Afar jákvæðar fréttir fyrir þjóðarbúið allt 28. janúar 2012 06:45 Steingrímur J. Sigfússon Segir reglugerðina um loðnukvóta vertíðarinnar með þeim skemmtilegri sem hann hefur undirritað.fréttablaðið/gva Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra sjávarútvegsmála, hefur undirritað reglugerð þar sem endanlegt útgefið aflamark í loðnu er ákveðið í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Heildaraflamark vertíðarinnar verður 765 þúsund tonn. Er það 33 þúsund tonn umfram þær spár sem lágu til grundvallar bráðabirgðaaflamarki. Aukningin til íslenskra skipa nemur alls 372 þúsund tonnum og því verður heildaraflamark íslenskra skipa tæplega 554 þúsund tonn. Þessi aukning er meiri en heildarúthlutun til íslenskra skipa á öllu árinu 2011. Steingrímur segir um afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg að ræða og þjóðarbúið allt þar sem áætlað er að útflutningsverðmæti vertíðarinnar geti numið allt að 30 milljörðum króna. Þessi verðmætaaukning muni hafa jákvæð áhrif á hagvaxtarhorfur fyrir árið 2012. „Þetta er með skemmtilegri reglugerðum sem ég hef skrifað undir," segir Steingrímur. „Veiðistofninn reyndist jafn stór og vonir stóðu til á grundvelli mælinga á ungloðnu og rúmlega það. Kvótinn til íslensku skipanna er stór og gæti stækkað á síðari stigum vertíðarinnar takist erlendum skipum ekki að fullnýta allar sínar heimildir." Steingrímur segir að búhnykkurinn sé verulegur, ef allt fer sem horfir, og gæti reynst innlegg í hagvöxt ársins upp á 0,6% miðað við verðmæti vertíðarinnar í fyrra. „Þetta ræðst af mörkuðum en ef verða sæmilegar gæftir þá stefnir í afar góða vertíð." - shá Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra sjávarútvegsmála, hefur undirritað reglugerð þar sem endanlegt útgefið aflamark í loðnu er ákveðið í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Heildaraflamark vertíðarinnar verður 765 þúsund tonn. Er það 33 þúsund tonn umfram þær spár sem lágu til grundvallar bráðabirgðaaflamarki. Aukningin til íslenskra skipa nemur alls 372 þúsund tonnum og því verður heildaraflamark íslenskra skipa tæplega 554 þúsund tonn. Þessi aukning er meiri en heildarúthlutun til íslenskra skipa á öllu árinu 2011. Steingrímur segir um afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg að ræða og þjóðarbúið allt þar sem áætlað er að útflutningsverðmæti vertíðarinnar geti numið allt að 30 milljörðum króna. Þessi verðmætaaukning muni hafa jákvæð áhrif á hagvaxtarhorfur fyrir árið 2012. „Þetta er með skemmtilegri reglugerðum sem ég hef skrifað undir," segir Steingrímur. „Veiðistofninn reyndist jafn stór og vonir stóðu til á grundvelli mælinga á ungloðnu og rúmlega það. Kvótinn til íslensku skipanna er stór og gæti stækkað á síðari stigum vertíðarinnar takist erlendum skipum ekki að fullnýta allar sínar heimildir." Steingrímur segir að búhnykkurinn sé verulegur, ef allt fer sem horfir, og gæti reynst innlegg í hagvöxt ársins upp á 0,6% miðað við verðmæti vertíðarinnar í fyrra. „Þetta ræðst af mörkuðum en ef verða sæmilegar gæftir þá stefnir í afar góða vertíð." - shá
Fréttir Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira