Einhvern til að elska Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Ég hef aldrei kosið í alþingiskosningum. Hefur aldrei verið boðið upp á valkost sem ég felli mig við. Geri mér grein fyrir því að kosningarétturinn er mikils virði en finnst sú hugmynd að kjósa flokk, sem hefur alls kyns mál sem ég sætti mig ekki við á stefnuskránni, ógeðfelld. Það væri svona álíka og að deita mann sem ég væri ekkert skotin í, bara til að deita. Sú tilhugsun höfðar ekki til mín og ég sit heima. Tek ekki þátt í leitinni að þeim rétta. Þessi samlíking er ekki eins mikið út í hött og ætla mætti. Utan frá séð virðist hegðun margra íslenskra kjósenda eiga margt sameiginlegt með hegðun örvæntingarfullrar konu í makaleit. Hún sækir sama skemmtistaðinn ár eftir ár og hefur stofnað til lengri eða skemmri sambanda við flesta einhleypa karla sem þar er að finna. Allir hafa þeir brugðist henni á einn eða annan hátt, svikið loforð, haldið framhjá, hunsað óskir hennar og sýnt skoðunum hennar fyrirlitningu. Hún rígheldur þó enn í vonina um að finna þann rétta og fyllist bjartsýni í hvert sinn sem inn slæðist óþekktur maður sem hugsanlega, mögulega, kannski gæti uppfyllt óskir hennar. Sumir þessara nýju gæja eru sætir, aðrir fyndnir og enn aðrir gáfaðir, að minnsta kosti við fyrstu kynni. Spennandi valkostir sem örugglega munu reynast traustari en gömlu sleðarnir sem hún hefur reynt að viðhalda samböndum við. Hún hellir sér út í viðreynsluna, ástin blómstrar og glýjan í augum hennar birgir alla sýn á galla sæta/fyndna/gáfaða gæjans sem er svo allt öðruvísi en allir hinir. Maður óskar henni góðs gengis og vonar það besta, en nokkrum vikum seinna er allt komið í hund og kött, vonirnar brostnar og tárin flæðandi. Nýi gæinn reyndist nefnilega vera nákvæmlega eins og allir hinir. Aðrir kjósendur líkjast meðvirku konunni sem var ung gefin einhverjum Njáli og heldur tryggð við hann þrátt fyrir síendurtekin svik hans. Hann er ekki svipur hjá sjón, slæðist heim í morgunsárið illa til reika eftir að hafa sóað mánaðarlaunum þeirra beggja í sukk og svínarí, en hún gefst ekki upp. Hann var nú sætur einu sinni, þetta var ást, jafnvel sálufélag og einhvers staðar þarna inni í flakinu sem hann er orðinn hlýtur að leynast eitthvað af því sem fékk hana til að elska hann í upphafi. Hann hefur bara lent í slæmum félagsskap þessi elska. Bráðum, bráðum verður allt eins og var ef hún bara lokar augunum nógu lengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Friðrika Benónýsdóttir Skoðanir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun
Ég hef aldrei kosið í alþingiskosningum. Hefur aldrei verið boðið upp á valkost sem ég felli mig við. Geri mér grein fyrir því að kosningarétturinn er mikils virði en finnst sú hugmynd að kjósa flokk, sem hefur alls kyns mál sem ég sætti mig ekki við á stefnuskránni, ógeðfelld. Það væri svona álíka og að deita mann sem ég væri ekkert skotin í, bara til að deita. Sú tilhugsun höfðar ekki til mín og ég sit heima. Tek ekki þátt í leitinni að þeim rétta. Þessi samlíking er ekki eins mikið út í hött og ætla mætti. Utan frá séð virðist hegðun margra íslenskra kjósenda eiga margt sameiginlegt með hegðun örvæntingarfullrar konu í makaleit. Hún sækir sama skemmtistaðinn ár eftir ár og hefur stofnað til lengri eða skemmri sambanda við flesta einhleypa karla sem þar er að finna. Allir hafa þeir brugðist henni á einn eða annan hátt, svikið loforð, haldið framhjá, hunsað óskir hennar og sýnt skoðunum hennar fyrirlitningu. Hún rígheldur þó enn í vonina um að finna þann rétta og fyllist bjartsýni í hvert sinn sem inn slæðist óþekktur maður sem hugsanlega, mögulega, kannski gæti uppfyllt óskir hennar. Sumir þessara nýju gæja eru sætir, aðrir fyndnir og enn aðrir gáfaðir, að minnsta kosti við fyrstu kynni. Spennandi valkostir sem örugglega munu reynast traustari en gömlu sleðarnir sem hún hefur reynt að viðhalda samböndum við. Hún hellir sér út í viðreynsluna, ástin blómstrar og glýjan í augum hennar birgir alla sýn á galla sæta/fyndna/gáfaða gæjans sem er svo allt öðruvísi en allir hinir. Maður óskar henni góðs gengis og vonar það besta, en nokkrum vikum seinna er allt komið í hund og kött, vonirnar brostnar og tárin flæðandi. Nýi gæinn reyndist nefnilega vera nákvæmlega eins og allir hinir. Aðrir kjósendur líkjast meðvirku konunni sem var ung gefin einhverjum Njáli og heldur tryggð við hann þrátt fyrir síendurtekin svik hans. Hann er ekki svipur hjá sjón, slæðist heim í morgunsárið illa til reika eftir að hafa sóað mánaðarlaunum þeirra beggja í sukk og svínarí, en hún gefst ekki upp. Hann var nú sætur einu sinni, þetta var ást, jafnvel sálufélag og einhvers staðar þarna inni í flakinu sem hann er orðinn hlýtur að leynast eitthvað af því sem fékk hana til að elska hann í upphafi. Hann hefur bara lent í slæmum félagsskap þessi elska. Bráðum, bráðum verður allt eins og var ef hún bara lokar augunum nógu lengi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun