Vill selja hlut í Faxaflóahöfnum 24. janúar 2012 02:45 Björn Bjarki Þorsteinsson Byggðaráð Borgarbyggðar ákvað á aukafundi á sunnudagskvöld að reyna að selja hlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum. Tilgangurinn er að fjármagna hluta Borgarbyggðar í átta milljarða króna lánveitingu eigenda til Orkuveitu Reykjavíkur. „Okkur vantar 75 milljónir til að efna það að lána Orkuveitunni," segir Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður byggðaráðs Borgarbyggðar, sem á 0,93 prósent í Orkuveitunni og 4,8 prósent í Faxaflóahöfnum. Stærsti eigandinn í Faxaflóahöfnum er Reykjavíkurborg. Aðrir eigendur eru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarstrandarhreppur og Skorradalshreppur. Aðeins sveitarfélögin og Faxaflóahafnir sjálfar mega kaupa. „Við höfum alls ekki hug á að selja allan hlutinn okkar og í rauninni aðeins það sem nemur skuldbindingu okkar gagnvart Orkuveitunni," segir Björn Bjarki sem kveður rekstur Borgarbyggðar hafa rétt úr kútnum í fyrra eftir miklar aðhaldsaðgerðir. „Okkur finnst það ansi súrt eftir að vera búin að ganga í gegnum mikla niðurskurðartíma að fara að ganga á handbært fé og eða taka lán til þess að lána Orkuveitu Reykjavíkur." Verðmat á Faxaflóahöfnum liggur ekki fyrir. „Við höfum áhuga á að þreifa á því hvers virði þessi hlutur okkar er," segir Björn Bjarki. - gar Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Byggðaráð Borgarbyggðar ákvað á aukafundi á sunnudagskvöld að reyna að selja hlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum. Tilgangurinn er að fjármagna hluta Borgarbyggðar í átta milljarða króna lánveitingu eigenda til Orkuveitu Reykjavíkur. „Okkur vantar 75 milljónir til að efna það að lána Orkuveitunni," segir Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður byggðaráðs Borgarbyggðar, sem á 0,93 prósent í Orkuveitunni og 4,8 prósent í Faxaflóahöfnum. Stærsti eigandinn í Faxaflóahöfnum er Reykjavíkurborg. Aðrir eigendur eru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarstrandarhreppur og Skorradalshreppur. Aðeins sveitarfélögin og Faxaflóahafnir sjálfar mega kaupa. „Við höfum alls ekki hug á að selja allan hlutinn okkar og í rauninni aðeins það sem nemur skuldbindingu okkar gagnvart Orkuveitunni," segir Björn Bjarki sem kveður rekstur Borgarbyggðar hafa rétt úr kútnum í fyrra eftir miklar aðhaldsaðgerðir. „Okkur finnst það ansi súrt eftir að vera búin að ganga í gegnum mikla niðurskurðartíma að fara að ganga á handbært fé og eða taka lán til þess að lána Orkuveitu Reykjavíkur." Verðmat á Faxaflóahöfnum liggur ekki fyrir. „Við höfum áhuga á að þreifa á því hvers virði þessi hlutur okkar er," segir Björn Bjarki. - gar
Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira