Krakkarnir í þremur yngstu bekkjardeildum Sæmundarskóla í Grafarholti söfnuðu hátt í þrjátíu þúsund krónum á basar til styrktar langveikum börnum.
Afrakstri baksturs og föndurklúbba var stillt fram í frístundaheimilinu Fjósinu. Annar og þriðji bekkur sá um söluna. Ömmur, afar og foreldrar voru áberandi í hópi viðskiptavina. Í fyrra gekk einnig vel. „Þá seldum við fyrir Ellu Dís og það gekk svo vel að forstöðukonan var farin að taka niður veggskraut og selja," segir Elín Jónsdóttir, starfsmaður Fjóssins. - gar
