Kostnaður við snjómokstur sprengir kostnaðaráætlun 26. janúar 2012 07:00 Stanslaus mokstur Vinnudagarnir eru langir um þessar mundir hjá þeim sem hreinsa snjóinn af götum borgarinnar. Fréttablaðið/GVA Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna. Þegar er búið að bóka reikninga fyrir um 50 milljónir króna vegna moksturs í janúar, en sú tala á eftir að hækka verulega. „Menn reyna að fara vel með peningana, en við þurfum að halda ákveðnu þjónustustigi," segir Sighvatur. Þrátt fyrir fannfergið gekk vel að halda stofnæðum borgarinnar opnum, segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri framkvæmdasviðs borgarinnar. Hann segir að á nokkrum stöðum í húsagötum hafi snjóruðningsmenn lent í vandræðum þar sem fólk hafi skilið bíla eftir úti í kanti þar sem ófært hafi verið inn á bílastæði. „Við verðum fram eftir í dag [í gær] að hreinsa, það hefur verið mikið um það. Þetta eru oft langir dagar í snjóhreinsuninni en við erum áfram bjartsýn og jákvæð," segir Jón Halldór. Fleiri finna fyrir snjóþyngslunum en þeir sem þurfa að ryðja snjóinn. „Það er ansi erfitt fyrir blaðberana að vinna þessa dagana," segir Dagný Ragnarsdóttir, dreifingarstjóri hjá Póstdreifingu, sem dreifir meðal annars Fréttablaðinu. Hún segir allt of mikið um að fólk moki seint og illa leiðina frá götu að útidyrum, og segir víða þurfa að huga betur að lýsingu. „Það hefur verið meira um það í vetur en áður að fólkið okkar slasist við útburðinn," segir Dagný. Hún segir dæmi um handleggsbrot og brákuð rifbein eftir byltu í snjó og hálku, og sumir séu lengi frá vinnu. Blaðberunum er uppálagt að leggja sig ekki í hættu, og sleppa því að bera út í hús þar sem þeir treysta sér ekki yfir svellbunka eða snævi þaktar tröppur að útidyrum. Útburður hjá Póstinum hefur tafist vegna snjóþyngsla á höfuðborgarsvæðinu, segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum. „Það er borið út þó það taki lengri tíma en á góðum sumardegi," segir Ágústa. Hún segir útburðinn hafa gengið þokkalega víðast hvar, en ekki hafi tekist að koma pósti til Tálknafjarðar og Bíldudals vegna ófærðar, og því ekki borið út þar í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna. Þegar er búið að bóka reikninga fyrir um 50 milljónir króna vegna moksturs í janúar, en sú tala á eftir að hækka verulega. „Menn reyna að fara vel með peningana, en við þurfum að halda ákveðnu þjónustustigi," segir Sighvatur. Þrátt fyrir fannfergið gekk vel að halda stofnæðum borgarinnar opnum, segir Jón Halldór Jónasson, upplýsingastjóri framkvæmdasviðs borgarinnar. Hann segir að á nokkrum stöðum í húsagötum hafi snjóruðningsmenn lent í vandræðum þar sem fólk hafi skilið bíla eftir úti í kanti þar sem ófært hafi verið inn á bílastæði. „Við verðum fram eftir í dag [í gær] að hreinsa, það hefur verið mikið um það. Þetta eru oft langir dagar í snjóhreinsuninni en við erum áfram bjartsýn og jákvæð," segir Jón Halldór. Fleiri finna fyrir snjóþyngslunum en þeir sem þurfa að ryðja snjóinn. „Það er ansi erfitt fyrir blaðberana að vinna þessa dagana," segir Dagný Ragnarsdóttir, dreifingarstjóri hjá Póstdreifingu, sem dreifir meðal annars Fréttablaðinu. Hún segir allt of mikið um að fólk moki seint og illa leiðina frá götu að útidyrum, og segir víða þurfa að huga betur að lýsingu. „Það hefur verið meira um það í vetur en áður að fólkið okkar slasist við útburðinn," segir Dagný. Hún segir dæmi um handleggsbrot og brákuð rifbein eftir byltu í snjó og hálku, og sumir séu lengi frá vinnu. Blaðberunum er uppálagt að leggja sig ekki í hættu, og sleppa því að bera út í hús þar sem þeir treysta sér ekki yfir svellbunka eða snævi þaktar tröppur að útidyrum. Útburður hjá Póstinum hefur tafist vegna snjóþyngsla á höfuðborgarsvæðinu, segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum. „Það er borið út þó það taki lengri tíma en á góðum sumardegi," segir Ágústa. Hún segir útburðinn hafa gengið þokkalega víðast hvar, en ekki hafi tekist að koma pósti til Tálknafjarðar og Bíldudals vegna ófærðar, og því ekki borið út þar í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira