Vilja rannsaka sölu þriggja banka 30. janúar 2012 11:00 Mynd/Egill Hópur þingmanna úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, mun í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna frá árinu 1998 til 2003. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipuð verði þriggja manna nefnd sem rannsaki söluna á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Nefndin skuli skila forseta Alþingis skýrslu eigi síðar en 1. janúar 2013. Í drögum að tillögunni er lagt upp með fjölda ítarlegra rannsóknarspurninga. Í inngangi segir að nefndin skuli taka til umfjöllunar þá stefnu og viðmið sem lágu til grundvallar einkavæðingunni og að hve miklu leyti þeim var fylgt í framkvæmdinni. Lagt verði mat á ferlið, sem og ábyrgð og aðkomu einstakra ráðherra og embættismanna, samningar við nýja eigendur skoðaðir, efndir þeirra og undanþágur. Þá er gert ráð fyrir því að nefndin vísi grun um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum til yfirvalda. Samfylkingarmaðurinn Skúli Helgason er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir að þegar hafi fjórtán þingmenn úr Samfylkingu, Vinstri grænum og Hreyfingu, auk þingmanna utan flokka, samþykkt að vera meðflutningsmenn. Skúli segir þingflokk Framsóknar munu ræða málið á morgun en hann býst ekki við stuðningi við málið úr röðum Sjálfstæðisflokks. Tillaga um rannsókn á einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka var flutt af þingmönnum Samfylkingarinnar haustið 2010 en hún fékkst aldrei afgreidd úr allsherjarnefnd. „Við leggjum áherslu á að þessi tillaga nái fram að ganga núna og að rannsóknin fari fram á þessu ári," segir Skúli. - sh Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hópur þingmanna úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, mun í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna frá árinu 1998 til 2003. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skipuð verði þriggja manna nefnd sem rannsaki söluna á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Nefndin skuli skila forseta Alþingis skýrslu eigi síðar en 1. janúar 2013. Í drögum að tillögunni er lagt upp með fjölda ítarlegra rannsóknarspurninga. Í inngangi segir að nefndin skuli taka til umfjöllunar þá stefnu og viðmið sem lágu til grundvallar einkavæðingunni og að hve miklu leyti þeim var fylgt í framkvæmdinni. Lagt verði mat á ferlið, sem og ábyrgð og aðkomu einstakra ráðherra og embættismanna, samningar við nýja eigendur skoðaðir, efndir þeirra og undanþágur. Þá er gert ráð fyrir því að nefndin vísi grun um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum til yfirvalda. Samfylkingarmaðurinn Skúli Helgason er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir að þegar hafi fjórtán þingmenn úr Samfylkingu, Vinstri grænum og Hreyfingu, auk þingmanna utan flokka, samþykkt að vera meðflutningsmenn. Skúli segir þingflokk Framsóknar munu ræða málið á morgun en hann býst ekki við stuðningi við málið úr röðum Sjálfstæðisflokks. Tillaga um rannsókn á einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka var flutt af þingmönnum Samfylkingarinnar haustið 2010 en hún fékkst aldrei afgreidd úr allsherjarnefnd. „Við leggjum áherslu á að þessi tillaga nái fram að ganga núna og að rannsóknin fari fram á þessu ári," segir Skúli. - sh
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira