Góðir straumar frá Toscana Trausti Júlíusson skrifar 23. janúar 2012 17:00 Synopsis með Stero & Pulse er fersk og nærandi plata en ekki byltingarkennd. Tónlist. Synopsis. Stereo & Pulse. Hljómsveitin Stereo Hypnosis er skipuð feðgunum Óskari og Pan Thorarensen. Hún var stofnuð í Flatey á Breiðafirði árið 2006. Synopsis er þriðja plata Stereo Hypnosis, en áður komu Parallel Island (2007) og Hypnogogia (2009). Hljómsveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og hefur bæði spilað mikið hér á landi og erlendis. Hún á meðal annars að baki tónleikaferðir til Eystrasaltsríkjanna, Rússlands, Kanada og Ítalíu á siðustu tveimur árum. Synopsis er samstarfsverkefni með ítalska tónlistarmanninum Marco Galardi, sem kallar sig Pulse. Stereo Hypnosis hljóðritar gjarnan plöturnar sínar á óvenjulegum stöðum; Parallel Island var tekin upp í Flatey, Hypnogogia á Hellissandi og Synopsis var hljóðrituð í hlíðum Toscana-héraðs á Ítalíu. Tónlist Stereo Hypnosis er hæggeng og stemningsfull raftónlist. Á Synopsis eru fimm lög sem heita Synopsis 1-5 og voru tekin upp á fimm dögum. Tónlistin á Synopsis ber það með sér að vera að minnsta kosti að hluta til spunnin upp á staðnum. Hún á margt sameiginlegt með gamalli sveimtónlist, að því undanskildu að undir tónum Synopsis hljómar mjög ákveðinn raftónlistartaktur, sem herðir á tempóinu og gefur tónlistinn annan blæ. Útkoman er ekki byltingarkennd, en hljómar fersk og nærandi. Niðurstaða: Stemningsfull raftónlist frá feðgunum í Stereo Hypnosis. Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist. Synopsis. Stereo & Pulse. Hljómsveitin Stereo Hypnosis er skipuð feðgunum Óskari og Pan Thorarensen. Hún var stofnuð í Flatey á Breiðafirði árið 2006. Synopsis er þriðja plata Stereo Hypnosis, en áður komu Parallel Island (2007) og Hypnogogia (2009). Hljómsveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og hefur bæði spilað mikið hér á landi og erlendis. Hún á meðal annars að baki tónleikaferðir til Eystrasaltsríkjanna, Rússlands, Kanada og Ítalíu á siðustu tveimur árum. Synopsis er samstarfsverkefni með ítalska tónlistarmanninum Marco Galardi, sem kallar sig Pulse. Stereo Hypnosis hljóðritar gjarnan plöturnar sínar á óvenjulegum stöðum; Parallel Island var tekin upp í Flatey, Hypnogogia á Hellissandi og Synopsis var hljóðrituð í hlíðum Toscana-héraðs á Ítalíu. Tónlist Stereo Hypnosis er hæggeng og stemningsfull raftónlist. Á Synopsis eru fimm lög sem heita Synopsis 1-5 og voru tekin upp á fimm dögum. Tónlistin á Synopsis ber það með sér að vera að minnsta kosti að hluta til spunnin upp á staðnum. Hún á margt sameiginlegt með gamalli sveimtónlist, að því undanskildu að undir tónum Synopsis hljómar mjög ákveðinn raftónlistartaktur, sem herðir á tempóinu og gefur tónlistinn annan blæ. Útkoman er ekki byltingarkennd, en hljómar fersk og nærandi. Niðurstaða: Stemningsfull raftónlist frá feðgunum í Stereo Hypnosis.
Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira