Formaður gagnrýnir vinnubrögð Alþingis 24. febrúar 2012 07:30 Salvör Nordal. Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni. Salvör setur þessa gagnrýni fram í bréfi til forsætisnefndar Alþingis. Hún getur ekki mætt til fundarins og það hyggst annar stjórnlagaráðsfulltrúi, Pawel Bartoszek, ekki heldur gera. Fleiri stjórnlagaþingsfulltrúar hafa sínar efasemdir. Samkvæmt þingsályktun sem Alþingi samþykkti á miðvikudag er stjórnlagaráð kallað saman til fjögurra daga vinnufundar í byrjun mars. Þar á að gefa ráðinu kost á því að fjalla um spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um nokkur atriði í frumvarpi ráðsins til stjórnarskipunarlaga. Salvör fagnar því að Alþingi gefi stjórnlagaráði tækifæri til að fjalla um tillögur nefndarinnar, enda hafi ráðið lýst sig reiðubúið til að koma aftur að málinu. „Ég geri þó alvarlegar athugasemdir við það hversu fyrirvarinn er skammur og hversu óskýrt hlutverk fundarins er, bæði um hvað hann eigi að fjalla og hverju hann eigi að skila. Vert er að geta þess að ekkert samstarf var haft við stjórn stjórnlagaráðs við mótun þingstillögunnar," segir Salvör í bréfinu. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir boðað til vinnufundarins af virðingu við störf ráðsins, og stjórnlagaráðsfulltrúarnir hefðu mikið um það að segja hvernig vinnufundurinn færi fram. Hún segir að fimm fulltrúar ráðsins hafi fyrir hálfum mánuði sagt á fundi með nefndarmönnum að þeir teldu sig ekki hafa umboð til að fjalla um spurningar og tillögur þingnefndarinnar. „Þess vegna var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar að nauðsynlegt væri að ná fulltrúunum saman á einn stað." Pawel Bartoszek gagnrýnir málatilbúnað Alþingis harðlega í grein í blaðinu í dag og þá staðreynd að tillögur ráðsins hafi ekki fengið efnislega meðferð í þinginu. Hann vill að fallið verði frá ráðgefandi þjóðaratkvæði í sumar og hvetur þingheim til að móta sér afstöðu til tillagnanna fyrst. Hart var tekist á um málið á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu furðu sinni á fundarboði þegar ekki lægi fyrir hvort fulltrúarnir gætu yfirleitt mætt. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær gáfu fulltrúar minnihlutans, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lítið fyrir að fá að vísa spurningum til stjórnlagaráðs. - shá Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni. Salvör setur þessa gagnrýni fram í bréfi til forsætisnefndar Alþingis. Hún getur ekki mætt til fundarins og það hyggst annar stjórnlagaráðsfulltrúi, Pawel Bartoszek, ekki heldur gera. Fleiri stjórnlagaþingsfulltrúar hafa sínar efasemdir. Samkvæmt þingsályktun sem Alþingi samþykkti á miðvikudag er stjórnlagaráð kallað saman til fjögurra daga vinnufundar í byrjun mars. Þar á að gefa ráðinu kost á því að fjalla um spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um nokkur atriði í frumvarpi ráðsins til stjórnarskipunarlaga. Salvör fagnar því að Alþingi gefi stjórnlagaráði tækifæri til að fjalla um tillögur nefndarinnar, enda hafi ráðið lýst sig reiðubúið til að koma aftur að málinu. „Ég geri þó alvarlegar athugasemdir við það hversu fyrirvarinn er skammur og hversu óskýrt hlutverk fundarins er, bæði um hvað hann eigi að fjalla og hverju hann eigi að skila. Vert er að geta þess að ekkert samstarf var haft við stjórn stjórnlagaráðs við mótun þingstillögunnar," segir Salvör í bréfinu. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir boðað til vinnufundarins af virðingu við störf ráðsins, og stjórnlagaráðsfulltrúarnir hefðu mikið um það að segja hvernig vinnufundurinn færi fram. Hún segir að fimm fulltrúar ráðsins hafi fyrir hálfum mánuði sagt á fundi með nefndarmönnum að þeir teldu sig ekki hafa umboð til að fjalla um spurningar og tillögur þingnefndarinnar. „Þess vegna var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar að nauðsynlegt væri að ná fulltrúunum saman á einn stað." Pawel Bartoszek gagnrýnir málatilbúnað Alþingis harðlega í grein í blaðinu í dag og þá staðreynd að tillögur ráðsins hafi ekki fengið efnislega meðferð í þinginu. Hann vill að fallið verði frá ráðgefandi þjóðaratkvæði í sumar og hvetur þingheim til að móta sér afstöðu til tillagnanna fyrst. Hart var tekist á um málið á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu furðu sinni á fundarboði þegar ekki lægi fyrir hvort fulltrúarnir gætu yfirleitt mætt. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær gáfu fulltrúar minnihlutans, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lítið fyrir að fá að vísa spurningum til stjórnlagaráðs. - shá
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira