Bergmál fortíðar 13. janúar 2012 15:15 Proscenium VII. Þetta verk Sonju Thomsen má sjá á sýningu hennar og Charlottu Maríu Hauksdóttur sem opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um helgina. Mynd/Sonja Thomsen Tvær sýningar verða opnaðar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Annars vegar Bergmál, samsýning Charlottu Maríu Hauksdóttur og Sonju Thomsen. Viðfangsefni sýningarinnar er tíminn og endurbirting hins liðna. Titillinn vísar ekki aðeins til þess hvernig hið liðna endurvarpast inn í nútímann, heldur einnig til þess hvernig verkin á sýningunni kallast á. Þær Charlotta og Sonja stunduðu nám á sama tíma við San Fransisco Art Institute, þaðan sem þær útskrifuðust með MFA-gráðu í ljósmyndun árið 2004. Hins vegar er það sýning á ljósmyndum danska læknisins Christians Schierbeck, sem starfaði í Reykjavík frá 1901 til 1902 og bjó á Laufásvegi ásamt eiginkonu sinni, Sofie Holstrup-Schultz. Schierbeck tók talsvert af myndum meðfram starfi sínu. Hann hélt dagbók þar sem hann skrifaði við hverja mynd ýmsar upplýsingar og persónulegar athugasemdir og fangaði þannig vel augnablik í lífi bæjarbúa. Börn á Skólavörðustíg með Skólavörðuna í baksýn, stúlka á leið úr bakaríinu, og hestar við verslun Ziemsens ræðismanns er meðal þess sem sjá má á ljósmyndum hans. -hhs Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tvær sýningar verða opnaðar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Annars vegar Bergmál, samsýning Charlottu Maríu Hauksdóttur og Sonju Thomsen. Viðfangsefni sýningarinnar er tíminn og endurbirting hins liðna. Titillinn vísar ekki aðeins til þess hvernig hið liðna endurvarpast inn í nútímann, heldur einnig til þess hvernig verkin á sýningunni kallast á. Þær Charlotta og Sonja stunduðu nám á sama tíma við San Fransisco Art Institute, þaðan sem þær útskrifuðust með MFA-gráðu í ljósmyndun árið 2004. Hins vegar er það sýning á ljósmyndum danska læknisins Christians Schierbeck, sem starfaði í Reykjavík frá 1901 til 1902 og bjó á Laufásvegi ásamt eiginkonu sinni, Sofie Holstrup-Schultz. Schierbeck tók talsvert af myndum meðfram starfi sínu. Hann hélt dagbók þar sem hann skrifaði við hverja mynd ýmsar upplýsingar og persónulegar athugasemdir og fangaði þannig vel augnablik í lífi bæjarbúa. Börn á Skólavörðustíg með Skólavörðuna í baksýn, stúlka á leið úr bakaríinu, og hestar við verslun Ziemsens ræðismanns er meðal þess sem sjá má á ljósmyndum hans. -hhs
Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira