Tugum tilkynnt um hleranir 12. janúar 2012 09:00 Ólafur Hauksson Tugum einstaklinga hefur á síðustu vikum verið tilkynnt um símhleranir sérstaks saksóknara. Langur tími getur liðið frá því hlerað er þar til tilkynning berst. Símhleranirnar á gráu svæði segir hæstaréttarlögmaður. Dæmi eru um að meira en eitt og hálft ár líði frá því að embætti sérstaks saksóknara fær heimild til að hlera síma þar til eiganda símans er tilkynnt um hleranirnar. Tugum manna sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu hefur verið tilkynnt um að símar þeirra hafi verið hleraðir á síðustu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa til dæmis þeir sem eru til rannsóknar vegna falls Kaupþings og Sjóvár fengið slík bréf undanfarið. „Það hefur verið unnið að þessu jafnt og þétt upp á síðkastið, í þeim málum þar sem menn sjá til lands og telja ekki ástæðu til að beita þessu úrræði frekar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Samkvæmt lögum ber að tilkynna þeim sem hlerað er hjá um hleranirnar svo fljótt sem verða má. Fréttablaðið hefur upplýsingar að rúmlega eitt og hálft ár sé liðið frá því hlerað var hjá einhverjum þeirra sem fengu bréf frá saksóknara nýverið. „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við tilkynntum of snemma um hleranir, þetta byggir á því að viðkomandi viti ekki að síminn sé hleraður,“ segir Ólafur. Hann segir að tilkynnt sé um hleranir um leið og ljóst sé að hlerunum verði ekki beitt frekar við rannsókn hvers máls. Í umfangsmiklum rannsóknum geti því liðið nokkur tími þar til upplýst er um hleranirnar. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir sérstakan saksóknara á gráu svæði þegar komi að símhlerunum. Hann segir enga af sínum umbjóðendum hafa fengið tilkynningu um símhleranir, en hann viti engu að síður af slíkum málum. Sigurður segir dæmi um mann sem heimilt hafi verið að hlera símann hjá í maí 2010, og hann yfirheyrður haustið 2011. Engu að síður hafi hann ekki verið upplýstur um hleranirnar fyrr en síðar. Þá bendir Sigurður á að til að dómstólar veiti heimild til símhlerana þurfi annað hvort að liggja átta ára fangelsisdómur við meintum brotum, eða ríkir almanna- eða einkahagsmunir krefjist þess. Erfitt sé að sjá að það geti átt við í þessum tilvikum. Hámarksrefsing við auðgunarbrotum er sex ára fangelsi.- bj Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Tugum einstaklinga hefur á síðustu vikum verið tilkynnt um símhleranir sérstaks saksóknara. Langur tími getur liðið frá því hlerað er þar til tilkynning berst. Símhleranirnar á gráu svæði segir hæstaréttarlögmaður. Dæmi eru um að meira en eitt og hálft ár líði frá því að embætti sérstaks saksóknara fær heimild til að hlera síma þar til eiganda símans er tilkynnt um hleranirnar. Tugum manna sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu hefur verið tilkynnt um að símar þeirra hafi verið hleraðir á síðustu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa til dæmis þeir sem eru til rannsóknar vegna falls Kaupþings og Sjóvár fengið slík bréf undanfarið. „Það hefur verið unnið að þessu jafnt og þétt upp á síðkastið, í þeim málum þar sem menn sjá til lands og telja ekki ástæðu til að beita þessu úrræði frekar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Samkvæmt lögum ber að tilkynna þeim sem hlerað er hjá um hleranirnar svo fljótt sem verða má. Fréttablaðið hefur upplýsingar að rúmlega eitt og hálft ár sé liðið frá því hlerað var hjá einhverjum þeirra sem fengu bréf frá saksóknara nýverið. „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við tilkynntum of snemma um hleranir, þetta byggir á því að viðkomandi viti ekki að síminn sé hleraður,“ segir Ólafur. Hann segir að tilkynnt sé um hleranir um leið og ljóst sé að hlerunum verði ekki beitt frekar við rannsókn hvers máls. Í umfangsmiklum rannsóknum geti því liðið nokkur tími þar til upplýst er um hleranirnar. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir sérstakan saksóknara á gráu svæði þegar komi að símhlerunum. Hann segir enga af sínum umbjóðendum hafa fengið tilkynningu um símhleranir, en hann viti engu að síður af slíkum málum. Sigurður segir dæmi um mann sem heimilt hafi verið að hlera símann hjá í maí 2010, og hann yfirheyrður haustið 2011. Engu að síður hafi hann ekki verið upplýstur um hleranirnar fyrr en síðar. Þá bendir Sigurður á að til að dómstólar veiti heimild til símhlerana þurfi annað hvort að liggja átta ára fangelsisdómur við meintum brotum, eða ríkir almanna- eða einkahagsmunir krefjist þess. Erfitt sé að sjá að það geti átt við í þessum tilvikum. Hámarksrefsing við auðgunarbrotum er sex ára fangelsi.- bj
Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira