Rannsaka hvort kjör birgja standist lög 28. janúar 2012 08:30 Forstjórinn Páll Gunnar Pálsson kynnti skýrslu Samkeppniseftirlitsins um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði á fimmtudag. Fréttablaðið/GVA Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Viðurlög við slíkum brotum, reynist þau hafa verið framin, eru sektir. Auk þess getur eftirlitið mælt fyrir um breytingar á starfsemi hinna brotlegu til að tryggja að brotin endurtaki sig ekki. Í skýrslu sem SE kynnti í vikunni kom fram að minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvöruverslanakeðjan á Íslandi. Hinar stóru samstæðurnar á markaðinum, Kaupás og Samkaup, fengju einnig umtalsvert betri kjör hjá birgjum. SE tiltekur í skýrslunni að mismunandi viðskiptakjör birgja geti verið réttlætanleg. Það geti til dæmis verið mikið kostnaðarlegt hagræði í því fólgið að dreifa vörum í birgðahús fremur en beint til hverrar verslunar fyrir sig. Auk þess sé skiljanlegt að taka tillit til magnhagræðis við innkaup. SE telur þó að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir hinu mismunandi verði í öllum tilvikum. Páll Gunnar segir að um verði að ræða rannsókn sem muni beinast að tilteknum aðilum. Í þeim verði skoðað hvort viðskiptakjör séu í samræmi við samkeppnislög. „Við munum senda upplýsingabeiðni til fjölmargra aðila á markaðinum þar sem fyrirtækin verða beðin um að koma með sín sjónarmið og veita upplýsingar í tengslum við það sem fram kemur í skýrslunni. Það er mjög líklegt að við munum síðan hefja sérstök stjórnsýslumál, enda erum við að leiða að því líkum í skýrslunni að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir kjörunum í öllum tilvikum. Það er alveg ljóst að við munum fylgja þessum málum eftir, en það á eftir að ákveða hvernig það verður nákvæmlega gert og hvaða aðilar verði þar undir." Að sögn Páls Gunnars verður líklega tekin ákvörðun um í hvaða mál verði ráðist síðar á þessu ári. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Viðurlög við slíkum brotum, reynist þau hafa verið framin, eru sektir. Auk þess getur eftirlitið mælt fyrir um breytingar á starfsemi hinna brotlegu til að tryggja að brotin endurtaki sig ekki. Í skýrslu sem SE kynnti í vikunni kom fram að minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvöruverslanakeðjan á Íslandi. Hinar stóru samstæðurnar á markaðinum, Kaupás og Samkaup, fengju einnig umtalsvert betri kjör hjá birgjum. SE tiltekur í skýrslunni að mismunandi viðskiptakjör birgja geti verið réttlætanleg. Það geti til dæmis verið mikið kostnaðarlegt hagræði í því fólgið að dreifa vörum í birgðahús fremur en beint til hverrar verslunar fyrir sig. Auk þess sé skiljanlegt að taka tillit til magnhagræðis við innkaup. SE telur þó að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir hinu mismunandi verði í öllum tilvikum. Páll Gunnar segir að um verði að ræða rannsókn sem muni beinast að tilteknum aðilum. Í þeim verði skoðað hvort viðskiptakjör séu í samræmi við samkeppnislög. „Við munum senda upplýsingabeiðni til fjölmargra aðila á markaðinum þar sem fyrirtækin verða beðin um að koma með sín sjónarmið og veita upplýsingar í tengslum við það sem fram kemur í skýrslunni. Það er mjög líklegt að við munum síðan hefja sérstök stjórnsýslumál, enda erum við að leiða að því líkum í skýrslunni að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir kjörunum í öllum tilvikum. Það er alveg ljóst að við munum fylgja þessum málum eftir, en það á eftir að ákveða hvernig það verður nákvæmlega gert og hvaða aðilar verði þar undir." Að sögn Páls Gunnars verður líklega tekin ákvörðun um í hvaða mál verði ráðist síðar á þessu ári. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira