EFTA mun skera úr um heimildir ÁTVR 24. febrúar 2012 06:00 Bannaður Myndir og texti á umbúðum Tempt-eplamjaðarins þóttu kynferðislegar og ákvað ÁTVR að heimila ekki sölu á drykknum. EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfengisheildsalar hafa deilt hart á stofnunina fyrir að neita að selja áfengistegundir vegna umbúðanna. Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri áfengisheildsölunnar HOB vín, segir ákvarðanir stjórnenda ÁTVR iðulega gerræðislegar og byggja á afar hæpnum forsendum. ÁTVR hafnaði því á síðasta ári að taka Tempt-eplamjöð (cider) í dósum í tilraunasölu meðal annars á þeim forsendum að umbúðirnar væru með kynferðislegum skírskotunum og brytu í bága við almennt velsæmi. Sigurður segir synjun ÁTVR algerlega ómálefnalega, og það eigi við um margar aðrar ákvarðanir sem snúi að honum og öðrum heildsölum. Sigurður höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um heimildir ÁTVR. Stofnunin tók til varna fyrir dómi og taldi enga ástæðu til að fá slíkt álit. Dómurinn tók undir kröfu Sigurðar, og Hæstiréttur staðfesti nýverið að afla skuli álits dómstólsins. Í átta blaðsíðna greinargerð sem unnin var af sjálfstætt starfandi lögmanni fyrir ÁTVR vegna epladrykkjarins er rýnt ítarlega í myndir á umbúðunum og þær sagðar til þess fallnar að gera drykkinn „spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt", og að „kynferðisleg skírskotun" blasi við. Umbúðir eplamjaðarins segir lögmaðurinn vera í „síðrómantískum stíl" sem minni helst á „Moulin Rouge þema" með smágerðum fígúrum, blómum, fuglum og öðru „dúlleríi". Þar segir jafnframt: „Ekki er þörf á því að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn hlaðinn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengisstefnu íslenskra stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á berum kvenmannskroppum." Í reglum sem gilda um vöruúrval í ÁTVR segir meðal annars að umbúðir vöru megi aðeins innihalda skilaboð sem tengist vörunni. Ekki megi vera þar skilaboð sem innihaldi gildishlaðnar upplýsingar, eða gefi til kynna að áfengi auki líkamlega, andlega, félagslega eða kynferðislega getu. Þá megi þær ekki brjóta í bága við almennt velsæmi, meðal annars með því að vera klámfengnar. Lögmaðurinn lagði til að ÁTVR hafnaði því að taka vöruna í sölu meðal annars vegna þess að það gæti opnað dyr fyrir enn grófari umbúðir. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfengisheildsalar hafa deilt hart á stofnunina fyrir að neita að selja áfengistegundir vegna umbúðanna. Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri áfengisheildsölunnar HOB vín, segir ákvarðanir stjórnenda ÁTVR iðulega gerræðislegar og byggja á afar hæpnum forsendum. ÁTVR hafnaði því á síðasta ári að taka Tempt-eplamjöð (cider) í dósum í tilraunasölu meðal annars á þeim forsendum að umbúðirnar væru með kynferðislegum skírskotunum og brytu í bága við almennt velsæmi. Sigurður segir synjun ÁTVR algerlega ómálefnalega, og það eigi við um margar aðrar ákvarðanir sem snúi að honum og öðrum heildsölum. Sigurður höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um heimildir ÁTVR. Stofnunin tók til varna fyrir dómi og taldi enga ástæðu til að fá slíkt álit. Dómurinn tók undir kröfu Sigurðar, og Hæstiréttur staðfesti nýverið að afla skuli álits dómstólsins. Í átta blaðsíðna greinargerð sem unnin var af sjálfstætt starfandi lögmanni fyrir ÁTVR vegna epladrykkjarins er rýnt ítarlega í myndir á umbúðunum og þær sagðar til þess fallnar að gera drykkinn „spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt", og að „kynferðisleg skírskotun" blasi við. Umbúðir eplamjaðarins segir lögmaðurinn vera í „síðrómantískum stíl" sem minni helst á „Moulin Rouge þema" með smágerðum fígúrum, blómum, fuglum og öðru „dúlleríi". Þar segir jafnframt: „Ekki er þörf á því að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn hlaðinn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengisstefnu íslenskra stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á berum kvenmannskroppum." Í reglum sem gilda um vöruúrval í ÁTVR segir meðal annars að umbúðir vöru megi aðeins innihalda skilaboð sem tengist vörunni. Ekki megi vera þar skilaboð sem innihaldi gildishlaðnar upplýsingar, eða gefi til kynna að áfengi auki líkamlega, andlega, félagslega eða kynferðislega getu. Þá megi þær ekki brjóta í bága við almennt velsæmi, meðal annars með því að vera klámfengnar. Lögmaðurinn lagði til að ÁTVR hafnaði því að taka vöruna í sölu meðal annars vegna þess að það gæti opnað dyr fyrir enn grófari umbúðir. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira