Birgjar mismuna verslunum 26. janúar 2012 06:00 Minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvörukeðja á Íslandi. Í nokkrum vöruflokkum er lægsta smásöluverð Haga lægra en það innkaupsverð sem minni verslunum býðst hjá birgjum. Minni verslanirnar verða því að keppa á grundvelli annars en verðs þegar þær eru að reyna að laða til sín viðskiptavini. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem heitir „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði." Skýrslan verður kynnt á ráðstefnu á Hótel Hilton Nordica í dag. Niðurstöður rannsóknar Samkeppniseftirlitsins benda til þess að talsverðar aðgangshindranir séu að dagvörumarkaði. Þær eiga rætur sínar að mestu að rekja til mismunandi kjara sem dagvöruverslanir njóta hjá birgjum. Í skýrslunni segir að „þrjár stórar verslanasamstæður, Hagar, Kaupás og Samkaup, hafa um 90% markaðshlutdeild á dagvörumarkaði. Aðrar verslanir sem ekki eru hluti af umræddum verslanasamstæðum greiða birgjum mun hærra verð fyrir vörur, eða að meðaltali 15% hærra verð en stærsta verslanasamstæðan, Hagar, greiðir birgjum. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiðir í ljós að aðrar verslanir myndu almennt hafa mjög litla álagningu út úr vörusölu sinni ef þær ætluðu sér að jafna það verð sem lágvöruverslanir innan verslanasamstæðna bjóða". Við gerð skýrslunnar kannaði Samkeppniseftirlitið heildsöluverð frá birgjum til dagvöruverslana á um 270 algengum dagvörum. Hagar (sem reka m.a. Bónus og Hagkaup) greiddu nánast undantekningarlaust lægsta verðið, Kaupás (sem rekur m.a. Krónuna og Nóatún) greiddi um 4% hærra verð að meðaltali og Samkaup (sem reka m.a. Samkaupsverslanir og Nettó) um 6%. Minni verslanir (Fjarðarkaup, Kostur, Melabúðin, Miðbúðin og Verslunin Einar Ólafsson) greiddu hins vegar um 15% hærra verð að meðaltali fyrir vörur frá birgjum en Hagar.- þsj Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvörukeðja á Íslandi. Í nokkrum vöruflokkum er lægsta smásöluverð Haga lægra en það innkaupsverð sem minni verslunum býðst hjá birgjum. Minni verslanirnar verða því að keppa á grundvelli annars en verðs þegar þær eru að reyna að laða til sín viðskiptavini. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem heitir „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði." Skýrslan verður kynnt á ráðstefnu á Hótel Hilton Nordica í dag. Niðurstöður rannsóknar Samkeppniseftirlitsins benda til þess að talsverðar aðgangshindranir séu að dagvörumarkaði. Þær eiga rætur sínar að mestu að rekja til mismunandi kjara sem dagvöruverslanir njóta hjá birgjum. Í skýrslunni segir að „þrjár stórar verslanasamstæður, Hagar, Kaupás og Samkaup, hafa um 90% markaðshlutdeild á dagvörumarkaði. Aðrar verslanir sem ekki eru hluti af umræddum verslanasamstæðum greiða birgjum mun hærra verð fyrir vörur, eða að meðaltali 15% hærra verð en stærsta verslanasamstæðan, Hagar, greiðir birgjum. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiðir í ljós að aðrar verslanir myndu almennt hafa mjög litla álagningu út úr vörusölu sinni ef þær ætluðu sér að jafna það verð sem lágvöruverslanir innan verslanasamstæðna bjóða". Við gerð skýrslunnar kannaði Samkeppniseftirlitið heildsöluverð frá birgjum til dagvöruverslana á um 270 algengum dagvörum. Hagar (sem reka m.a. Bónus og Hagkaup) greiddu nánast undantekningarlaust lægsta verðið, Kaupás (sem rekur m.a. Krónuna og Nóatún) greiddi um 4% hærra verð að meðaltali og Samkaup (sem reka m.a. Samkaupsverslanir og Nettó) um 6%. Minni verslanir (Fjarðarkaup, Kostur, Melabúðin, Miðbúðin og Verslunin Einar Ólafsson) greiddu hins vegar um 15% hærra verð að meðaltali fyrir vörur frá birgjum en Hagar.- þsj
Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira