Hrekkjalómur gerði á sig af hræðslu 22. febrúar 2012 05:00 Fjölskyldufaðir var í gær fundinn sekur um frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur og gert að greiða ellefu ára dreng hundrað þúsund krónur í bætur fyrir að valda honum miklu andlegu áfalli í janúar 2010. Drengurinn, þá níu ára, gerði dyraat heima hjá manninum að kvöldi til ásamt vini sínum. Maðurinn bar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi verið orðinn langþreyttur á reglubundnu dyraati heima hjá sér undanfarna þrjá mánuði. Hann hafi því hlaupið út á sokkaleistunum, staðráðinn í að hafa hendur í hári pörupiltanna. Hann náði öðrum þeirra, og var ákærður fyrir að hafa tekið helst til harkalega á honum, gripið í háls hans, hrist hann svo hann féll, hótað að flengja hann og svo farið með hann í íbúð sína og haldið honum þar nauðugum þar til föður drengsins bar að garði. Ríkissaksóknari taldi að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás, hótun og brot gegn frjálsræði og barnaverndarlögum. Drengnum varð svo mikið um aðfarirnar að hann missti bæði þvag og hægðir og hefur átt mjög erfitt með að jafna sig. Dómurinn segir að manninum „hafi verið rétt, eins og á stóð og lýst hefur verið, að reyna að hafa hendur í hári þess eða þeirra sem höfðu valdið honum og fjölskyldu hans ónæði". Við það hafi hann ekki farið yfir strikið og hvorki beitt ofbeldi né hótunum. Hins vegar hafi hann átt að fara með drenginn rakleiðis heim til hans, en ekki heim til sín. Það sé frelsissvipting. Ákvörðun refsingar er frestað í tvö ár. - sh Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Fjölskyldufaðir var í gær fundinn sekur um frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur og gert að greiða ellefu ára dreng hundrað þúsund krónur í bætur fyrir að valda honum miklu andlegu áfalli í janúar 2010. Drengurinn, þá níu ára, gerði dyraat heima hjá manninum að kvöldi til ásamt vini sínum. Maðurinn bar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi verið orðinn langþreyttur á reglubundnu dyraati heima hjá sér undanfarna þrjá mánuði. Hann hafi því hlaupið út á sokkaleistunum, staðráðinn í að hafa hendur í hári pörupiltanna. Hann náði öðrum þeirra, og var ákærður fyrir að hafa tekið helst til harkalega á honum, gripið í háls hans, hrist hann svo hann féll, hótað að flengja hann og svo farið með hann í íbúð sína og haldið honum þar nauðugum þar til föður drengsins bar að garði. Ríkissaksóknari taldi að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás, hótun og brot gegn frjálsræði og barnaverndarlögum. Drengnum varð svo mikið um aðfarirnar að hann missti bæði þvag og hægðir og hefur átt mjög erfitt með að jafna sig. Dómurinn segir að manninum „hafi verið rétt, eins og á stóð og lýst hefur verið, að reyna að hafa hendur í hári þess eða þeirra sem höfðu valdið honum og fjölskyldu hans ónæði". Við það hafi hann ekki farið yfir strikið og hvorki beitt ofbeldi né hótunum. Hins vegar hafi hann átt að fara með drenginn rakleiðis heim til hans, en ekki heim til sín. Það sé frelsissvipting. Ákvörðun refsingar er frestað í tvö ár. - sh
Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira