meira að segja kennt hana í háskóla. Fólk gæti þess vegna haldið að fyrirheitin um skuldalækkun væru byggð á hagfræðilegri þekkingu. Það eru þau ekki og skírskota ekki heldur til heilbrigðrar skynsemi. Þau eru ósköp venjulegt pólitískt lýðskrum, sveipuð búningi fræðikenninga sem reynast vera bull. Sams konar pólitík hefur komið mörgum ríkjum á vonarvöl. Þórarinn G. Pétursson bendir á að almenn skuldaniðurfelling til allra sé ómarkviss aðgerð, enda myndi stór hluti hennar helzt nýtast þeim sem ekkert þurfa á henni að halda. Að halda því fram að hún þurfi ekki að kosta neitt sé „bæði villandi og óábyrgt". Þeim minnihluta heimila sem ráða ekki við skuldir sínar þarf að reyna að hjálpa með þeim sértæku úrræðum sem þegar hafa verið ákveðin. Og sumum verður ekki bjargað frá því að missa eignir sínar. Þetta er hinn kaldi, óvinsæli raunveruleiki sem á svo illa heima í draumaveröld pólitískra lukkuriddara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, skrifaði rökfasta grein hér í blaðið í gær þar sem hann útskýrði í einföldu og auðskildu máli hvernig allar hugmyndir um almenna niðurfærslu skulda leiða til sömu eða svipaðrar niðurstöðu; að reikningurinn verði sendur skattgreiðendum og/eða lífeyrisþegum. Þessi niðurstaða hefur lengi legið fyrir. Í upphafi höfðu sumir hugmyndir um að hægt yrði að láta erlenda kröfuhafa borga niðurfærslu lána með því að nýta afsláttinn sem gefinn var af lánasöfnum við færslu þeirra úr gömlu bönkunum í þá nýju. Þegar í ljós kom að það svigrúm var þegar fullnýtt börðu einhverjir enn höfðinu við steininn, þrátt fyrir að sýnt hefði verið fram á að ekki var öðrum til að dreifa en almenningi í landinu til að borga niðurfærsluna; hún væri með öðrum orðum aðeins endurdreifing á tjóninu. Til að komast fram hjá þessu vandamáli hafa verið settar fram furðulegar hugmyndir um að hægt sé að setja af stað „hringrás peninga" þar sem Seðlabankinn prenti peninga til að láta skuldara hafa, þeir borgi niður lánin sín og bankarnir borgi svo peningana aftur inn í Seðlabankann, sem leggi þá inn í sérstakt eignarhaldsfélag. Allir sáttir og enginn borgar, ekki satt? Fyrir þessu hefur Lilja Mósesdóttir, foringi Samstöðu, flokks með fimmtungs fylgi samkvæmt skoðanakönnunum, meðal annars talað. Þórarinn G. Pétursson afhjúpar þetta tal sem bullhagfræði. Að sjálfsögðu borgar alltaf einhver þegar á að láta skuldara hafa 200 milljarða króna, í þessu tilviki skattgreiðendur. Ef þessi peningavél væri til í raun og veru mætti nota hana til ýmissa góðra verka, til dæmis til að bjarga evrusvæðinu og eyða hungrinu í heiminum, eins og Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor benti á nýlega. En peningamaskínan er bara til í draumaveröld loddara sem sækjast eftir vinsældum skuldsetts almennings – og jafnvel atkvæðum. Lýðskrumararnir eru í öllum flokkum. Hugsanlega varpar það ryki í augu einhverra kjósenda að sumir þeirra hafa lokið prófi í hagfræði og aðrir meira að segja kennt hana í háskóla. Fólk gæti þess vegna haldið að fyrirheitin um skuldalækkun væru byggð á hagfræðilegri þekkingu. Það eru þau ekki og skírskota ekki heldur til heilbrigðrar skynsemi. Þau eru ósköp venjulegt pólitískt lýðskrum, sveipuð búningi fræðikenninga sem reynast vera bull. Sams konar pólitík hefur komið mörgum ríkjum á vonarvöl. Þórarinn G. Pétursson bendir á að almenn skuldaniðurfelling til allra sé ómarkviss aðgerð, enda myndi stór hluti hennar helzt nýtast þeim sem ekkert þurfa á henni að halda. Að halda því fram að hún þurfi ekki að kosta neitt sé „bæði villandi og óábyrgt". Þeim minnihluta heimila sem ráða ekki við skuldir sínar þarf að reyna að hjálpa með þeim sértæku úrræðum sem þegar hafa verið ákveðin. Og sumum verður ekki bjargað frá því að missa eignir sínar. Þetta er hinn kaldi, óvinsæli raunveruleiki sem á svo illa heima í draumaveröld pólitískra lukkuriddara.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun