Forystuhlutverk í skugga efasemda 28. janúar 2012 03:00 Þýskaland og ESB Simon Bulmer er sérfræðingur í málefnum Þýskalands og Evrópusambandsins. Í fyrirlestri sínum í gær sagði hann Þýskaland gegna forystuhlutverki í aðgerðum ESB, þrátt fyrir viðhorfsbreytingu meðal almennings. Fréttablaðið/Pjetur Þróun almenningsviðhorfs í Þýskalandi er með þeim hætti að nánari samvinna og samruni Evrópuríkja þykir þar ekki lengur jafnsjálfsagt mál og verið hefur frá lokum seinna stríðs. Þetta kom fram í fyrirlestri Simons Bulmer, prófessors í Evrópufræðum við Sheffield-háskóla, í erindi hans á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær. Þessa þróun sagði Bulmer meðal annars hljótast af kynslóðaskiptum, stækkun ESB og yfirstandandi efnahagsvá evrusvæðisins. Það hefur til dæmis breytt pólitískri orðræðu þar í landi og eru efasemdarraddir því farnar að heyrast í auknum mæli. Sérhagsmunir landsins eru þar með farnir að vega þyngra en hugsjónir. Þýskaland hefur jafnan staðið í fararbroddi ESB ásamt Frakklandi, en sú staða hefur breyst nokkuð síðustu ár, sagði Bulmer. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann að Þýskaland væri í raun með frumkvæði í aðgerðunum gegn kreppunni á evrusvæðinu, en þó væri mikilvægt að hafa Frakkland með í forystu. „Ég held að Angela Merkel og Nicolas Sarkozy séu meðvitað að reyna að koma sameinuð fram í þessu máli. Sé Þýskaland eitt í forgrunni aðgerðanna er hætt við að það rýri gildi þeirra. Sameinuð forysta veitir aðgerðunum því frekara lögmæti."- þj Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þróun almenningsviðhorfs í Þýskalandi er með þeim hætti að nánari samvinna og samruni Evrópuríkja þykir þar ekki lengur jafnsjálfsagt mál og verið hefur frá lokum seinna stríðs. Þetta kom fram í fyrirlestri Simons Bulmer, prófessors í Evrópufræðum við Sheffield-háskóla, í erindi hans á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær. Þessa þróun sagði Bulmer meðal annars hljótast af kynslóðaskiptum, stækkun ESB og yfirstandandi efnahagsvá evrusvæðisins. Það hefur til dæmis breytt pólitískri orðræðu þar í landi og eru efasemdarraddir því farnar að heyrast í auknum mæli. Sérhagsmunir landsins eru þar með farnir að vega þyngra en hugsjónir. Þýskaland hefur jafnan staðið í fararbroddi ESB ásamt Frakklandi, en sú staða hefur breyst nokkuð síðustu ár, sagði Bulmer. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann að Þýskaland væri í raun með frumkvæði í aðgerðunum gegn kreppunni á evrusvæðinu, en þó væri mikilvægt að hafa Frakkland með í forystu. „Ég held að Angela Merkel og Nicolas Sarkozy séu meðvitað að reyna að koma sameinuð fram í þessu máli. Sé Þýskaland eitt í forgrunni aðgerðanna er hætt við að það rýri gildi þeirra. Sameinuð forysta veitir aðgerðunum því frekara lögmæti."- þj
Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira