Fleiri kostir í samgöngum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. febrúar 2012 06:00 Fáar þjóðir eiga fleiri eða aflmeiri bíla miðað við fólksfjölda en Íslendingar. Það á sér að mörgu leyti eðlilegar skýringar í stóru, strjálbýlu landi þar sem veðrið er oft vont og almenn hagsæld ríkir; flestir hafa haft efni á að kaupa sér dýra yfirhöfn úr stáli, jafnvel þótt þeir fari aðallega styttri ferðir. Á seinustu árum hefur hins vegar hrun krónunnar, hækkun á heimsmarkaðsverði eldsneytis og vaxandi skattheimta gjörbreytt forsendunum fyrir rekstri þessa gríðarlega einkabílaflota. Nýir bílar eru helmingi dýrari en fyrir hrun og eldsneytislítrinn sömuleiðis. Margir hljóta að vera á útkíkkinu eftir öðrum kostum en að reka dýran einkabíl – eða að minnsta kosti að fækka einkabílunum þar sem tveir eða fleiri slíkir eru á heimili. Fréttablaðið sagði í gær frá hugmyndum nokkurra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Landsbankans, Landsvirkjunar, Alcoa, Orkuveitu Reykjavíkur, Landspítalans og Reykjavíkurborgar, um að koma á fót svokölluðu skyndibílakerfi. Það felur í sér að notandinn skráir sig í þjónustuna og getur svo í gegnum tölvu eða síma pantað sér bílaleigubíl með skömmum fyrirvara, til lengri eða styttri ferða um lengri eða skemmri tíma. Samanburður á líklegum kostnaði við leiguna og rekstrarkostnaði smábíls sýnir að fyrir minni peninga en fara í rekstur bílsins má leigja bíl til að fara stutta ferð alla daga ársins, eða þá leigja bíl allar helgar, svo dæmi séu nefnd. Verkefnið er ekki komið á koppinn, en reynsla af svipuðum kerfum frá nágrannalöndunum er góð. Finnur Sveinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir í Fréttablaðinu í gær að hugsunin að baki því sé meðal annars að fjölga kostum fólks í samgöngumálum. Það er þarft, því að það hentar alls ekki öllum að nota strætó, ganga eða hjóla. Kosturinn við þessa hugmynd er að hún tekur mið af þeim raunveruleika að einkabílismanum verður seint útrýmt í þessu landi þar sem rignir lárétt og meira að segja þéttbýlið er strjálbýlt, en gefur fólki engu að síður kost á að létta á heimilisútgjöldunum. „Þetta mun ekki endilega koma í stað fyrsta bíls á heimili, en mögulega í stað annars eða þriðja bíls," segir Finnur. Ekki má gleyma því að um leið og fólk getur sparað peninga á því að nota skyndibílakerfi verða samgöngur vistvænni og minna verður losað af gróðurhúsalofttegundum. Það er gott og hjálpar Íslandi að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þeim efnum. Við gefum vistvænum lífsstíl oft ekki mikinn gaum og virðumst stundum uppteknari af því að hlýnun jarðar geti skapað okkur ný viðskiptatækifæri með opnun skipaleiða á norðurhjara en að Maldíveyjar fari í kaf í leiðinni. Hinn efnahagslegi raunveruleiki knýr okkur hins vegar til að velja umhverfisvænni kosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Ólafur Stephensen Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun
Fáar þjóðir eiga fleiri eða aflmeiri bíla miðað við fólksfjölda en Íslendingar. Það á sér að mörgu leyti eðlilegar skýringar í stóru, strjálbýlu landi þar sem veðrið er oft vont og almenn hagsæld ríkir; flestir hafa haft efni á að kaupa sér dýra yfirhöfn úr stáli, jafnvel þótt þeir fari aðallega styttri ferðir. Á seinustu árum hefur hins vegar hrun krónunnar, hækkun á heimsmarkaðsverði eldsneytis og vaxandi skattheimta gjörbreytt forsendunum fyrir rekstri þessa gríðarlega einkabílaflota. Nýir bílar eru helmingi dýrari en fyrir hrun og eldsneytislítrinn sömuleiðis. Margir hljóta að vera á útkíkkinu eftir öðrum kostum en að reka dýran einkabíl – eða að minnsta kosti að fækka einkabílunum þar sem tveir eða fleiri slíkir eru á heimili. Fréttablaðið sagði í gær frá hugmyndum nokkurra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Landsbankans, Landsvirkjunar, Alcoa, Orkuveitu Reykjavíkur, Landspítalans og Reykjavíkurborgar, um að koma á fót svokölluðu skyndibílakerfi. Það felur í sér að notandinn skráir sig í þjónustuna og getur svo í gegnum tölvu eða síma pantað sér bílaleigubíl með skömmum fyrirvara, til lengri eða styttri ferða um lengri eða skemmri tíma. Samanburður á líklegum kostnaði við leiguna og rekstrarkostnaði smábíls sýnir að fyrir minni peninga en fara í rekstur bílsins má leigja bíl til að fara stutta ferð alla daga ársins, eða þá leigja bíl allar helgar, svo dæmi séu nefnd. Verkefnið er ekki komið á koppinn, en reynsla af svipuðum kerfum frá nágrannalöndunum er góð. Finnur Sveinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir í Fréttablaðinu í gær að hugsunin að baki því sé meðal annars að fjölga kostum fólks í samgöngumálum. Það er þarft, því að það hentar alls ekki öllum að nota strætó, ganga eða hjóla. Kosturinn við þessa hugmynd er að hún tekur mið af þeim raunveruleika að einkabílismanum verður seint útrýmt í þessu landi þar sem rignir lárétt og meira að segja þéttbýlið er strjálbýlt, en gefur fólki engu að síður kost á að létta á heimilisútgjöldunum. „Þetta mun ekki endilega koma í stað fyrsta bíls á heimili, en mögulega í stað annars eða þriðja bíls," segir Finnur. Ekki má gleyma því að um leið og fólk getur sparað peninga á því að nota skyndibílakerfi verða samgöngur vistvænni og minna verður losað af gróðurhúsalofttegundum. Það er gott og hjálpar Íslandi að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þeim efnum. Við gefum vistvænum lífsstíl oft ekki mikinn gaum og virðumst stundum uppteknari af því að hlýnun jarðar geti skapað okkur ný viðskiptatækifæri með opnun skipaleiða á norðurhjara en að Maldíveyjar fari í kaf í leiðinni. Hinn efnahagslegi raunveruleiki knýr okkur hins vegar til að velja umhverfisvænni kosti.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun