Birgjar mismuna verslunum 26. janúar 2012 06:00 Minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvörukeðja á Íslandi. Í nokkrum vöruflokkum er lægsta smásöluverð Haga lægra en það innkaupsverð sem minni verslunum býðst hjá birgjum. Minni verslanirnar verða því að keppa á grundvelli annars en verðs þegar þær eru að reyna að laða til sín viðskiptavini. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem heitir „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði." Skýrslan verður kynnt á ráðstefnu á Hótel Hilton Nordica í dag. Niðurstöður rannsóknar Samkeppniseftirlitsins benda til þess að talsverðar aðgangshindranir séu að dagvörumarkaði. Þær eiga rætur sínar að mestu að rekja til mismunandi kjara sem dagvöruverslanir njóta hjá birgjum. Í skýrslunni segir að „þrjár stórar verslanasamstæður, Hagar, Kaupás og Samkaup, hafa um 90% markaðshlutdeild á dagvörumarkaði. Aðrar verslanir sem ekki eru hluti af umræddum verslanasamstæðum greiða birgjum mun hærra verð fyrir vörur, eða að meðaltali 15% hærra verð en stærsta verslanasamstæðan, Hagar, greiðir birgjum. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiðir í ljós að aðrar verslanir myndu almennt hafa mjög litla álagningu út úr vörusölu sinni ef þær ætluðu sér að jafna það verð sem lágvöruverslanir innan verslanasamstæðna bjóða". Við gerð skýrslunnar kannaði Samkeppniseftirlitið heildsöluverð frá birgjum til dagvöruverslana á um 270 algengum dagvörum. Hagar (sem reka m.a. Bónus og Hagkaup) greiddu nánast undantekningarlaust lægsta verðið, Kaupás (sem rekur m.a. Krónuna og Nóatún) greiddi um 4% hærra verð að meðaltali og Samkaup (sem reka m.a. Samkaupsverslanir og Nettó) um 6%. Minni verslanir (Fjarðarkaup, Kostur, Melabúðin, Miðbúðin og Verslunin Einar Ólafsson) greiddu hins vegar um 15% hærra verð að meðaltali fyrir vörur frá birgjum en Hagar.- þsj Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Sjá meira
Minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvörukeðja á Íslandi. Í nokkrum vöruflokkum er lægsta smásöluverð Haga lægra en það innkaupsverð sem minni verslunum býðst hjá birgjum. Minni verslanirnar verða því að keppa á grundvelli annars en verðs þegar þær eru að reyna að laða til sín viðskiptavini. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem heitir „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði." Skýrslan verður kynnt á ráðstefnu á Hótel Hilton Nordica í dag. Niðurstöður rannsóknar Samkeppniseftirlitsins benda til þess að talsverðar aðgangshindranir séu að dagvörumarkaði. Þær eiga rætur sínar að mestu að rekja til mismunandi kjara sem dagvöruverslanir njóta hjá birgjum. Í skýrslunni segir að „þrjár stórar verslanasamstæður, Hagar, Kaupás og Samkaup, hafa um 90% markaðshlutdeild á dagvörumarkaði. Aðrar verslanir sem ekki eru hluti af umræddum verslanasamstæðum greiða birgjum mun hærra verð fyrir vörur, eða að meðaltali 15% hærra verð en stærsta verslanasamstæðan, Hagar, greiðir birgjum. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiðir í ljós að aðrar verslanir myndu almennt hafa mjög litla álagningu út úr vörusölu sinni ef þær ætluðu sér að jafna það verð sem lágvöruverslanir innan verslanasamstæðna bjóða". Við gerð skýrslunnar kannaði Samkeppniseftirlitið heildsöluverð frá birgjum til dagvöruverslana á um 270 algengum dagvörum. Hagar (sem reka m.a. Bónus og Hagkaup) greiddu nánast undantekningarlaust lægsta verðið, Kaupás (sem rekur m.a. Krónuna og Nóatún) greiddi um 4% hærra verð að meðaltali og Samkaup (sem reka m.a. Samkaupsverslanir og Nettó) um 6%. Minni verslanir (Fjarðarkaup, Kostur, Melabúðin, Miðbúðin og Verslunin Einar Ólafsson) greiddu hins vegar um 15% hærra verð að meðaltali fyrir vörur frá birgjum en Hagar.- þsj
Fréttir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Sjá meira