Takk Brynhildur Björnsdóttir skrifar 27. janúar 2012 06:00 Ég æddi inn á gjörgæsludeild klukkan 23.45 á sunnudagskvöldi, útgrátin með úfið hár og í inniskóm. Það voru einmitt vaktaskipti og ég hrasaði í flasið á lækni sem var að fara heim. Hún leit á mig og sagði svo: „Sestu niður með mér smástund." Hún spurði mig hvern ég væri að heimsækja og rakti svo fyrir mér hvernig staðan væri, hvað væri verið að gera og hvað væri hægt að gera. Vaktin hennar var búin, hún var á leið heim eftir örugglega erfiðan dag en gaf sér samt tíma fyrir mig. Ég sat kjökrandi á sunnudagskvöldi með barnið mitt fjögurra vikna í fanginu og snökti í símann: „Þetta gengur ekki neitt, þú sagðir að ég mætti hringja í þig…". Hálftíma síðar var komin til mín ljósmóðir sem var ekki á vakt og sem fékk, mér vitanlega, ekkert greitt fyrir þessa heimsókn til mín. Bara til að hjálpa mér. Ég gekk inn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á sunnudagskvöldi með blómvönd. Starfsfólkið, vinir mínir sem ég hafði kynnst meðan ég beið þar þess sem verða vildi, heilsaði mér blíðlega og einn hjúkrunarfræðingur tók við blómunum og sagði: „Mikið ertu dugleg að koma hingað aftur." Og mig langaði að svara: „Mikið ert þú duglegur að vera hérna á hverjum degi, alltaf." Það er bara tilviljun að þessar þrjár smásögur úr lífi mínu skuli gerast á sunnudagskvöldi. Ég á líka aðrar sögur af samskiptum mínum við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem gerast ekki á sunnudegi. Ljósmæðurnar góðu sem tóku á móti dætrum mínum, sjúkrabílaliðarnir sem sóttu barnið mitt í andnauð og komu því á bráðamóttöku, sjúkraliðarnir sem önnuðust afa mína og ömmur á elliheimilum, starfsfólkið á heilsugæslunni minni, á hjartadeild Landspítalans, fleiri og fleiri. Fólk sem velur sér erfiðasta starf í heimi, oft þakklátt en stundum vanþakklátt, oft gefandi en oftar slítandi, þar sem mistök geta kostað mannslíf, sem þarf að þrífa alls konar líkamsvessa, lyfta fullorðnu fólki og horfa á fólk deyja. Ofan á þetta eru langar og einkalífsfjandsamlegar vaktir, endalaus niðurskurður og sjúklingar og aðstandendur í geðshræringu sem örugglega eru ekki alltaf sanngjarnir eða skemmtilegir og þurfa stundum að fá útrás fyrir erfiðar tilfinningar. Fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Það má líka tala um lögreglufólk, slökkviliðsfólk, kennara, leikskólakennara, allan þennan fjölda fólks sem vinnur fyrir mig á hverjum degi og leggur sig fram, jafnvel í lífshættu. Mig langaði bara að segja takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Ég æddi inn á gjörgæsludeild klukkan 23.45 á sunnudagskvöldi, útgrátin með úfið hár og í inniskóm. Það voru einmitt vaktaskipti og ég hrasaði í flasið á lækni sem var að fara heim. Hún leit á mig og sagði svo: „Sestu niður með mér smástund." Hún spurði mig hvern ég væri að heimsækja og rakti svo fyrir mér hvernig staðan væri, hvað væri verið að gera og hvað væri hægt að gera. Vaktin hennar var búin, hún var á leið heim eftir örugglega erfiðan dag en gaf sér samt tíma fyrir mig. Ég sat kjökrandi á sunnudagskvöldi með barnið mitt fjögurra vikna í fanginu og snökti í símann: „Þetta gengur ekki neitt, þú sagðir að ég mætti hringja í þig…". Hálftíma síðar var komin til mín ljósmóðir sem var ekki á vakt og sem fékk, mér vitanlega, ekkert greitt fyrir þessa heimsókn til mín. Bara til að hjálpa mér. Ég gekk inn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á sunnudagskvöldi með blómvönd. Starfsfólkið, vinir mínir sem ég hafði kynnst meðan ég beið þar þess sem verða vildi, heilsaði mér blíðlega og einn hjúkrunarfræðingur tók við blómunum og sagði: „Mikið ertu dugleg að koma hingað aftur." Og mig langaði að svara: „Mikið ert þú duglegur að vera hérna á hverjum degi, alltaf." Það er bara tilviljun að þessar þrjár smásögur úr lífi mínu skuli gerast á sunnudagskvöldi. Ég á líka aðrar sögur af samskiptum mínum við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu sem gerast ekki á sunnudegi. Ljósmæðurnar góðu sem tóku á móti dætrum mínum, sjúkrabílaliðarnir sem sóttu barnið mitt í andnauð og komu því á bráðamóttöku, sjúkraliðarnir sem önnuðust afa mína og ömmur á elliheimilum, starfsfólkið á heilsugæslunni minni, á hjartadeild Landspítalans, fleiri og fleiri. Fólk sem velur sér erfiðasta starf í heimi, oft þakklátt en stundum vanþakklátt, oft gefandi en oftar slítandi, þar sem mistök geta kostað mannslíf, sem þarf að þrífa alls konar líkamsvessa, lyfta fullorðnu fólki og horfa á fólk deyja. Ofan á þetta eru langar og einkalífsfjandsamlegar vaktir, endalaus niðurskurður og sjúklingar og aðstandendur í geðshræringu sem örugglega eru ekki alltaf sanngjarnir eða skemmtilegir og þurfa stundum að fá útrás fyrir erfiðar tilfinningar. Fólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu. Það má líka tala um lögreglufólk, slökkviliðsfólk, kennara, leikskólakennara, allan þennan fjölda fólks sem vinnur fyrir mig á hverjum degi og leggur sig fram, jafnvel í lífshættu. Mig langaði bara að segja takk.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun