Framsókn hissa á fjárnámsfrétt 23. febrúar 2012 06:00 Framsóknarhúsið Framsóknarflokkurinn undrast ummæli framkvæmdastjóra JCDecaux.Fréttablaðið/valli Viðræður hafa staðið yfir milli Framsóknar í Reykjavík og forsvarsmanna fyrirtækisins JCDecaux, sem á og rekur strætóskýli borgarinnar, um uppgjör skuldamáls þeirra. Þess vegna segir lögmaður flokksfélagsins frétt Fréttablaðsins í gær af árangurslausu fjárnámi hjá flokknum koma „verulega á óvart". Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaðurinn Snorri Sturluson hefur sent fjölmiðlum. Þar segist hann jafnframt hissa á ummælum framkvæmdastjóra JCDecaux í Fréttablaðinu, í ljósi þess að unnið hafi verið að lausn málsins. Framkvæmdastjórinn Einar Hermannsson sagðist í Fréttablaðinu í gær ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann mundi krefjast þess að Framsókn í Reykjavík yrði tekin til gjaldþrotaskipta, eins og hægt er að gera innan þriggja vikna frá árangurslausu fjárnámi. Deilan snýst um skuld vegna auglýsinga í strætóskýlum fyrir alþingiskosningarnar 2009. JCDecaux telur Framsókn skulda sér 3,6 milljónir en flokksfélagið telur að þáverandi kosningastjóri þess, Hallur Magnússon, hafi gert munnlegt samkomulag um mun lægri greiðslu. Héraðsdómur hefur dæmt JCDecaux í vil í málinu. Snorri segir að „meint skuld" verði greidd upp þegar samningar liggi fyrir eða Hæstiréttur hafi kveðið upp lokaorð í málinu. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að flokksfélagið í Reykjavík eigi sama og engar eignir, en komi til þess að greiða þurfi skuldina verði það mál leyst. - sh Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Viðræður hafa staðið yfir milli Framsóknar í Reykjavík og forsvarsmanna fyrirtækisins JCDecaux, sem á og rekur strætóskýli borgarinnar, um uppgjör skuldamáls þeirra. Þess vegna segir lögmaður flokksfélagsins frétt Fréttablaðsins í gær af árangurslausu fjárnámi hjá flokknum koma „verulega á óvart". Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaðurinn Snorri Sturluson hefur sent fjölmiðlum. Þar segist hann jafnframt hissa á ummælum framkvæmdastjóra JCDecaux í Fréttablaðinu, í ljósi þess að unnið hafi verið að lausn málsins. Framkvæmdastjórinn Einar Hermannsson sagðist í Fréttablaðinu í gær ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann mundi krefjast þess að Framsókn í Reykjavík yrði tekin til gjaldþrotaskipta, eins og hægt er að gera innan þriggja vikna frá árangurslausu fjárnámi. Deilan snýst um skuld vegna auglýsinga í strætóskýlum fyrir alþingiskosningarnar 2009. JCDecaux telur Framsókn skulda sér 3,6 milljónir en flokksfélagið telur að þáverandi kosningastjóri þess, Hallur Magnússon, hafi gert munnlegt samkomulag um mun lægri greiðslu. Héraðsdómur hefur dæmt JCDecaux í vil í málinu. Snorri segir að „meint skuld" verði greidd upp þegar samningar liggi fyrir eða Hæstiréttur hafi kveðið upp lokaorð í málinu. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að flokksfélagið í Reykjavík eigi sama og engar eignir, en komi til þess að greiða þurfi skuldina verði það mál leyst. - sh
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira