Þjóðin fái að kjósa um stjórnarskrána 22. febrúar 2012 05:45 Stjórnarskrá Til stendur að kalla stjórnlagaráð saman á ný í sumar fyrir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu.Fréttablaðið/GVA Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt í dag. Hart var deilt um málið á þingi í gær. Seinni umræðu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi en atkvæði verða greidd um málið síðdegis í dag. Deilt var um breytingatillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við tillögu Þórs Saari og fleiri um málið í gær. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni stendur til að leggja fram spurningar um helstu atriði stjórnarskrárinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni gagnrýndu málsmeðferðina og töldu tillöguna ekki þingtæka. Þeir töldu breytingartillöguna svo umfangsmikla að í raun væri um nýja tillögu að ræða. Þá fylgdi henni ekki skrifleg kostnaðaráætlun, líkt og kveður á um í þingsköpum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði hins vegar að um breytingartillögu væri að ræða, meðal annars vegna þess að tillagan bæri enn sama heiti og sú upphaflega. Þá sagði hún að hefð væri fyrir því að ganga ekki hart eftir því að skrifleg kostnaðaráætlun fylgdi. Þá hygðist fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar, Valgerður H. Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, upplýsa um kostnaðinn í framsögu sinni. Olli þetta nokkru orðaskaki hjá þingmönnum, en að því loknu var tillagan tekin á dagskrá. Valgerður sagði eðlilegt að leggja fram breytingar á tillögunni þar sem hún mundi ganga aftur til stjórnlagaráðs áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Tími væri kominn til að stíga næsta skref í málinu. „Við þurfum að efla samráð, fyrst við stjórnlagaráð sem gjörþekkir tillögurnar sem liggja fyrir, og síðan við fólkið í landinu." Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, gagnrýndi að tillögur að þeim spurningum sem beina ætti til stjórnlagaráðs að leggja ætti fyrir þjóðina samhliða atkvæðagreiðslunni lægju ekki fyrir við upphaf umræðunnar, slíkt væri óðagotið. Undir það tóku fleiri. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, hafði uppi miklar efasemdir um að tillagan væri þingtæk. Efnislega sagði hann hana vera skemmri skírn á tillögu Þórs Saari. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmenn kvörtuðu yfir því að Alþingi hefði ekki fengið að ræða málið efnislega og segja skoðun sína á breytingum stjórnarskrárinnar. Það væri ótækt með jafn mikilvægt efni. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt í dag. Hart var deilt um málið á þingi í gær. Seinni umræðu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi en atkvæði verða greidd um málið síðdegis í dag. Deilt var um breytingatillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við tillögu Þórs Saari og fleiri um málið í gær. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni stendur til að leggja fram spurningar um helstu atriði stjórnarskrárinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni gagnrýndu málsmeðferðina og töldu tillöguna ekki þingtæka. Þeir töldu breytingartillöguna svo umfangsmikla að í raun væri um nýja tillögu að ræða. Þá fylgdi henni ekki skrifleg kostnaðaráætlun, líkt og kveður á um í þingsköpum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði hins vegar að um breytingartillögu væri að ræða, meðal annars vegna þess að tillagan bæri enn sama heiti og sú upphaflega. Þá sagði hún að hefð væri fyrir því að ganga ekki hart eftir því að skrifleg kostnaðaráætlun fylgdi. Þá hygðist fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar, Valgerður H. Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, upplýsa um kostnaðinn í framsögu sinni. Olli þetta nokkru orðaskaki hjá þingmönnum, en að því loknu var tillagan tekin á dagskrá. Valgerður sagði eðlilegt að leggja fram breytingar á tillögunni þar sem hún mundi ganga aftur til stjórnlagaráðs áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Tími væri kominn til að stíga næsta skref í málinu. „Við þurfum að efla samráð, fyrst við stjórnlagaráð sem gjörþekkir tillögurnar sem liggja fyrir, og síðan við fólkið í landinu." Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, gagnrýndi að tillögur að þeim spurningum sem beina ætti til stjórnlagaráðs að leggja ætti fyrir þjóðina samhliða atkvæðagreiðslunni lægju ekki fyrir við upphaf umræðunnar, slíkt væri óðagotið. Undir það tóku fleiri. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, hafði uppi miklar efasemdir um að tillagan væri þingtæk. Efnislega sagði hann hana vera skemmri skírn á tillögu Þórs Saari. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmenn kvörtuðu yfir því að Alþingi hefði ekki fengið að ræða málið efnislega og segja skoðun sína á breytingum stjórnarskrárinnar. Það væri ótækt með jafn mikilvægt efni. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira