Forystuhlutverk í skugga efasemda 28. janúar 2012 03:00 Þýskaland og ESB Simon Bulmer er sérfræðingur í málefnum Þýskalands og Evrópusambandsins. Í fyrirlestri sínum í gær sagði hann Þýskaland gegna forystuhlutverki í aðgerðum ESB, þrátt fyrir viðhorfsbreytingu meðal almennings. Fréttablaðið/Pjetur Þróun almenningsviðhorfs í Þýskalandi er með þeim hætti að nánari samvinna og samruni Evrópuríkja þykir þar ekki lengur jafnsjálfsagt mál og verið hefur frá lokum seinna stríðs. Þetta kom fram í fyrirlestri Simons Bulmer, prófessors í Evrópufræðum við Sheffield-háskóla, í erindi hans á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær. Þessa þróun sagði Bulmer meðal annars hljótast af kynslóðaskiptum, stækkun ESB og yfirstandandi efnahagsvá evrusvæðisins. Það hefur til dæmis breytt pólitískri orðræðu þar í landi og eru efasemdarraddir því farnar að heyrast í auknum mæli. Sérhagsmunir landsins eru þar með farnir að vega þyngra en hugsjónir. Þýskaland hefur jafnan staðið í fararbroddi ESB ásamt Frakklandi, en sú staða hefur breyst nokkuð síðustu ár, sagði Bulmer. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann að Þýskaland væri í raun með frumkvæði í aðgerðunum gegn kreppunni á evrusvæðinu, en þó væri mikilvægt að hafa Frakkland með í forystu. „Ég held að Angela Merkel og Nicolas Sarkozy séu meðvitað að reyna að koma sameinuð fram í þessu máli. Sé Þýskaland eitt í forgrunni aðgerðanna er hætt við að það rýri gildi þeirra. Sameinuð forysta veitir aðgerðunum því frekara lögmæti."- þj Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Þróun almenningsviðhorfs í Þýskalandi er með þeim hætti að nánari samvinna og samruni Evrópuríkja þykir þar ekki lengur jafnsjálfsagt mál og verið hefur frá lokum seinna stríðs. Þetta kom fram í fyrirlestri Simons Bulmer, prófessors í Evrópufræðum við Sheffield-háskóla, í erindi hans á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær. Þessa þróun sagði Bulmer meðal annars hljótast af kynslóðaskiptum, stækkun ESB og yfirstandandi efnahagsvá evrusvæðisins. Það hefur til dæmis breytt pólitískri orðræðu þar í landi og eru efasemdarraddir því farnar að heyrast í auknum mæli. Sérhagsmunir landsins eru þar með farnir að vega þyngra en hugsjónir. Þýskaland hefur jafnan staðið í fararbroddi ESB ásamt Frakklandi, en sú staða hefur breyst nokkuð síðustu ár, sagði Bulmer. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann að Þýskaland væri í raun með frumkvæði í aðgerðunum gegn kreppunni á evrusvæðinu, en þó væri mikilvægt að hafa Frakkland með í forystu. „Ég held að Angela Merkel og Nicolas Sarkozy séu meðvitað að reyna að koma sameinuð fram í þessu máli. Sé Þýskaland eitt í forgrunni aðgerðanna er hætt við að það rýri gildi þeirra. Sameinuð forysta veitir aðgerðunum því frekara lögmæti."- þj
Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira