Nemendur fengu allir spjaldtölvur 8. febrúar 2012 08:00 Námið skemmtilegra Rasmus Borch upplýsingatækniráðgjafi segir nemendur í Odder nú afla sér þekkingar á nýjan hátt og nota hana í nýju samhengi. fréttablaðið/Anton Brink Danska sveitarfélagið Odder spjaldtölvuvæddi alla grunnskólanema og kennara. Kennslubækurnar settar beint inn á tölvurnar frá forlögum. Nemendurnir himinlifandi. Kennararnir segja þá einbeittari. Allir grunnskólanemendur í Odder í Danmörku, alls 2.200 talsins, hafa fengið spjaldtölvur frá sveitarfélaginu til þess að nota í skólanum. Það hafa kennararnir 400 einnig fengið. „Nemendur eru himinlifandi. Þeir eru ánægðir með að hafa fengið spjaldtölvu sem þeir mega nota að vild heima samtímis því sem þeim þykir námið í skólanum skemmtilegra. Kennararnir eru einnig ánægðir. Þeir segja nemendur einbeittari og áhugasamari og kennslustundina nýtast betur,“ segir Rasmus Borch upplýsingatækniráðgjafi, einn fyrirlesara á menntaráðstefnu sem epli.is hélt um spjaldtölvuvæðingu skólakerfisins. Borch segir í viðtali við Fréttablaðið að markmiðið í Odder hafi verið að samhæfa skólastarfið reynslu nemenda utan skólans. „Nemendur nota tölvur heima í margs konar tilgangi. Í skólanum hefur aðallega verið unnið með texta og kennarinn hefur staðið við töfluna. Námsáhugi nemenda, einkum drengja, fór minnkandi eftir sjötta bekk. Það þurfti að bregðast við þessu. Námið hefur verið mjög kennarastýrt en með spjaldtölvuvæðingunni verða nemendurnir virkari. Þeir afla sér þekkingar á nýjan hátt og nota hana í nýju samhengi. Kennarinn verður leiðbeinandi.“ Stjórnmálamenn voru ekki allir sannfærðir í fyrstu um nauðsyn spjaldtölvuvæðingarinnar, að því er Borch greinir frá. „Sú skoðun varð hins vegar ofan á að þetta væri nauðsynlegt til þess að búa börnin undir framtíðina.“ Gerður hefur verið samningur við tvö stærstu bókaforlögin í Danmörku um að kennslubækurnar verði settar beint inn á spjaldtölvurnar. En þótt nemendur lesi skólabækurnar í spjaldtölvum verða gamlar skólabækur enn í notkun. „Það er engin ástæða til þess að fleygja gömlum bókum. Þetta snýst um að velja rétta verkfærið fyrir ákveðið verk,“ segir Borch. Stóri spjaldtölvudagurinn í Odder var 5. janúar síðastliðinn en þá fengu nemendurnir spjaldtölvurnar sínar. Kennarar höfðu fengið spjaldtölvur í október síðastliðnum auk nemenda í tveimur bekkjum sem fengu að prufukeyra nýju tæknina. Það kostar sveitarfélagið Odder um átta milljónir danskra króna, eða nálægt 175 milljónum íslenskra króna, að spjaldtölvuvæða alla nemendur og kennara grunnskólans. Odder er fyrsta sveitarfélagið í Evrópu sem kaupir spjaldtölvur handa öllum grunnskólanemum og kennurum.ibs@frettabladid.is Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska sveitarfélagið Odder spjaldtölvuvæddi alla grunnskólanema og kennara. Kennslubækurnar settar beint inn á tölvurnar frá forlögum. Nemendurnir himinlifandi. Kennararnir segja þá einbeittari. Allir grunnskólanemendur í Odder í Danmörku, alls 2.200 talsins, hafa fengið spjaldtölvur frá sveitarfélaginu til þess að nota í skólanum. Það hafa kennararnir 400 einnig fengið. „Nemendur eru himinlifandi. Þeir eru ánægðir með að hafa fengið spjaldtölvu sem þeir mega nota að vild heima samtímis því sem þeim þykir námið í skólanum skemmtilegra. Kennararnir eru einnig ánægðir. Þeir segja nemendur einbeittari og áhugasamari og kennslustundina nýtast betur,“ segir Rasmus Borch upplýsingatækniráðgjafi, einn fyrirlesara á menntaráðstefnu sem epli.is hélt um spjaldtölvuvæðingu skólakerfisins. Borch segir í viðtali við Fréttablaðið að markmiðið í Odder hafi verið að samhæfa skólastarfið reynslu nemenda utan skólans. „Nemendur nota tölvur heima í margs konar tilgangi. Í skólanum hefur aðallega verið unnið með texta og kennarinn hefur staðið við töfluna. Námsáhugi nemenda, einkum drengja, fór minnkandi eftir sjötta bekk. Það þurfti að bregðast við þessu. Námið hefur verið mjög kennarastýrt en með spjaldtölvuvæðingunni verða nemendurnir virkari. Þeir afla sér þekkingar á nýjan hátt og nota hana í nýju samhengi. Kennarinn verður leiðbeinandi.“ Stjórnmálamenn voru ekki allir sannfærðir í fyrstu um nauðsyn spjaldtölvuvæðingarinnar, að því er Borch greinir frá. „Sú skoðun varð hins vegar ofan á að þetta væri nauðsynlegt til þess að búa börnin undir framtíðina.“ Gerður hefur verið samningur við tvö stærstu bókaforlögin í Danmörku um að kennslubækurnar verði settar beint inn á spjaldtölvurnar. En þótt nemendur lesi skólabækurnar í spjaldtölvum verða gamlar skólabækur enn í notkun. „Það er engin ástæða til þess að fleygja gömlum bókum. Þetta snýst um að velja rétta verkfærið fyrir ákveðið verk,“ segir Borch. Stóri spjaldtölvudagurinn í Odder var 5. janúar síðastliðinn en þá fengu nemendurnir spjaldtölvurnar sínar. Kennarar höfðu fengið spjaldtölvur í október síðastliðnum auk nemenda í tveimur bekkjum sem fengu að prufukeyra nýju tæknina. Það kostar sveitarfélagið Odder um átta milljónir danskra króna, eða nálægt 175 milljónum íslenskra króna, að spjaldtölvuvæða alla nemendur og kennara grunnskólans. Odder er fyrsta sveitarfélagið í Evrópu sem kaupir spjaldtölvur handa öllum grunnskólanemum og kennurum.ibs@frettabladid.is
Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira